Rannsóknir fyrir raunverulegt val Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Skaðsemi þalata hefur verið þekkt um áratugaskeið. Þó svo að við horfum kannski fyrst og fremst á notkun þalata í einstaka hlutum þá er ekki gerð krafa um innihaldslýsingu eða hættumerkingar á þeim. Með því að nota ekki merkingar þá er neytandanum ekki gefið raunverulegt val um hvort hann vilji taka áhættuna á því að nota vöruna eða ekki. Samkvæmt lögum getur neytandi kallað eftir upplýsingum og hefur seljandinn 45 daga frest til þess að gefa þær upp. Eina leiðin til að hafa eftirlit með þessu er að efnagreina vöruna til að sannreyna hvort hún innihaldi þalöt. Slíkar greiningar eru mjög kostnaðarsamar, því hefur ekki verið ráðist í þær hér á landi. Þetta tel ég vera mjög alvarlegt, sér í lagi vegna þess að hlutur netverslunar á markaðinum fer vaxandi, þ.e. verslun við lönd þar sem talið er að notkun sé meiri á kemískum efnum og ódýrari í stað þeirra sem búið er að prófa enda er kostnaðurinn vegna náttúrulegu og vottuðu efnanna svo mikill við það eftirlit sem þarf. Umhverfisstofnun fylgist með tilkynningum um ólöglegar vörur á evrópskum markaði og niðurstöðum og markaðskönnunum í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir það er ekki endilega staðfest að þær komi frá nákvæmlega sömu aðilum og verið er að versla við í gegnum netverslun. Því miður er löggjöf á þessu sviði meira sniðin að hagsmunum framleiðenda, miklu meira en hagsmunum almennings og neytenda. Myndi það teljast æskilegt að Umhverfisstofnun tæki það að sér öðru hverju að láta efnagreina vörur til að ganga úr skugga um að þær uppfylltu kröfur sem til þeirra eru gerðar. Ég tel að við séum svolítið að kasta þeim möguleika á glæ með því að ákveða að þetta sé allt of kostnaðarsamt. Við höfum ekki einu sinni athugað hvort hægt væri að gera einhverjar stikkprufur. Skaðsemi ákveðinna þalata er þekkt, þau geta t.d. haft áhrif á frjósemi manna. Þá eru fóstur og nýfædd börn viðkvæmust fyrir þessum efnum, þau hafa fundist í naghringjum, snuðum, pelum, brjóstapumpum og fleiru sem notað er í kringum börn og við umönnun ungbarna. Ég tel því að þetta sé ekki málefni til þess að gera lítið úr eða reyna að gantast með. Þessi efni eru þrávirk og safnast upp í líkama okkar. Hver er áhættan?Varðandi 45 daga frest framleiðandans til að svara því hvort varan geti verið skaðleg þá er í rauninni óboðlegt að neytandinn þurfi annaðhvort að ákveða að kaupa vöruna og bíða þá í von og óvon um að heyra hvort hún geti valdið honum einhverjum skaða, eða að sleppa því að kaupa vöruna og reyna að leita eitthvert annað eða fara í flóknara ferli. Við erum í rauninni að ýta þessu á undan okkur, rannsóknarvinnan fer ekki fram fyrr en eftir á og bara ef einhver sækist eftir því. Í dag á eftir að rannsaka þúsundir efna. Sjálfri finnst mér góð regla að ef ég þekki ekki tvö eða fleiri innihaldsefni í matvælum sem ég hugsa mér að kaupa, þá sleppi ég því að kaupa þau. Hvað með öll þessi skaðlegu efni sem er að finna t.d. í plastílátum sem við geymum matvæli í? Eigum við ekki rétt á að fá að vita hvað er að finna í þeim? Það er ákveðin hætta sem fólki stafar af þessum efnum í neysluvörunni og meira að segja neysluvörum sem við nýtum á hverjum einasta degi. Það eru nokkrir greinanlegir sjúkdómar sem hægt hefur verið að tengja við þalöt, krabbamein, ofnæmi og ófrjósemi svo dæmi séu tekin. En hvað með alla þá sjúkdóma og einkenni sem við tengjum efnin ekki við eða finnast ekki við einfaldar rannsóknir? Veldur þessi sparnaður þá kannski því að einhverjir einstaklingar í samfélaginu lifa mögulega við skert lífsgæði vegna óafvitandi nálægðar við þessi efni eða neyslu á þeim? Sá kostnaður kemur þá bara í bakið á ríkinu síðar meir. Við ættum frekar að leggjast í rannsóknir, fyrirbyggjandi aðgerðir. Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa staðið sig vel í þessum málum, þar gerir fólk sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem þessi efni geta haft og tengja þau því ekki aðeins við umhverfismál heldur einnig velferðarmál. Við skulum ekki vera eina Norðurlandaþjóðin sem gerir lítið úr skaðsemi þessara efna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Skaðsemi þalata hefur verið þekkt um áratugaskeið. Þó svo að við horfum kannski fyrst og fremst á notkun þalata í einstaka hlutum þá er ekki gerð krafa um innihaldslýsingu eða hættumerkingar á þeim. Með því að nota ekki merkingar þá er neytandanum ekki gefið raunverulegt val um hvort hann vilji taka áhættuna á því að nota vöruna eða ekki. Samkvæmt lögum getur neytandi kallað eftir upplýsingum og hefur seljandinn 45 daga frest til þess að gefa þær upp. Eina leiðin til að hafa eftirlit með þessu er að efnagreina vöruna til að sannreyna hvort hún innihaldi þalöt. Slíkar greiningar eru mjög kostnaðarsamar, því hefur ekki verið ráðist í þær hér á landi. Þetta tel ég vera mjög alvarlegt, sér í lagi vegna þess að hlutur netverslunar á markaðinum fer vaxandi, þ.e. verslun við lönd þar sem talið er að notkun sé meiri á kemískum efnum og ódýrari í stað þeirra sem búið er að prófa enda er kostnaðurinn vegna náttúrulegu og vottuðu efnanna svo mikill við það eftirlit sem þarf. Umhverfisstofnun fylgist með tilkynningum um ólöglegar vörur á evrópskum markaði og niðurstöðum og markaðskönnunum í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir það er ekki endilega staðfest að þær komi frá nákvæmlega sömu aðilum og verið er að versla við í gegnum netverslun. Því miður er löggjöf á þessu sviði meira sniðin að hagsmunum framleiðenda, miklu meira en hagsmunum almennings og neytenda. Myndi það teljast æskilegt að Umhverfisstofnun tæki það að sér öðru hverju að láta efnagreina vörur til að ganga úr skugga um að þær uppfylltu kröfur sem til þeirra eru gerðar. Ég tel að við séum svolítið að kasta þeim möguleika á glæ með því að ákveða að þetta sé allt of kostnaðarsamt. Við höfum ekki einu sinni athugað hvort hægt væri að gera einhverjar stikkprufur. Skaðsemi ákveðinna þalata er þekkt, þau geta t.d. haft áhrif á frjósemi manna. Þá eru fóstur og nýfædd börn viðkvæmust fyrir þessum efnum, þau hafa fundist í naghringjum, snuðum, pelum, brjóstapumpum og fleiru sem notað er í kringum börn og við umönnun ungbarna. Ég tel því að þetta sé ekki málefni til þess að gera lítið úr eða reyna að gantast með. Þessi efni eru þrávirk og safnast upp í líkama okkar. Hver er áhættan?Varðandi 45 daga frest framleiðandans til að svara því hvort varan geti verið skaðleg þá er í rauninni óboðlegt að neytandinn þurfi annaðhvort að ákveða að kaupa vöruna og bíða þá í von og óvon um að heyra hvort hún geti valdið honum einhverjum skaða, eða að sleppa því að kaupa vöruna og reyna að leita eitthvert annað eða fara í flóknara ferli. Við erum í rauninni að ýta þessu á undan okkur, rannsóknarvinnan fer ekki fram fyrr en eftir á og bara ef einhver sækist eftir því. Í dag á eftir að rannsaka þúsundir efna. Sjálfri finnst mér góð regla að ef ég þekki ekki tvö eða fleiri innihaldsefni í matvælum sem ég hugsa mér að kaupa, þá sleppi ég því að kaupa þau. Hvað með öll þessi skaðlegu efni sem er að finna t.d. í plastílátum sem við geymum matvæli í? Eigum við ekki rétt á að fá að vita hvað er að finna í þeim? Það er ákveðin hætta sem fólki stafar af þessum efnum í neysluvörunni og meira að segja neysluvörum sem við nýtum á hverjum einasta degi. Það eru nokkrir greinanlegir sjúkdómar sem hægt hefur verið að tengja við þalöt, krabbamein, ofnæmi og ófrjósemi svo dæmi séu tekin. En hvað með alla þá sjúkdóma og einkenni sem við tengjum efnin ekki við eða finnast ekki við einfaldar rannsóknir? Veldur þessi sparnaður þá kannski því að einhverjir einstaklingar í samfélaginu lifa mögulega við skert lífsgæði vegna óafvitandi nálægðar við þessi efni eða neyslu á þeim? Sá kostnaður kemur þá bara í bakið á ríkinu síðar meir. Við ættum frekar að leggjast í rannsóknir, fyrirbyggjandi aðgerðir. Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa staðið sig vel í þessum málum, þar gerir fólk sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem þessi efni geta haft og tengja þau því ekki aðeins við umhverfismál heldur einnig velferðarmál. Við skulum ekki vera eina Norðurlandaþjóðin sem gerir lítið úr skaðsemi þessara efna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun