Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2016 09:45 Gary Martin gæti farið til Noregs, Belgíu eða í Hafnarfjörð. vísir/ernir Gary Martin, framherji Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, er með nokkur járn í eldinum en afar ólíklegt þykir að hann spili áfram í Fossvoginum. Hann er kominn heim til Íslands eftir vel heppnaða dvöl í Noregi þar sem hann var á láni hjá Lilleström. Gary skoraði þrjú mörk í tíu leikjum fyrir norska liðið og hjálpaði því að bjarga sér frá falli. Hann spilaði vel og naut verunnar í norsku úrvalsdeildinni. Hann viðurkennir að það gæti orðið erfitt að spila aftur í Pepsi-deildinni eftir að prófa aftur að spila í stærri deild. „Auðvitað. Það er þannig með alla leikmenn sem koma til baka. Mér fannst auðveldara að spila í Noregi eins fáránlega og það hljómar. Þar gat ég aðeins komið á óvart og varnarmennirnir þekktu mig ekki. Á Íslandi þekkja mig allir út og inn sem leikmann,“ sagði Gary í viðtali í Akraborginni á X977 í gær. „Á þessum þremur mánuðum í Noregi áttaði ég mig samt á hversu mikið ég saknaði Íslands. Sama hvað gerist þá mun ég reyna að taka bestu ákvörðunina fyrir mig og konuna. Ég er 26 ára og þarf að gera það rétta í stöðunni. Ég er ekkert að flýta mér.“Gary Martin spilaði vel með Lilleström.mynd/lsk.noLaunalækkun Launin í íslenska boltanum hafa hækkað mikið á síðustu árum og viðurkennir Gary fúslega það sem margir hafa haldið fram: Hann fékk minna borgað í Noregi en hjá Víkingi sem hafnaði í 7. sæti Pepsi-deildarinnar. „Þannig er þetta bara. Ég tók á mig launalækkun til að fara til Noregs og það frekar stóra. Fjármálin eru ekki í góðum málum í Noregi en deildin er vissulega stærri, þar eru fleiri áhorfendur og leikmennirnir í betra formi. Það snýst ekki allt um peninga,“ segir Gary. „Launin eru betri á Íslandi. Íslenska deildin er að styrkjast og með breyttu efnahagsástandi á Englandi eftir að Bretland yfirgaf Evrópusambandið er miklu betra fyrir mig að vera á Íslandi. Ég þarf núna að taka rétta ákvörðun því þetta snýst ekki bara um mig.“ „Þegar ég hætti í fótbolta mun ég líklega búa á Íslandi. Þetta er heimilið mitt í dag. Ísland hefur verið mér frábært þannig ég mun ekki snúa baki við því án þess að hugsa mig um,“ segir Gary.Gary Martin spilaði fyrir Rúnar Kristinsson hjá KR og Lilleström. Er Lokeren næst?vísir/andri marinóÝmislegt í boði Lilleström vill halda Gary hjá félaginu og þá ætlar Lokeren að gera tilboð í enska framherjann eins og Vísir greindi frá í gær. Gary er búinn að tala við Rúnar Kristinsson, þjálfara Lokeren en þeir unnu saman hjá KR og Lilleström. „Víkingar sögðu mér á laugardaginn frá liðum sem eru búin að hafa samband. Víkingarnir hafa verið mjög heiðarlegir við mig í þessu ferli og í raun alveg frá því ég gekk í raðir félagsins. Ég get ekki sagt eitt slæmt orð um Víking,“ segir Gary sem getur ekki hafið leik með nýju liði fyrr en í janúar þar sem hann er búinn að spila fyrir þrjú lið á árinu. Hann segir engin formleg tilboð hafa borist í sig. „Lokeren væri frábær möguleiki fyrir mig. Ég talaði við Rúnar á þriðjudaginn þar sem við áttum samtal um þetta en ekkert meira en það. Ég var bara að þakka honum fyrir að gefa mér tækifæri hjá Lilleström. Rúnar þarf að hugsa um sig og sitt lið núna en ég reyni bara að halda mér í formi ef ég fæ eitthvað tækifæri í janúar.“ FH og Valur eru sögð virkilega áhugasöm um að fá Gary til liðs við sig og enski framherjinn virðist töluvert spenntari fyrir að spila með þeim í Pepsi-deildinni en Víkingi. „FH og Valur eru bæði frábær lið. Eftir að spila með Lilleström vill maður fara að keppa um titla. Ég átti samtal við Víkinga og þeir voru mjög heiðarlegir við mig í þessu. Ef ég fæ tækifærti til að fara til FH eða Vals verður erfitt fyrir mig að segja nei,“ segir Gary Martin. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lokeren ætlar að bjóða í Gary Martin Enski markahrókurinn eftirsóttur en ólíklegt er að hann spili með Víkingi í Pepsi-deildinni á næsta ári. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Gary Martin, framherji Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, er með nokkur járn í eldinum en afar ólíklegt þykir að hann spili áfram í Fossvoginum. Hann er kominn heim til Íslands eftir vel heppnaða dvöl í Noregi þar sem hann var á láni hjá Lilleström. Gary skoraði þrjú mörk í tíu leikjum fyrir norska liðið og hjálpaði því að bjarga sér frá falli. Hann spilaði vel og naut verunnar í norsku úrvalsdeildinni. Hann viðurkennir að það gæti orðið erfitt að spila aftur í Pepsi-deildinni eftir að prófa aftur að spila í stærri deild. „Auðvitað. Það er þannig með alla leikmenn sem koma til baka. Mér fannst auðveldara að spila í Noregi eins fáránlega og það hljómar. Þar gat ég aðeins komið á óvart og varnarmennirnir þekktu mig ekki. Á Íslandi þekkja mig allir út og inn sem leikmann,“ sagði Gary í viðtali í Akraborginni á X977 í gær. „Á þessum þremur mánuðum í Noregi áttaði ég mig samt á hversu mikið ég saknaði Íslands. Sama hvað gerist þá mun ég reyna að taka bestu ákvörðunina fyrir mig og konuna. Ég er 26 ára og þarf að gera það rétta í stöðunni. Ég er ekkert að flýta mér.“Gary Martin spilaði vel með Lilleström.mynd/lsk.noLaunalækkun Launin í íslenska boltanum hafa hækkað mikið á síðustu árum og viðurkennir Gary fúslega það sem margir hafa haldið fram: Hann fékk minna borgað í Noregi en hjá Víkingi sem hafnaði í 7. sæti Pepsi-deildarinnar. „Þannig er þetta bara. Ég tók á mig launalækkun til að fara til Noregs og það frekar stóra. Fjármálin eru ekki í góðum málum í Noregi en deildin er vissulega stærri, þar eru fleiri áhorfendur og leikmennirnir í betra formi. Það snýst ekki allt um peninga,“ segir Gary. „Launin eru betri á Íslandi. Íslenska deildin er að styrkjast og með breyttu efnahagsástandi á Englandi eftir að Bretland yfirgaf Evrópusambandið er miklu betra fyrir mig að vera á Íslandi. Ég þarf núna að taka rétta ákvörðun því þetta snýst ekki bara um mig.“ „Þegar ég hætti í fótbolta mun ég líklega búa á Íslandi. Þetta er heimilið mitt í dag. Ísland hefur verið mér frábært þannig ég mun ekki snúa baki við því án þess að hugsa mig um,“ segir Gary.Gary Martin spilaði fyrir Rúnar Kristinsson hjá KR og Lilleström. Er Lokeren næst?vísir/andri marinóÝmislegt í boði Lilleström vill halda Gary hjá félaginu og þá ætlar Lokeren að gera tilboð í enska framherjann eins og Vísir greindi frá í gær. Gary er búinn að tala við Rúnar Kristinsson, þjálfara Lokeren en þeir unnu saman hjá KR og Lilleström. „Víkingar sögðu mér á laugardaginn frá liðum sem eru búin að hafa samband. Víkingarnir hafa verið mjög heiðarlegir við mig í þessu ferli og í raun alveg frá því ég gekk í raðir félagsins. Ég get ekki sagt eitt slæmt orð um Víking,“ segir Gary sem getur ekki hafið leik með nýju liði fyrr en í janúar þar sem hann er búinn að spila fyrir þrjú lið á árinu. Hann segir engin formleg tilboð hafa borist í sig. „Lokeren væri frábær möguleiki fyrir mig. Ég talaði við Rúnar á þriðjudaginn þar sem við áttum samtal um þetta en ekkert meira en það. Ég var bara að þakka honum fyrir að gefa mér tækifæri hjá Lilleström. Rúnar þarf að hugsa um sig og sitt lið núna en ég reyni bara að halda mér í formi ef ég fæ eitthvað tækifæri í janúar.“ FH og Valur eru sögð virkilega áhugasöm um að fá Gary til liðs við sig og enski framherjinn virðist töluvert spenntari fyrir að spila með þeim í Pepsi-deildinni en Víkingi. „FH og Valur eru bæði frábær lið. Eftir að spila með Lilleström vill maður fara að keppa um titla. Ég átti samtal við Víkinga og þeir voru mjög heiðarlegir við mig í þessu. Ef ég fæ tækifærti til að fara til FH eða Vals verður erfitt fyrir mig að segja nei,“ segir Gary Martin.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lokeren ætlar að bjóða í Gary Martin Enski markahrókurinn eftirsóttur en ólíklegt er að hann spili með Víkingi í Pepsi-deildinni á næsta ári. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Lokeren ætlar að bjóða í Gary Martin Enski markahrókurinn eftirsóttur en ólíklegt er að hann spili með Víkingi í Pepsi-deildinni á næsta ári. 9. nóvember 2016 12:30
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn