Um rugl og bull Halldór Halldórsson skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Í umræðu um félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík hafa fyrirsagnir á borð við rugl og bull verið notaðar. Í grein Magnúsar Más Guðmundssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem birtist í Fréttablaðinu og á visir.is 9. nóvember sl. talar hann um að ég hafi verið gífuryrtur. Grein Magnúsar heitir: ,,Halldór í ruglinu.“ Grein mín á Eyjunni heitir: ,,Bull í boði borgarstjóra“ og fékk ég það orðalag að láni frá borgarstjóra. Þannig að gífuryrðin eiga í báðum tilfellum lögheimili hjá þessum tveimur. Aðalmálið í þessu er að staðan varðandi félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavíkurborg er alvarleg. Fulltrúar meirihlutans í Reykjavíkurborg fara yfirleitt að tala um sambærileg vandamál í öðrum sveitarfélögum þegar bent er á vandann í borginni. Það gerir ekkert fyrir þá 844 einstaklinga sem eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í borginni. Þeim einstaklingum fjölgaði um 15 prósent á milli áranna 2015 og 2016 og eiga lögheimili í Reykjavík. Það hjálpar þeim ekkert að borgarfulltrúar í meirihlutanum tali um að önnur sveitarfélög þurfi að gera betur. Magnús Már Guðmundsson segir í grein sinni að 2.351 félagsleg íbúð sé í Reykjavík 2016, þar af 1.916 almennar félagslegar leiguíbúðir. Hann segir einnig að þeim hafi fjölgað um 612 á síðustu tíu árum og ekkert hafi fjölgað 2010. Þá segir hann í grein sinni að undirritaður hafi sagt að félagslegum leiguíbúðum hafi fækkað í Reykjavík. Skoðum þetta aðeins. Formleg svör lögð fram í borgarráði segja okkur þetta: Fjölgað hefur um 72 félagslegar leiguíbúðir frá 2010, stefnan er 100 á ári sem augljóslega gengur ekki eftir. Fækkað hefur um þrjár íbúðir fyrir aldraða á vegum Reykjavíkurborgar frá 2010. Þann 1. janúar 2011 færðust 114 íbúðir fyrir fatlaða frá ríki til Reykjavíkurborgar. Þeim hefur fjölgað um fjórar síðan þá. Þær 425 íbúðir sem fjölgað hefur um á síðustu tíu árum, sé miðað við grein Magnúsar Más, eru þá fjölgun frá kjörtímabilinu 2006-2010 sem er eina kjörtímabilið síðustu 22 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Í umræðu um félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík hafa fyrirsagnir á borð við rugl og bull verið notaðar. Í grein Magnúsar Más Guðmundssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem birtist í Fréttablaðinu og á visir.is 9. nóvember sl. talar hann um að ég hafi verið gífuryrtur. Grein Magnúsar heitir: ,,Halldór í ruglinu.“ Grein mín á Eyjunni heitir: ,,Bull í boði borgarstjóra“ og fékk ég það orðalag að láni frá borgarstjóra. Þannig að gífuryrðin eiga í báðum tilfellum lögheimili hjá þessum tveimur. Aðalmálið í þessu er að staðan varðandi félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavíkurborg er alvarleg. Fulltrúar meirihlutans í Reykjavíkurborg fara yfirleitt að tala um sambærileg vandamál í öðrum sveitarfélögum þegar bent er á vandann í borginni. Það gerir ekkert fyrir þá 844 einstaklinga sem eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í borginni. Þeim einstaklingum fjölgaði um 15 prósent á milli áranna 2015 og 2016 og eiga lögheimili í Reykjavík. Það hjálpar þeim ekkert að borgarfulltrúar í meirihlutanum tali um að önnur sveitarfélög þurfi að gera betur. Magnús Már Guðmundsson segir í grein sinni að 2.351 félagsleg íbúð sé í Reykjavík 2016, þar af 1.916 almennar félagslegar leiguíbúðir. Hann segir einnig að þeim hafi fjölgað um 612 á síðustu tíu árum og ekkert hafi fjölgað 2010. Þá segir hann í grein sinni að undirritaður hafi sagt að félagslegum leiguíbúðum hafi fækkað í Reykjavík. Skoðum þetta aðeins. Formleg svör lögð fram í borgarráði segja okkur þetta: Fjölgað hefur um 72 félagslegar leiguíbúðir frá 2010, stefnan er 100 á ári sem augljóslega gengur ekki eftir. Fækkað hefur um þrjár íbúðir fyrir aldraða á vegum Reykjavíkurborgar frá 2010. Þann 1. janúar 2011 færðust 114 íbúðir fyrir fatlaða frá ríki til Reykjavíkurborgar. Þeim hefur fjölgað um fjórar síðan þá. Þær 425 íbúðir sem fjölgað hefur um á síðustu tíu árum, sé miðað við grein Magnúsar Más, eru þá fjölgun frá kjörtímabilinu 2006-2010 sem er eina kjörtímabilið síðustu 22 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar