Þegar líður að jólum – Hugleiðing í skammdeginu Sigríður Ásta Olgeirsdóttir skrifar 9. desember 2016 00:00 Um þessar mundir er jólaundirbúningurinn í fullum gangi á flestum íslenskum heimilum. Annar sunnudagur í aðventu liðinn og sá þriðji rétt handan við hornið. Æ fleiri jólaseríum er stungið í samband og margir farnir að huga að jólasteikinni. Börnin föndra jólaskraut í skólanum og innan skamms kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. En hvað eru þessi jól og til hvers höldum við upp á þau? Við höldum upp á jólin í svartasta skammdeginu, þegar sólin og sumarið er eins langt frá okkur og það getur orðið. Í heiðnum sið héldu menn stórar jólaveislur með mat og drykk og voru þær hugsaðar til að létta biðina eftir vori og lífga sálaryl. Ekki svo vitlaust. Þegar ég var barn héldum við upp á jólin til að fagna fæðingu frelsarans. Það er svolítið tabú viðhorf í íslensku samfélagi í dag. Skólarnir eiga helst að sleppa því að fara með börnin í kirkju fyrir jólin þar sem við erum jú mistrúuð og í hinum ýmsu trúfélögum. En hvað gerist þegar við förum í kirkju? Margir upplifa sérstakt andrúmsloft sem gæti stafað af því að í kirkjum er yfirleitt hátt til lofts og vítt til veggja enda hannaðar með ákveðið hlutverk í huga. Aðrir heillast af arkitektúrnum. Enn öðrum finnst gaman að syngja og ganga þess vegna í kirkjukórinn. Svo eru aðrir sem fara í kirkju til að fá tækifæri til að ræða við hinn heilaga anda. Það er kannski bara svolítið ævintýri að fá að koma inn í kirkju. Hvað gerum við þegar við förum til útlanda? Við förum meðal annars að skoða kirkjurnar og trúarhofin sama hverrar trúar við erum því það er eitthvað við þessar byggingar sem heillar okkur hvort sem það er skrautið, stóru rýmin, athafnirnar eða hvað sem er annað. Við skiptum hins vegar fæst snarlega um trú við eina heimsókn í kirkju eða annars konar trúarhof.Hollt að læra um sem flest trúarbrögð Trúin er yfirleitt eitthvað sem við fáum með uppeldinu og finnum svo einhvern tíma á lífsleiðinni hvort hún á við okkur eða ekki. Það er voðalega erfitt að fá einhvern sem trúir til að hætta að trúa og eins að fá einhvern sem ekki trúir til að trúa. Enda þó trúarbrögð hafi í gegn um tíðina oft verið notuð til misjafnra verka og valdið allt of mörgum stríðum og hörmungum þá eru þau í grunninn ekkert nema hjálpartæki einstaklingsins. Við höfum öll val, enginn veit hvort þú trúir nema þú og það kemur heldur engum við. Ég tel að það sé hollt að læra um sem flest trúarbrögð og kynnast boðskap þeirra og menningu. Við ættum þess vegna að velta því fyrir okkur hvort þessar kirkjuheimsóknir eru trúboð eða kannski bara eitt lítið jólaævintýri sama hvort við höldum upp á jólin til að stytta biðina eftir vori, fagna fæðingu frelsarans eða nýtum tækifærið til að fá frí frá vinnu eða skóla. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er jólaundirbúningurinn í fullum gangi á flestum íslenskum heimilum. Annar sunnudagur í aðventu liðinn og sá þriðji rétt handan við hornið. Æ fleiri jólaseríum er stungið í samband og margir farnir að huga að jólasteikinni. Börnin föndra jólaskraut í skólanum og innan skamms kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. En hvað eru þessi jól og til hvers höldum við upp á þau? Við höldum upp á jólin í svartasta skammdeginu, þegar sólin og sumarið er eins langt frá okkur og það getur orðið. Í heiðnum sið héldu menn stórar jólaveislur með mat og drykk og voru þær hugsaðar til að létta biðina eftir vori og lífga sálaryl. Ekki svo vitlaust. Þegar ég var barn héldum við upp á jólin til að fagna fæðingu frelsarans. Það er svolítið tabú viðhorf í íslensku samfélagi í dag. Skólarnir eiga helst að sleppa því að fara með börnin í kirkju fyrir jólin þar sem við erum jú mistrúuð og í hinum ýmsu trúfélögum. En hvað gerist þegar við förum í kirkju? Margir upplifa sérstakt andrúmsloft sem gæti stafað af því að í kirkjum er yfirleitt hátt til lofts og vítt til veggja enda hannaðar með ákveðið hlutverk í huga. Aðrir heillast af arkitektúrnum. Enn öðrum finnst gaman að syngja og ganga þess vegna í kirkjukórinn. Svo eru aðrir sem fara í kirkju til að fá tækifæri til að ræða við hinn heilaga anda. Það er kannski bara svolítið ævintýri að fá að koma inn í kirkju. Hvað gerum við þegar við förum til útlanda? Við förum meðal annars að skoða kirkjurnar og trúarhofin sama hverrar trúar við erum því það er eitthvað við þessar byggingar sem heillar okkur hvort sem það er skrautið, stóru rýmin, athafnirnar eða hvað sem er annað. Við skiptum hins vegar fæst snarlega um trú við eina heimsókn í kirkju eða annars konar trúarhof.Hollt að læra um sem flest trúarbrögð Trúin er yfirleitt eitthvað sem við fáum með uppeldinu og finnum svo einhvern tíma á lífsleiðinni hvort hún á við okkur eða ekki. Það er voðalega erfitt að fá einhvern sem trúir til að hætta að trúa og eins að fá einhvern sem ekki trúir til að trúa. Enda þó trúarbrögð hafi í gegn um tíðina oft verið notuð til misjafnra verka og valdið allt of mörgum stríðum og hörmungum þá eru þau í grunninn ekkert nema hjálpartæki einstaklingsins. Við höfum öll val, enginn veit hvort þú trúir nema þú og það kemur heldur engum við. Ég tel að það sé hollt að læra um sem flest trúarbrögð og kynnast boðskap þeirra og menningu. Við ættum þess vegna að velta því fyrir okkur hvort þessar kirkjuheimsóknir eru trúboð eða kannski bara eitt lítið jólaævintýri sama hvort við höldum upp á jólin til að stytta biðina eftir vori, fagna fæðingu frelsarans eða nýtum tækifærið til að fá frí frá vinnu eða skóla. Gleðileg jól!
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun