Misráðnar umbætur - Opið bréf til borgarstjóra Grasrót kennara skrifar 21. nóvember 2016 06:30 Opið bréf til Dags B. Eggertssonar, Reykjavík, 20. nóvember 2016 Ágæti Dagur. Í vikupósti þínum þann 18. nóvember víkur þú máli þínu að ástandinu í grunnskólunum enda ekki auðvelt að komast hjá því eftir atburði liðinnar viku. Við fögnum því að þér sé ljóst hversu alvarleg staðan er, en jafnframt vekja eftirfarandi orð þín okkur nokkrar áhyggjur: „Ég legg áherslu á að nýr samningur verði liður í heildstæðri umbótaáætlun sem mótuð verði í samstarfi við kennara og annað fagfólk skólasamfélagsins, auk þess að bæta kjörin.“ Okkur langar að benda þér á að það er ekki hluti af kjörum kennara eða samningum þeirra að vinna að „heildstæðri umbótaáætlun“ fyrir skólana. Ein af ástæðunum fyrir því að staðan er komin í þann hnút sem raun ber vitni er að allt of oft hafa svokallaðar umbætur og/eða skipulagsbreytingar í skólunum verið fléttaðar saman við kjör kennara. Oftar en ekki hafa þessar skipulagsbreytingar verið illa hugsaðar og misráðnar, auk þess sem upptök þeirra virðast oftast liggja hjá samninganefnd sveitarfélaganna, en í gegnum tíðina hefur það virst aðaláhersla nefndarinnar þegar störf kennara og kjör eru annars vegar að troða skólastarfinu í Excel-skjalið sitt og láta kennara svo í raun greiða fyrir umbæturnar með meiri vinnu og smánarlegum launahækkunum sem oftast eru keyptar dýru verði af okkur kennurum sjálfum. Það að blanda „heildstæðri umbótaáætlun“ inn í þær viðræður sem nú eru í gangi er í besta falli misráðið og mjög líklega það sem mun koma í veg fyrir að samningar náist, ef áherslur samninganefndar sveitarfélaga liggja þar, enn eina ferðina. Öll börn eiga rétt á sömu menntun óháð efnahag og öðrum aðstæðum foreldra sinna, við getum öll verið sammála um það. En það er mikill munur á því hvort öll börn eigi rétt á „góðri menntun“ eða hvort alltaf eigi að miða við lægsta samnefnara þannig að enginn fái það sem er gott. Þið sem berið ábyrgð á skólunum verðið að átta ykkur á því að kennarar ætla ekki lengur að bera bæði ábyrgðina og kostnaðinn af því að dæmið gangi upp. Við munum aldrei aftur samþykkja breytingar á samningum sem eru gerðar í því skyni að þið fáið sem mest fyrir sem minnst eða jafnvel allt fyrir ekkert. Sá tími er endanlega liðinn. Kennarar hafa sýnt mikið langlundargeð en núna er það á þrotum. Við vitum ekki hvað er að gerast hjá samninganefndunum en innlegg þitt um „heildstæða umbótaáætlun“ er ekki til að vekja hjá okkur bjartsýni. Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækkanir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær. Þú ert einn af þeim sem bera ábyrgð á því að það gerist. Enn er hugsanlega hægt að bæta þann skaða sem þegar er skeður en eftir þessa lotu er ekki víst að það verði lengur hægt. Á það að gerast á þinni vakt?Fyrir hönd grasrótar kennara,Ágúst Tómasson, VogaskólaÁsthildur Lóa Þórsdóttir, ÁrbæjarskólaBjarni Þórður Halldórsson, KlettaskólaEdda Sigrún Guðmundsdóttir, SelásskólaErla Karlsdóttir, ÁrbæjarskólaHlíf Magnúsdóttir, SelásskólaJóhanna Kristín Óskarsdóttir, SelásskólaRannveig Þorvaldsdóttir, ÁrbæjarskólaÞorgerður L. Diðriksdóttir, Grandaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Dags B. Eggertssonar, Reykjavík, 20. nóvember 2016 Ágæti Dagur. Í vikupósti þínum þann 18. nóvember víkur þú máli þínu að ástandinu í grunnskólunum enda ekki auðvelt að komast hjá því eftir atburði liðinnar viku. Við fögnum því að þér sé ljóst hversu alvarleg staðan er, en jafnframt vekja eftirfarandi orð þín okkur nokkrar áhyggjur: „Ég legg áherslu á að nýr samningur verði liður í heildstæðri umbótaáætlun sem mótuð verði í samstarfi við kennara og annað fagfólk skólasamfélagsins, auk þess að bæta kjörin.“ Okkur langar að benda þér á að það er ekki hluti af kjörum kennara eða samningum þeirra að vinna að „heildstæðri umbótaáætlun“ fyrir skólana. Ein af ástæðunum fyrir því að staðan er komin í þann hnút sem raun ber vitni er að allt of oft hafa svokallaðar umbætur og/eða skipulagsbreytingar í skólunum verið fléttaðar saman við kjör kennara. Oftar en ekki hafa þessar skipulagsbreytingar verið illa hugsaðar og misráðnar, auk þess sem upptök þeirra virðast oftast liggja hjá samninganefnd sveitarfélaganna, en í gegnum tíðina hefur það virst aðaláhersla nefndarinnar þegar störf kennara og kjör eru annars vegar að troða skólastarfinu í Excel-skjalið sitt og láta kennara svo í raun greiða fyrir umbæturnar með meiri vinnu og smánarlegum launahækkunum sem oftast eru keyptar dýru verði af okkur kennurum sjálfum. Það að blanda „heildstæðri umbótaáætlun“ inn í þær viðræður sem nú eru í gangi er í besta falli misráðið og mjög líklega það sem mun koma í veg fyrir að samningar náist, ef áherslur samninganefndar sveitarfélaga liggja þar, enn eina ferðina. Öll börn eiga rétt á sömu menntun óháð efnahag og öðrum aðstæðum foreldra sinna, við getum öll verið sammála um það. En það er mikill munur á því hvort öll börn eigi rétt á „góðri menntun“ eða hvort alltaf eigi að miða við lægsta samnefnara þannig að enginn fái það sem er gott. Þið sem berið ábyrgð á skólunum verðið að átta ykkur á því að kennarar ætla ekki lengur að bera bæði ábyrgðina og kostnaðinn af því að dæmið gangi upp. Við munum aldrei aftur samþykkja breytingar á samningum sem eru gerðar í því skyni að þið fáið sem mest fyrir sem minnst eða jafnvel allt fyrir ekkert. Sá tími er endanlega liðinn. Kennarar hafa sýnt mikið langlundargeð en núna er það á þrotum. Við vitum ekki hvað er að gerast hjá samninganefndunum en innlegg þitt um „heildstæða umbótaáætlun“ er ekki til að vekja hjá okkur bjartsýni. Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækkanir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær. Þú ert einn af þeim sem bera ábyrgð á því að það gerist. Enn er hugsanlega hægt að bæta þann skaða sem þegar er skeður en eftir þessa lotu er ekki víst að það verði lengur hægt. Á það að gerast á þinni vakt?Fyrir hönd grasrótar kennara,Ágúst Tómasson, VogaskólaÁsthildur Lóa Þórsdóttir, ÁrbæjarskólaBjarni Þórður Halldórsson, KlettaskólaEdda Sigrún Guðmundsdóttir, SelásskólaErla Karlsdóttir, ÁrbæjarskólaHlíf Magnúsdóttir, SelásskólaJóhanna Kristín Óskarsdóttir, SelásskólaRannveig Þorvaldsdóttir, ÁrbæjarskólaÞorgerður L. Diðriksdóttir, Grandaskóla
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun