Tveggja alda afmæli bókmenntafélags fagnað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 13:00 Egill er lærður setjari og starfar meðal annars sem umbrotsmaður. Hann situr jafnan aðalfundi Hins íslenska bókmenntafélags. Vísir/Eyþór Árnason Reykjavíkurborg efndi til dagskrár í Ráðhúsinu í tilefni 200 afmælis Hins íslenska bókmenntafélags um liðna helgi. „?Þetta var virkilega falleg stund,?“ segir Egill Baldursson, einn félagsmanna. „?Það voru leiklesnir þættir úr sögu félagsins og tónlistaratriði á milli. Kristinn Sigmundsson söng til dæmis lög frá 1816. Það var glæsilegt,“? lýsir hann. Eitt af því sem fagnað var á afmælisfundinum var útgáfa ellefta og síðasta bindis Sögu Íslands. „?Það verkefni hefur staðið frá þjóðhátíðarárinu 1974 og er mikið afrek,“? segir Egill og getur þess að Sigurður Líndal prófessor og Pétur Hrafn Árnason sagnfræðingur séu ritstjórar þessa bindis en Sigurður hafi stýrt útgáfunni frá upphafi. Bókmenntafélagið var stofnað að undirlagi málfræðingsins Rasmusar Kristjáns Rask sem taldi að íslensk tunga myndi líða undir lok að 200 árum liðnum ef ekkert yrði að gert. Þetta var árið 1816. Egill telur það meðal annars félaginu að þakka hversu gott mál við tölum enn í dag og vitnar þar til orða Þorkels Jóhannessonar prófessors, í Sögu Íslendinga VII, um að gagnger umskipti hafi orðið á viðhorfi fólks til íslenskrar tungu við stofnun félagsins. Þó telur Egill enn vá fyrir dyrum vegna enskunnar sem flæðir gegnum netið. „?Þegar krakkar niður í fimm ára, jafnvel yngri, nota spjaldtölvur sem tala við þau á ensku og fólk les nýútkomnar erlendar bækur á netinu þá er íslenskunni hætt,“? segir hann. ?„En það má sporna við þessu með því að leggja fé í þýðingar á forritum svo tölvan skilji og tali íslensku.?“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Reykjavíkurborg efndi til dagskrár í Ráðhúsinu í tilefni 200 afmælis Hins íslenska bókmenntafélags um liðna helgi. „?Þetta var virkilega falleg stund,?“ segir Egill Baldursson, einn félagsmanna. „?Það voru leiklesnir þættir úr sögu félagsins og tónlistaratriði á milli. Kristinn Sigmundsson söng til dæmis lög frá 1816. Það var glæsilegt,“? lýsir hann. Eitt af því sem fagnað var á afmælisfundinum var útgáfa ellefta og síðasta bindis Sögu Íslands. „?Það verkefni hefur staðið frá þjóðhátíðarárinu 1974 og er mikið afrek,“? segir Egill og getur þess að Sigurður Líndal prófessor og Pétur Hrafn Árnason sagnfræðingur séu ritstjórar þessa bindis en Sigurður hafi stýrt útgáfunni frá upphafi. Bókmenntafélagið var stofnað að undirlagi málfræðingsins Rasmusar Kristjáns Rask sem taldi að íslensk tunga myndi líða undir lok að 200 árum liðnum ef ekkert yrði að gert. Þetta var árið 1816. Egill telur það meðal annars félaginu að þakka hversu gott mál við tölum enn í dag og vitnar þar til orða Þorkels Jóhannessonar prófessors, í Sögu Íslendinga VII, um að gagnger umskipti hafi orðið á viðhorfi fólks til íslenskrar tungu við stofnun félagsins. Þó telur Egill enn vá fyrir dyrum vegna enskunnar sem flæðir gegnum netið. „?Þegar krakkar niður í fimm ára, jafnvel yngri, nota spjaldtölvur sem tala við þau á ensku og fólk les nýútkomnar erlendar bækur á netinu þá er íslenskunni hætt,“? segir hann. ?„En það má sporna við þessu með því að leggja fé í þýðingar á forritum svo tölvan skilji og tali íslensku.?“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira