NBA: Átta sigrar í röð hjá Golden State | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2016 07:09 Kevin Durant, Klay Thompson og Steph Curry. Vísir/Getty Golden State Warriors lítur betur út með hverjum leik, San Antonio Spurs landaði sjötta sigrinum í röð og Los Angeles Clippers hefur nú unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta. Fullt af leikjum fóru fram í nótt.Klay Thompson skoraði 25 stig á 26 mínútum og Stephen Curry bætti við 22 stigum þegar Golden State Warriors vann auðveldan 37 stiga sigur á Indiana Pacers, 120-83. Steve Kerr, þjálfari Golden State, hvíldi alla byrjunarliðsmenn sína í fjórða leikhlutanum. Golden State Warriors hefur nú unnið átta leiki í röð og alls 12 af 14 leikjum sínum á leiktíðinni. Kevin Durant var með 14 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Ein flottasta tölfræðin í sigurgöngunni er að Golden State liðið er búið að gefa að minnsta kosti 30 stoðsendingar í öllum átta leikjunum. Það munaði mikið um það fyrir Indiana að Paul George, Myles Turner og C.J. Miles voru allir frá vegna meiðsla. Rodney Stuckey skoraði mest fyrir Pacers eða 21 stig.Kawhi Leonard skoraði 24 stig þegar San Antonio Spurs vann 96-91 sigur á Dallas Mavericks. Þetta var sjötti sigur Spurs-liðsins í röð. Pau Gasol var með 16 stig og 8 fráköst og Patty Mills kom með 17 stig inn af bekknum.. Seth Curry, bróðir Steph Curry, skoraði 23 stig fyrir Dallas eða meira en bróðir sinn þetta kvöld. Það dugði þó ekki til sigurs og Dallas hefur nú tapað 11 af fyrstu 13 leikjum sínum. Þetta er versta byrjun Dallas frá 1993-94 tímabilinu. Gregg Popovich gat leyft sér að hvíla bæði LaMarcus Aldridge og Tony Parkerí leiknum.Chris Paul var með 26 stig og 12 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann átta stiga sigur á Toronto Raptors 123-115 en þetta var tíundi sigur liðsins í ellefu leikjum. Blake Griffin var einnig með 26 stig auk 7 frákasta og 7 stoðsendinga. JJ Reddick skoraði líka 20 stig fyrir Clippers-liðið og það úr aðeins 7 skotum. Hann nýtti öll níu vítin sín. Deandre Jordan var með 17 stig og 15 fráköst. Kyle Lowry var með 27 stig fyrir Toronto og Demar DeRozan skoraði 25 stig. Þeir voru báðir með 7 stoðsendingar í leiknum.Giannis Antetokounmpo var með þrennu fyrir Milwaukee Bucks í 93-89 sigri á Orlando Magic. Antetokounmpo endaði með 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar auk þess að stela fimm boltum og verja þrjú skot. Jabari Parker skoraði 22 stig fyrir Milwaukee en Serge Ibaka var stighæstur hjá Orlando með 21 stig.James Harden var með 28 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Houston Rockets vann 99-96 útisigur á Detroit Pistons. Clint Capela bætti við 15 stigum og 12 fráköstum í þessum þriðja sigri Houston Rockets í röð.Isaiah Thomas skoraði 29 stig í endurkomusigri Boston Celtics á móti Minnesota Timberwolves, 99-93. Boston-liðið var þrettán stigum undir fyrir fjórða leikhlutann en byrjaði lokaleikhlutann á 17-0 spretti. Al Horford bætti við 20 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 18 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves.Mike Conley skoraði 31 stig þegar Memphis Grizzlies vann 105-90 útisigur á Charlotte Hornets og Marc Gasol gældi við þrennuna með 13 stigum. 9 stoðsendingum og 8 fráköstum. Frank Kaminsky skoraði 23 stig fyrir Charlotte.Joel Embiid var með 22 stig fyrir Philadelphia 76ers í 101-94 heimasigri á Miami Heat en Sixers-liðið hefur nú unnið fjóra heimaleiki í röð og er allt að koma til. Hassan Whiteside skoraði 32 stig fyrir Miami en það dugði skammt.Bradley Beal fylgdi eftir 34 stiga leik á móti Miami á laugardaginn með því að skora 42 stig fyrir Washington Wizards í fimm stiga sigri á Phoenix Suns, 106-101.Úrslit úr öllum leikjum næturinnar í NBA: San Antonio Spurs - Dallas Mavericks 96-91 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 93-89 Minnesota Timberwolves - Boston Celtics 93-99 Detroit Pistons - Houston Rockets 96-99 Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 90-105 Indiana Pacers - Golden State Warriors 83-120 Philadelphia 76ers - Miami Heat 101-94 Washington Wizards - Phoenix Suns 106-101 Los Angeles Clippers- Toronto Raptors 123-115 NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Golden State Warriors lítur betur út með hverjum leik, San Antonio Spurs landaði sjötta sigrinum í röð og Los Angeles Clippers hefur nú unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta. Fullt af leikjum fóru fram í nótt.Klay Thompson skoraði 25 stig á 26 mínútum og Stephen Curry bætti við 22 stigum þegar Golden State Warriors vann auðveldan 37 stiga sigur á Indiana Pacers, 120-83. Steve Kerr, þjálfari Golden State, hvíldi alla byrjunarliðsmenn sína í fjórða leikhlutanum. Golden State Warriors hefur nú unnið átta leiki í röð og alls 12 af 14 leikjum sínum á leiktíðinni. Kevin Durant var með 14 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Ein flottasta tölfræðin í sigurgöngunni er að Golden State liðið er búið að gefa að minnsta kosti 30 stoðsendingar í öllum átta leikjunum. Það munaði mikið um það fyrir Indiana að Paul George, Myles Turner og C.J. Miles voru allir frá vegna meiðsla. Rodney Stuckey skoraði mest fyrir Pacers eða 21 stig.Kawhi Leonard skoraði 24 stig þegar San Antonio Spurs vann 96-91 sigur á Dallas Mavericks. Þetta var sjötti sigur Spurs-liðsins í röð. Pau Gasol var með 16 stig og 8 fráköst og Patty Mills kom með 17 stig inn af bekknum.. Seth Curry, bróðir Steph Curry, skoraði 23 stig fyrir Dallas eða meira en bróðir sinn þetta kvöld. Það dugði þó ekki til sigurs og Dallas hefur nú tapað 11 af fyrstu 13 leikjum sínum. Þetta er versta byrjun Dallas frá 1993-94 tímabilinu. Gregg Popovich gat leyft sér að hvíla bæði LaMarcus Aldridge og Tony Parkerí leiknum.Chris Paul var með 26 stig og 12 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann átta stiga sigur á Toronto Raptors 123-115 en þetta var tíundi sigur liðsins í ellefu leikjum. Blake Griffin var einnig með 26 stig auk 7 frákasta og 7 stoðsendinga. JJ Reddick skoraði líka 20 stig fyrir Clippers-liðið og það úr aðeins 7 skotum. Hann nýtti öll níu vítin sín. Deandre Jordan var með 17 stig og 15 fráköst. Kyle Lowry var með 27 stig fyrir Toronto og Demar DeRozan skoraði 25 stig. Þeir voru báðir með 7 stoðsendingar í leiknum.Giannis Antetokounmpo var með þrennu fyrir Milwaukee Bucks í 93-89 sigri á Orlando Magic. Antetokounmpo endaði með 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar auk þess að stela fimm boltum og verja þrjú skot. Jabari Parker skoraði 22 stig fyrir Milwaukee en Serge Ibaka var stighæstur hjá Orlando með 21 stig.James Harden var með 28 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Houston Rockets vann 99-96 útisigur á Detroit Pistons. Clint Capela bætti við 15 stigum og 12 fráköstum í þessum þriðja sigri Houston Rockets í röð.Isaiah Thomas skoraði 29 stig í endurkomusigri Boston Celtics á móti Minnesota Timberwolves, 99-93. Boston-liðið var þrettán stigum undir fyrir fjórða leikhlutann en byrjaði lokaleikhlutann á 17-0 spretti. Al Horford bætti við 20 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 18 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves.Mike Conley skoraði 31 stig þegar Memphis Grizzlies vann 105-90 útisigur á Charlotte Hornets og Marc Gasol gældi við þrennuna með 13 stigum. 9 stoðsendingum og 8 fráköstum. Frank Kaminsky skoraði 23 stig fyrir Charlotte.Joel Embiid var með 22 stig fyrir Philadelphia 76ers í 101-94 heimasigri á Miami Heat en Sixers-liðið hefur nú unnið fjóra heimaleiki í röð og er allt að koma til. Hassan Whiteside skoraði 32 stig fyrir Miami en það dugði skammt.Bradley Beal fylgdi eftir 34 stiga leik á móti Miami á laugardaginn með því að skora 42 stig fyrir Washington Wizards í fimm stiga sigri á Phoenix Suns, 106-101.Úrslit úr öllum leikjum næturinnar í NBA: San Antonio Spurs - Dallas Mavericks 96-91 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 93-89 Minnesota Timberwolves - Boston Celtics 93-99 Detroit Pistons - Houston Rockets 96-99 Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 90-105 Indiana Pacers - Golden State Warriors 83-120 Philadelphia 76ers - Miami Heat 101-94 Washington Wizards - Phoenix Suns 106-101 Los Angeles Clippers- Toronto Raptors 123-115
NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira