Gæðarúmföt á damask.is 11. nóvember 2016 12:00 Björn Þór Heiðdal er mikill áhugamaður um gæðarúmföt og selur slík í Þvottahúsi A. Smith á Bergstaðastræti 52. Mynd/GVA Björn Þór Heiðdal er þriðji ættliðurinn í þvottahúsinu A. Smith sem stofnað var árið 1946 og er því sjötíu ára í ár. Þar hefur síðustu ár verið hægt að kaupa gæðasængurföt en Björn leggur mikinn metnað í að bjóða upp á það allra besta, en á sem bestu verði. „Við erum meira fyrir að vera með þúsund þræði heldur en þúsund prósent álagningu,“ segir Björn glettinn en hann hefur síðustu fimmtán árin flutt inn gæðasængurföt frá Ítalíu og Asíu. „Allra bestu rúmfötin eru frá Ítalíu og eru 600 til 1.000 þræðir en við bjóðum einnig upp á áprentuð damask-rúmföt sem eru 300-400 þræðir.“Ítalska merkið Quagliotti framleiðir sængurföt af miklum gæðum.Afi Björns, Adolf Smith, stofnaði þvottahúsið A. Smith á Bergstaðastræti 52 árið 1946 og þar stendur það enn í dag. A. Smith er enn þvottahús í grunninn en fyrir um fimmtán árum fór Björn að flytja inn og selja gæðarúmföt. „Ég fékk áhuga á þessu enda alltaf með rúmföt í höndunum í þvottahúsinu sem voru af misjöfnum gæðum. Mér fannst enginn vera að sinna því almennilega að flytja inn gæðarúmföt og ákvað því að fara í það sjálfur,“ segir Björn. Hann fann fljótlega ítalska framleiðandann Quagliotti sem meðal annars selur rúmföt á Ritz-hótelið í París, til Hollywood-stjarna og bresku kóngafjölskyldunnar. Hann hefur einnig flutt inn sængurföt frá Asíu, sér í lagi fyrir hótelin en Björn selur bæði hótelum og einstaklingum. „Hér í búðinni er mikið úrval, fólk getur valið á milli fjörutíu til fimmtíu ólíkra tegunda og við erum alltaf að breikka úrvalið,“ segir Björn en hann flytur einnig inn gott efni frá Ítalíu sem hann lætur sauma rúmföt úr hér heima. „Þannig getur fólk sérpantað stærðir.“ Gæði skipta Björn höfuðmáli. „Ég spyr aldrei hvað sé ódýrt, bara hvað sé það besta. Sumir sætta sig kannski við 200 þræði en ég vil það flottasta.“ Björn segir sængurfötin fremur áhugamál en bissness í sínum huga og því reyni hann að hafa álagningu í lágmarki. „Verðið fyrir rúmfötin er því ekki hátt miðað við gæðin,“ segir Björn sem telur fólk hugsa allt of lítið um það í hverju það sefur. „Fólk virðist spara við sig þegar kemur að rúmfötum en þeir sem kynnast almennilegum gæðum snúa ekki til baka.“ Nánari upplýsingar má finna á damask.is Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira
Björn Þór Heiðdal er þriðji ættliðurinn í þvottahúsinu A. Smith sem stofnað var árið 1946 og er því sjötíu ára í ár. Þar hefur síðustu ár verið hægt að kaupa gæðasængurföt en Björn leggur mikinn metnað í að bjóða upp á það allra besta, en á sem bestu verði. „Við erum meira fyrir að vera með þúsund þræði heldur en þúsund prósent álagningu,“ segir Björn glettinn en hann hefur síðustu fimmtán árin flutt inn gæðasængurföt frá Ítalíu og Asíu. „Allra bestu rúmfötin eru frá Ítalíu og eru 600 til 1.000 þræðir en við bjóðum einnig upp á áprentuð damask-rúmföt sem eru 300-400 þræðir.“Ítalska merkið Quagliotti framleiðir sængurföt af miklum gæðum.Afi Björns, Adolf Smith, stofnaði þvottahúsið A. Smith á Bergstaðastræti 52 árið 1946 og þar stendur það enn í dag. A. Smith er enn þvottahús í grunninn en fyrir um fimmtán árum fór Björn að flytja inn og selja gæðarúmföt. „Ég fékk áhuga á þessu enda alltaf með rúmföt í höndunum í þvottahúsinu sem voru af misjöfnum gæðum. Mér fannst enginn vera að sinna því almennilega að flytja inn gæðarúmföt og ákvað því að fara í það sjálfur,“ segir Björn. Hann fann fljótlega ítalska framleiðandann Quagliotti sem meðal annars selur rúmföt á Ritz-hótelið í París, til Hollywood-stjarna og bresku kóngafjölskyldunnar. Hann hefur einnig flutt inn sængurföt frá Asíu, sér í lagi fyrir hótelin en Björn selur bæði hótelum og einstaklingum. „Hér í búðinni er mikið úrval, fólk getur valið á milli fjörutíu til fimmtíu ólíkra tegunda og við erum alltaf að breikka úrvalið,“ segir Björn en hann flytur einnig inn gott efni frá Ítalíu sem hann lætur sauma rúmföt úr hér heima. „Þannig getur fólk sérpantað stærðir.“ Gæði skipta Björn höfuðmáli. „Ég spyr aldrei hvað sé ódýrt, bara hvað sé það besta. Sumir sætta sig kannski við 200 þræði en ég vil það flottasta.“ Björn segir sængurfötin fremur áhugamál en bissness í sínum huga og því reyni hann að hafa álagningu í lágmarki. „Verðið fyrir rúmfötin er því ekki hátt miðað við gæðin,“ segir Björn sem telur fólk hugsa allt of lítið um það í hverju það sefur. „Fólk virðist spara við sig þegar kemur að rúmfötum en þeir sem kynnast almennilegum gæðum snúa ekki til baka.“ Nánari upplýsingar má finna á damask.is
Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira