Yfirlýsing vegna Alþjóðlega mannréttindadagsins Federica Mogherini skrifar 9. desember 2016 07:00 Þann 10. desember halda Evrópusambandið og aðildarríki þess upp á Alþjóðlega mannréttindadaginn. Þar sem ójöfnuður og mannréttindabrot fara sívaxandi víða um heim, og átökum linnir ekki í löndum á við Sýrland, er enn brýnna en ella að efla aðgerðir okkar til varnar sameiginlegum réttindum allra. Þess vegna tökum við höndum saman með Sameinuðu þjóðunum í ákalli til fólks um að verja rétt hvers og eins. Hvert og eitt okkar ber persónulega ábyrgð á því að standa vörð um þessi réttindi. Við getum sótt innblástur til þeirra mannréttindafrömuða sem hafa í fjölda landa sýnt hugrekki frammi fyrir vaxandi þrýstingi og ógnunum. Evrópusambandið ásetur sér að verja þá, og efla rými borgaralegs samfélags. Embættismenn ESB, á öllum stigum, gera þetta með fundum við mannréttindafrömuði, eftirliti með réttarhöldum yfir þeim, heimsóknum til þeirra sem haldið er föngnum og með því að vekja máls á stöðu þeirra við stjórnvöld. Gegnum neyðarsjóð EIDHR hefur ESB einnig í ár veitt fjárhagsaðstoð til yfir 250 mannréttindafrömuða og fjölskyldna þeirra, sem eru í hættu vegna daglegra starfa sinna.ESB stendur vörð um mannréttindi Aðgerðir einstaklinga skipta sköpum, en Evrópusambandið í heild mun þó áfram gegna forystuhlutverki í að tala máli heimsskipulags á grundvelli laga og réttar, með virðingu fyrir mannréttindum að leiðarljósi. Stavros Lambrinidis, sérlegur fulltrúi mannréttinda innan ESB, vinnur ötullega að því að hefja merki mannréttindastefnu ESB á loft á alþjóðavettvangi. Á sama tíma starfa sendinefndir ESB linnulaust að vörnum mannréttinda innan gistilanda sinna. ESB er enn sem fyrr einarður talsmaður mannréttinda á fjölþjóðavettvangi. Við styðjum mannréttindakerfi Sameinuðu þjóðanna heilshugar, sem lykilþátt til að verja mannréttindi og til að hafa eftirlit með því að þeim sé framfylgt. Á næsta ári mun Evrópusambandið fylgja eftir nýrri Heimsáætlun ESB í utanríkis- og öryggismálum, sem kynnt var í júní 2016, þar sem við hétum því að hlúa að virðingu fyrir mannréttindum bæði innan og utan sambandsins. Það felur í sér að tryggja hæsta stig mannréttindavarna fyrir förufólk og flóttamenn í öllum aðgerðum ESB á sviði fólksflutninga og þróunar. Að sama skapi munum við endurnýja skuldbindingar okkar í baráttunni gegn pyntingum og illri meðferð, og til að verja réttindi barna. Í dag, og sérhvern dag á komandi ári, mun ESB standa vörð um mannréttindi á heimsvísu, og heitir hverjum einstaklingi sem það gerir fullum stuðningi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Þann 10. desember halda Evrópusambandið og aðildarríki þess upp á Alþjóðlega mannréttindadaginn. Þar sem ójöfnuður og mannréttindabrot fara sívaxandi víða um heim, og átökum linnir ekki í löndum á við Sýrland, er enn brýnna en ella að efla aðgerðir okkar til varnar sameiginlegum réttindum allra. Þess vegna tökum við höndum saman með Sameinuðu þjóðunum í ákalli til fólks um að verja rétt hvers og eins. Hvert og eitt okkar ber persónulega ábyrgð á því að standa vörð um þessi réttindi. Við getum sótt innblástur til þeirra mannréttindafrömuða sem hafa í fjölda landa sýnt hugrekki frammi fyrir vaxandi þrýstingi og ógnunum. Evrópusambandið ásetur sér að verja þá, og efla rými borgaralegs samfélags. Embættismenn ESB, á öllum stigum, gera þetta með fundum við mannréttindafrömuði, eftirliti með réttarhöldum yfir þeim, heimsóknum til þeirra sem haldið er föngnum og með því að vekja máls á stöðu þeirra við stjórnvöld. Gegnum neyðarsjóð EIDHR hefur ESB einnig í ár veitt fjárhagsaðstoð til yfir 250 mannréttindafrömuða og fjölskyldna þeirra, sem eru í hættu vegna daglegra starfa sinna.ESB stendur vörð um mannréttindi Aðgerðir einstaklinga skipta sköpum, en Evrópusambandið í heild mun þó áfram gegna forystuhlutverki í að tala máli heimsskipulags á grundvelli laga og réttar, með virðingu fyrir mannréttindum að leiðarljósi. Stavros Lambrinidis, sérlegur fulltrúi mannréttinda innan ESB, vinnur ötullega að því að hefja merki mannréttindastefnu ESB á loft á alþjóðavettvangi. Á sama tíma starfa sendinefndir ESB linnulaust að vörnum mannréttinda innan gistilanda sinna. ESB er enn sem fyrr einarður talsmaður mannréttinda á fjölþjóðavettvangi. Við styðjum mannréttindakerfi Sameinuðu þjóðanna heilshugar, sem lykilþátt til að verja mannréttindi og til að hafa eftirlit með því að þeim sé framfylgt. Á næsta ári mun Evrópusambandið fylgja eftir nýrri Heimsáætlun ESB í utanríkis- og öryggismálum, sem kynnt var í júní 2016, þar sem við hétum því að hlúa að virðingu fyrir mannréttindum bæði innan og utan sambandsins. Það felur í sér að tryggja hæsta stig mannréttindavarna fyrir förufólk og flóttamenn í öllum aðgerðum ESB á sviði fólksflutninga og þróunar. Að sama skapi munum við endurnýja skuldbindingar okkar í baráttunni gegn pyntingum og illri meðferð, og til að verja réttindi barna. Í dag, og sérhvern dag á komandi ári, mun ESB standa vörð um mannréttindi á heimsvísu, og heitir hverjum einstaklingi sem það gerir fullum stuðningi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun