Eva Laufey var með Jóni Jónssyni í liði og Gummi Ben fékk þann heiður að vera með Sóla Hólm. Keppnin var þrískipt og þurftu liðin að útbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt.
Í hverjum þætti af Ísskápastríðinu fá þau Eva og Gummi til sín keppendur sem þau skipta með sér í lið. Keppnin gengur svo út á það að í byrjun fá þau að velja einn ísskáp af nokkrum mögulegum og í hverjum ísskáp er hráefni réttina þrjá.
Keppendur og liðsstjórar þurfa svo að vinna innan ákveðins tímaramma til að töfra fram þrjá girnilega rétti. Að lokum fellur það í hlut dómaranna að velja sigurvegara kvöldsins. Dómarar eru Siggi Hall og Hrefna Sætran.
Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær þegar liðin áttu að bera fram aðalréttinn. Jón Jónsson var hress að vanda og samdi hann lag um steinselju í miðjum klíðum.