Ívar kom Ungverjum mikið á óvart en á hann ás upp í erminni fyrir kvöldið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 16:00 Ívar Ásgrímsson. Mynd/S2/Böddi Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar í kvöld sjötta og síðasta leik sinn í undankeppni EM 2017. Landsliðsþjálfarinn Ívar Ásgrímsson hefur nánast þurft að setja saman nýtt lið vegna allar forfallanna. „Við þurfum að laga nokkra hluti. Sérstaklega þurfum við að passa upp á boltann. Við vorum með 33 tapaða bolta úti. Það er hluti sem við þurfum að laga því það er ljóst að ef við töpum mörgum boltum þá verður þetta mjög erfitt,“ sagði Ívar Ásgrímsson, eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær. „Við þurfum líka að fá einhvern til að taka af skarið sóknarlega og skora fyrir okkur. Okkur vantar einhvern sem getur skorað 20 stig. Það var erfitt á móti Slóvökum því þær voru það stórar að þær gátu rekið mikið niður og við áttum í erfiðleikum með að fara inn í teig,“ sagði Ívar Ásgrímsson „Portúgalar eru líka með stóra leikmenn en ekki með alveg eins stóra og Slóvakarnir. Þetta verður því aðeins auðveldara þannig séð,“ sagði Ívar. „Við höfum verið að fara yfir ýmsa hluti sem við höfum ekki verið að nota áður í keppninni. Við ætlum að reyna að koma aðeins á óvart í þessu leik. Við erum búin að vera að einbeita okkur að þessum leik við Portúgal og það hefur kannski háð okkur líka í Slóvakíu og að við höfum verið að einbeita okkur dálítið mikið að Portúgölum,“ sagði Ívar „Við vissum að þetta yrði mjög erfitt í Slóvakíu. Þetta var kannski fullstórt tap en um leið var þetta reynsla og kjaftshögg. Það vilja allir í liðinu gera miklu betur og sýna sitt rétta andlit ,“ sagði Ívar. Hann setti Helenu Sverrisdóttur inn í teig fyrir sigurleikinn á móti Ungverjalandi í febrúar. Íslenska liðið byrjaði þá frábærlega og virtist koma ungverska liðinu mikið á óvart. „Það kom Ungverjum á óvart og þær náðu aldrei að koma til baka eftir það. Við höfum ekki þessi vopn í sókninni núna eins og við vorum með. Á móti kemur að við erum með fljóta leikmenn sem eiga að geta spilað grimmt. Við ætlum að reyna að nýta okkur það í byrjun og reyna að koma Portúgölum á óvart strax í byrjun,“ sagði Ívar. Hvað myndi það þýða fyrir íslenska liðið að ná þriðja sætinu í riðlinum? „Það gæfi öllum sjálfstraust og trú á það verkefni sem við erum með í gangi. Aðalmálið er að við náum góðum leik og náum að spila góðan bolta. Við þurfum að sýna að við séum að læra og að þróa okkar leik,“ sagði Ívar. Það vantar marga reynslubolta og nú síðast datt Pálína Gunnlaugsdóttir út vegna meiðsla. „Pálína er baráttujaxl og mikill leiðtogi inn á velli. Hún hitti líka vel fyrir utan. Auðvitað veikir það liðið því enn einn byrjunarliðsmaðurinn er að detta út. Það má segja að við höfum bara tvo eftir af þeim hafa verið að spila eitthvað. Það koma nýjar í staðinn og þetta er bara eitthvað sem er í gangi hjá öllum liðum. Það er alltaf einhver að detta út. Við þurfum bara að vinna úr því,“ sagði Ívar. Leikur Íslands og Portúgals fer fram í Laugardalshöllinni og hefst klukkan 19.30 í kvöld. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar í kvöld sjötta og síðasta leik sinn í undankeppni EM 2017. Landsliðsþjálfarinn Ívar Ásgrímsson hefur nánast þurft að setja saman nýtt lið vegna allar forfallanna. „Við þurfum að laga nokkra hluti. Sérstaklega þurfum við að passa upp á boltann. Við vorum með 33 tapaða bolta úti. Það er hluti sem við þurfum að laga því það er ljóst að ef við töpum mörgum boltum þá verður þetta mjög erfitt,“ sagði Ívar Ásgrímsson, eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær. „Við þurfum líka að fá einhvern til að taka af skarið sóknarlega og skora fyrir okkur. Okkur vantar einhvern sem getur skorað 20 stig. Það var erfitt á móti Slóvökum því þær voru það stórar að þær gátu rekið mikið niður og við áttum í erfiðleikum með að fara inn í teig,“ sagði Ívar Ásgrímsson „Portúgalar eru líka með stóra leikmenn en ekki með alveg eins stóra og Slóvakarnir. Þetta verður því aðeins auðveldara þannig séð,“ sagði Ívar. „Við höfum verið að fara yfir ýmsa hluti sem við höfum ekki verið að nota áður í keppninni. Við ætlum að reyna að koma aðeins á óvart í þessu leik. Við erum búin að vera að einbeita okkur að þessum leik við Portúgal og það hefur kannski háð okkur líka í Slóvakíu og að við höfum verið að einbeita okkur dálítið mikið að Portúgölum,“ sagði Ívar „Við vissum að þetta yrði mjög erfitt í Slóvakíu. Þetta var kannski fullstórt tap en um leið var þetta reynsla og kjaftshögg. Það vilja allir í liðinu gera miklu betur og sýna sitt rétta andlit ,“ sagði Ívar. Hann setti Helenu Sverrisdóttur inn í teig fyrir sigurleikinn á móti Ungverjalandi í febrúar. Íslenska liðið byrjaði þá frábærlega og virtist koma ungverska liðinu mikið á óvart. „Það kom Ungverjum á óvart og þær náðu aldrei að koma til baka eftir það. Við höfum ekki þessi vopn í sókninni núna eins og við vorum með. Á móti kemur að við erum með fljóta leikmenn sem eiga að geta spilað grimmt. Við ætlum að reyna að nýta okkur það í byrjun og reyna að koma Portúgölum á óvart strax í byrjun,“ sagði Ívar. Hvað myndi það þýða fyrir íslenska liðið að ná þriðja sætinu í riðlinum? „Það gæfi öllum sjálfstraust og trú á það verkefni sem við erum með í gangi. Aðalmálið er að við náum góðum leik og náum að spila góðan bolta. Við þurfum að sýna að við séum að læra og að þróa okkar leik,“ sagði Ívar. Það vantar marga reynslubolta og nú síðast datt Pálína Gunnlaugsdóttir út vegna meiðsla. „Pálína er baráttujaxl og mikill leiðtogi inn á velli. Hún hitti líka vel fyrir utan. Auðvitað veikir það liðið því enn einn byrjunarliðsmaðurinn er að detta út. Það má segja að við höfum bara tvo eftir af þeim hafa verið að spila eitthvað. Það koma nýjar í staðinn og þetta er bara eitthvað sem er í gangi hjá öllum liðum. Það er alltaf einhver að detta út. Við þurfum bara að vinna úr því,“ sagði Ívar. Leikur Íslands og Portúgals fer fram í Laugardalshöllinni og hefst klukkan 19.30 í kvöld.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira