Modric var lykilskipting hjá þeim Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb skrifar 14. nóvember 2016 06:30 Luka Modric þakkar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir leikinn. Vísir/Getty Eyjamaðurinn og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson reynir oftar en ekki að líta á björtu hliðarnar og það var vissulega margt jákvætt í leik íslenska liðsins á Maksimir-vellinum þó svo liðið hafi gengið þaðan út stigalaust. „Mér fannst vera færi á að vinna Króatana í kvöld. Þeir hafa oft spilað betur en í dag. Það segir eitthvað um völlinn líka. Þó svo þetta hafi ekki verið þeirra dagur þá voru þeir engu að síður mjög erfiðir,“ sagði Heimir skömmu eftir leik en hans lið mætti geysilega vel stemmt til leiksins og þjarmaði að Króötum í upphafi. „Við ætluðum alltaf að byrja sterkt og sýna þeim enga miskunn. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera fínn en við fengum á okkur óþarfa mark. Flest mörk eru reyndar þannig. Við vorum þokkalega sáttir með okkur í hálfleik. Þeir voru óþægilegir í síðari hálfleik. Fóru að halda boltanum mjög vel. Þetta voru mikil hlaup hjá okkur en hróss til strákanna fyrir að halda okkur inn í leiknum alveg fram á 90. mínútu. Þá vorum við farnir svolítið langt fram og endum með að tapa 2-0 sem er auðvitað ekki gott. Við urðum samt að taka áhættu.“Allt breyttist í síðari hálfleik Íslenska liðið átti í fullu tré og rúmlega við Króatana í fyrri hálfleik og var aðeins minna með boltann. Það breyttist þó allt í síðari hálfleik er Luka Modric kom inn á miðju Króata og tók við stjórn leiksins. „Það er svolítil lykilskipting hjá þeim og við vorum svo sem búnir að undirbúa okkur fyrir hana. Það er samt erfitt að elta svona mikið. Þetta var ekki besti leikur okkar í keppninni en andstæðingurinn var mjög góður,“ segir Heimir en hann gerði ekki breytingar á sínu liði fyrr en 15 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum að hugsa allan leikinn en fyrri hálfleikur var góður og svo sjáum við í seinni hálfleik hvernig þetta spilast. Við vorum allan tímann inni í leiknum og þeir sköpuðu ekki neitt á meðan við vorum að fá föst leikatriði sem við getum alltaf skorað úr. Það hefðu verið mjög góð úrslit að fá stig hér í þessum leik. Við vildum ekki fórna einhverju of snemma með skiptingum.“ Eins og áður segir var margt jákvætt í leik íslenska liðsins en hvað fannst Heimi vanta upp á hjá liðinu í þessum leik?Frekar ógeðslegur staður „Fyrst og fremst mikið af feilum hjá okkur er við unnum boltann. Slakar sendingar fram á við og héldum boltanum ekki nægilega vel. Við eigum eftir að skoða hvort það var slakt hjá okkur eða svona gott hjá Króötunum. Það var löng leið fram á við er við unnum boltann og við vorum ekki klárir í svæðunum sem við ætluðum að vinna með,“ segir Heimir en honum leið illa með að koma aftur á þennan völl og hann heldur áfram að safna leiðinlegum minningum á Maksimir. „Þetta er frekar ógeðslegur staður,“ sagði Heimir og hló við. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Inter í undanúrslit Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira
Eyjamaðurinn og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson reynir oftar en ekki að líta á björtu hliðarnar og það var vissulega margt jákvætt í leik íslenska liðsins á Maksimir-vellinum þó svo liðið hafi gengið þaðan út stigalaust. „Mér fannst vera færi á að vinna Króatana í kvöld. Þeir hafa oft spilað betur en í dag. Það segir eitthvað um völlinn líka. Þó svo þetta hafi ekki verið þeirra dagur þá voru þeir engu að síður mjög erfiðir,“ sagði Heimir skömmu eftir leik en hans lið mætti geysilega vel stemmt til leiksins og þjarmaði að Króötum í upphafi. „Við ætluðum alltaf að byrja sterkt og sýna þeim enga miskunn. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera fínn en við fengum á okkur óþarfa mark. Flest mörk eru reyndar þannig. Við vorum þokkalega sáttir með okkur í hálfleik. Þeir voru óþægilegir í síðari hálfleik. Fóru að halda boltanum mjög vel. Þetta voru mikil hlaup hjá okkur en hróss til strákanna fyrir að halda okkur inn í leiknum alveg fram á 90. mínútu. Þá vorum við farnir svolítið langt fram og endum með að tapa 2-0 sem er auðvitað ekki gott. Við urðum samt að taka áhættu.“Allt breyttist í síðari hálfleik Íslenska liðið átti í fullu tré og rúmlega við Króatana í fyrri hálfleik og var aðeins minna með boltann. Það breyttist þó allt í síðari hálfleik er Luka Modric kom inn á miðju Króata og tók við stjórn leiksins. „Það er svolítil lykilskipting hjá þeim og við vorum svo sem búnir að undirbúa okkur fyrir hana. Það er samt erfitt að elta svona mikið. Þetta var ekki besti leikur okkar í keppninni en andstæðingurinn var mjög góður,“ segir Heimir en hann gerði ekki breytingar á sínu liði fyrr en 15 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum að hugsa allan leikinn en fyrri hálfleikur var góður og svo sjáum við í seinni hálfleik hvernig þetta spilast. Við vorum allan tímann inni í leiknum og þeir sköpuðu ekki neitt á meðan við vorum að fá föst leikatriði sem við getum alltaf skorað úr. Það hefðu verið mjög góð úrslit að fá stig hér í þessum leik. Við vildum ekki fórna einhverju of snemma með skiptingum.“ Eins og áður segir var margt jákvætt í leik íslenska liðsins en hvað fannst Heimi vanta upp á hjá liðinu í þessum leik?Frekar ógeðslegur staður „Fyrst og fremst mikið af feilum hjá okkur er við unnum boltann. Slakar sendingar fram á við og héldum boltanum ekki nægilega vel. Við eigum eftir að skoða hvort það var slakt hjá okkur eða svona gott hjá Króötunum. Það var löng leið fram á við er við unnum boltann og við vorum ekki klárir í svæðunum sem við ætluðum að vinna með,“ segir Heimir en honum leið illa með að koma aftur á þennan völl og hann heldur áfram að safna leiðinlegum minningum á Maksimir. „Þetta er frekar ógeðslegur staður,“ sagði Heimir og hló við.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Inter í undanúrslit Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira