Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. apríl 2025 07:30 „Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir.“ Með þessum orðum lauk grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkiráðherra og formann Viðreisnar, sem birtist á Vísi í gær. Taka má fyllilega undir þau orð og um leið er ástæða til þess að velta því fyrir sér hvers vegna hún og flokkur hennar vilji þá að Ísland verði hluti tollabandalags. Fleira er reyndar í þessum sama dúr. Viðreisn hefur á liðnum árum ítrekað og réttilega gagnrýnt of mikið umfang hins opinbera hér á landi. Hins vegar vill flokkurinn á sama tíma ganga í Evrópusambandið sem gerði meðal annars athugasemd við það í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið á sínum tíma að stjórnsýslan hér væri of lítil til þess að ráða við þær skuldbindingar sem fylgdu veru innan þess. Tollabandalög, eins og Evrópusambandið, eru í eðli sínu andstæðan við frjáls milliríkjaviðskipti enda snúast þau einkum um að verja framleiðslu innan þeirra fyrir ytri samkeppni. Þannig er sambandið í raun náskyldur ættingi íslenzka landbúnaðarkerfisins sem Viðreisn hefur oft gagnrýnt. Fyrir utan það að verndarhyggja Evrópusambandsins nær ekki einungis til landbúnaðarvara. Það fer fyrir vikið afar illa saman að tala bæði fyrir frjálsum viðskiptum og inngöngu í sambandið. Fram kemur enn fremur grein í Þorgerðar að óskynsamlegt sé að mæta tollahækkunum með frekari tollahækkunum eins og gert hafi verið í aðdraganda heimskreppunnar á sínum tíma og einungis gert slæmt ástand miklu verra. Vitnar hún í brezka hagfræðingurinn Joan Robinson sem af því tilefni benti á að slíkt væri álíka skynsamlegt og að fylla eigin hafnir af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar. Það bitnaði verst á þeim ríkjum sem beittu tollum. Forystumenn Evrópusambandsins hafa lýst því yfir að þeir ætli að svara tollum stjórnvalda í Bandaríkjunum með eigin tollum. Væri Ísland innan sambandsins þyrftum við að taka þátt í þeim viðbrögðum. Viðbrögðum sem Þorgerður telur réttilega óskynsamleg. Við hefðum ekkert val í þeim efnum. Til þess að taka slíkar ákvarðanir þarf ekki einróma samþykki ríkja sambandsins í ráðherraráði þess og vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins. Vegna þess að við erum ekki innan Evrópusambandsins getum við tekið sjáfstæðar ákvarðanir í þessum efnum út frá okkar hagsmunum og aðstæðum. Vonandi eru skrif Þorgerðar til marks um það að íslenzk stjórnvöld hafi ekki í hyggju að taka þátt í gagnaðgerðum sambandsins og hækka tolla á Bandaríkin. Það væri það versta sem Ísland gæti gert og myndi fyrst og fremst bitna á okkur sjálfum. Við höfum valdið til þess að forðast það sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
„Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir.“ Með þessum orðum lauk grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkiráðherra og formann Viðreisnar, sem birtist á Vísi í gær. Taka má fyllilega undir þau orð og um leið er ástæða til þess að velta því fyrir sér hvers vegna hún og flokkur hennar vilji þá að Ísland verði hluti tollabandalags. Fleira er reyndar í þessum sama dúr. Viðreisn hefur á liðnum árum ítrekað og réttilega gagnrýnt of mikið umfang hins opinbera hér á landi. Hins vegar vill flokkurinn á sama tíma ganga í Evrópusambandið sem gerði meðal annars athugasemd við það í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið á sínum tíma að stjórnsýslan hér væri of lítil til þess að ráða við þær skuldbindingar sem fylgdu veru innan þess. Tollabandalög, eins og Evrópusambandið, eru í eðli sínu andstæðan við frjáls milliríkjaviðskipti enda snúast þau einkum um að verja framleiðslu innan þeirra fyrir ytri samkeppni. Þannig er sambandið í raun náskyldur ættingi íslenzka landbúnaðarkerfisins sem Viðreisn hefur oft gagnrýnt. Fyrir utan það að verndarhyggja Evrópusambandsins nær ekki einungis til landbúnaðarvara. Það fer fyrir vikið afar illa saman að tala bæði fyrir frjálsum viðskiptum og inngöngu í sambandið. Fram kemur enn fremur grein í Þorgerðar að óskynsamlegt sé að mæta tollahækkunum með frekari tollahækkunum eins og gert hafi verið í aðdraganda heimskreppunnar á sínum tíma og einungis gert slæmt ástand miklu verra. Vitnar hún í brezka hagfræðingurinn Joan Robinson sem af því tilefni benti á að slíkt væri álíka skynsamlegt og að fylla eigin hafnir af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar. Það bitnaði verst á þeim ríkjum sem beittu tollum. Forystumenn Evrópusambandsins hafa lýst því yfir að þeir ætli að svara tollum stjórnvalda í Bandaríkjunum með eigin tollum. Væri Ísland innan sambandsins þyrftum við að taka þátt í þeim viðbrögðum. Viðbrögðum sem Þorgerður telur réttilega óskynsamleg. Við hefðum ekkert val í þeim efnum. Til þess að taka slíkar ákvarðanir þarf ekki einróma samþykki ríkja sambandsins í ráðherraráði þess og vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins. Vegna þess að við erum ekki innan Evrópusambandsins getum við tekið sjáfstæðar ákvarðanir í þessum efnum út frá okkar hagsmunum og aðstæðum. Vonandi eru skrif Þorgerðar til marks um það að íslenzk stjórnvöld hafi ekki í hyggju að taka þátt í gagnaðgerðum sambandsins og hækka tolla á Bandaríkin. Það væri það versta sem Ísland gæti gert og myndi fyrst og fremst bitna á okkur sjálfum. Við höfum valdið til þess að forðast það sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar