Brúnegg – hvað svo? Eftirlit – fyrir hvern? Jón Bergsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Í byrjun árs 2012 varð töluverð umfjöllun í fjölmiðlum út af kadmíum í áburði, díoxíni í matvælum, iðnaðarsalti og brjóstapúðum, og ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana við að gæta hagsmuna neytenda. Þá fjallaði ég í stuttri grein um úttektir og eftirlit og lagði áherslu á að það er alltaf sá sem reiðir fram vöru eða þjónustu sem ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast eða um er samið. Ekki sé hægt að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja eða yfirvöld og opinberar eftirlitsstofnanir, nema þegar „hið opinbera“ sér sjálft um reksturinn; skólar, sjúkrahús, o.s.frv. (Eftirlit – eftirlit!, Fbl. 27. janúar 2012). Allt á þetta heima í umræðunni um Brúnegg í dag. En, hver á að sjá um úttektir og eftirlit með eggjaframleiðslu – eða landbúnaði og matvælaframleiðslu almennt – hver á niðurstöðurnar, og hvað má eða á að gera við þær? Er betra að einkafyrirtæki annist eftirlit en opinberar stofnanir? Það er rétt, að eftirlitsstofnanir ríkisins eru margar. En sjálfstæðar, einkareknar skoðunar- og vottunarstofur eru líka allmargar. Opinberar stofnanir geta rekið eigið eftirlit, eða úthýst að öllu leyti eða að hluta. Ríkiskaup hafa gert rammasamninga við fyrirtæki sem geta annast ýmsar úttektir og opinberum fyrirtækjum er skylt að versla við, óski þau að kaupa þessa þjónustu. Um faggiltar skoðunar- og vottunarstofur gilda sérstakar reglur, sem er töluvert erfitt og kostnaðarsamt að mæta. Í dag er unnt að afla faggildingar fyrir skoðunarstofur, prófunarstofur, kvörðunarstofur og vottunarstofur; sjá vefsíðu els.is. Vandinn er ekki hver annast eftirlitið, heldur hver á niðurstöðurnar! Eru það þeir sem annast úttektina, stofnunin sem þeir vinna fyrir, úttektarþeginn, eða kaupendur og neytendur vöru eða þjónustu? Yfirleitt er það þannig að sá sem greiðir fyrir úttektina á niðurstöðuna. Ég greiði fyrir að láta faggilta skoðunarstofu skoða bílinn minn og votta ástandið, og á niðurstöðuna. Skoðunarstofan má ekki birta hana á vefsíðu, Fésbók eða fara með hana í blöðin. Ef kaupendur og neytendur greiða með skattfé fyrir úttektir, eiga þeir þá ekki niðurstöðurnar líka? Opinberar stofnanir hafa yfirleitt ríka upplýsingaskyldu, en er þeim skylt að birta allar þær úttektir sem þær láta gera? Mennta- og menningarmálaráðuneytið birtir þannig stjórnsýsluúttektir á skólum á vefsíðu sinni. Heilbrigðisráðuneytið birtir hins vegar ekki niðurstöður úttekta Lyfjastofnunar á apótekum og lyfjaframleiðendum, enda er þá um einkafyrirtæki að ræða sem eiga rétt á að halda ákveðnum upplýsingum fyrir sig. Hver á upplýsingarnar? Brúnegg gætu hafa gert eigin úttektir eða fengið annan (óháðan, vottaðan) aðila til að annast úttekt á starfseminni. Þær niðurstöður eru ótvírætt eign Brúneggja, og væru væntanlega notaðar til úrbóta í starfseminni. En hvað með úttektir sem MAST gerir? „Stofnunin starfar undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis … sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla” (mast.is). Er MAST þá ekki opinbert fyrirtæki sem er skylt að upplýsa neytendur um úttektir sem greiddar eru með skattfé? Hver er ábyrgð verslunarkeðju sem kaupir egg eða aðrar afurðir í stórum stíl til að selja mér og þér? Eiga þeir að setja viðmið og taka út sína birgja … og upplýsa neytendur? Einkavæðing í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu og skólastarfi sem greitt er fyrir með skattfé er þegar nokkur og mun líklega aukast. Eina leiðin til að tryggja gæði þjónustu sem greitt er fyrir er að setja skýr viðmið og reglur um hvernig úttektum og eftirliti skuli háttað. Aðgangur að upplýsingum um gæði og verð þjónustu er lykilatriði til að tryggja hag neytenda. Að færa allt eftirlit með vöru og þjónustu frá ríkinu til faggiltra einkafyrirtækja, eins og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, lagði til í viðtali við Fréttablaðið 2. desember sl., mun ekki koma í veg fyrir fleiri „Brúneggjamál“. Betra væri að skýra nákvæmlega hver er eigandi upplýsinga úr úttektum og hver upplýsingaskyldan er. Annars er hætta á að þessar ákvarðanir lendi í höndum pólitíkusa og embættismanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í byrjun árs 2012 varð töluverð umfjöllun í fjölmiðlum út af kadmíum í áburði, díoxíni í matvælum, iðnaðarsalti og brjóstapúðum, og ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana við að gæta hagsmuna neytenda. Þá fjallaði ég í stuttri grein um úttektir og eftirlit og lagði áherslu á að það er alltaf sá sem reiðir fram vöru eða þjónustu sem ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast eða um er samið. Ekki sé hægt að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja eða yfirvöld og opinberar eftirlitsstofnanir, nema þegar „hið opinbera“ sér sjálft um reksturinn; skólar, sjúkrahús, o.s.frv. (Eftirlit – eftirlit!, Fbl. 27. janúar 2012). Allt á þetta heima í umræðunni um Brúnegg í dag. En, hver á að sjá um úttektir og eftirlit með eggjaframleiðslu – eða landbúnaði og matvælaframleiðslu almennt – hver á niðurstöðurnar, og hvað má eða á að gera við þær? Er betra að einkafyrirtæki annist eftirlit en opinberar stofnanir? Það er rétt, að eftirlitsstofnanir ríkisins eru margar. En sjálfstæðar, einkareknar skoðunar- og vottunarstofur eru líka allmargar. Opinberar stofnanir geta rekið eigið eftirlit, eða úthýst að öllu leyti eða að hluta. Ríkiskaup hafa gert rammasamninga við fyrirtæki sem geta annast ýmsar úttektir og opinberum fyrirtækjum er skylt að versla við, óski þau að kaupa þessa þjónustu. Um faggiltar skoðunar- og vottunarstofur gilda sérstakar reglur, sem er töluvert erfitt og kostnaðarsamt að mæta. Í dag er unnt að afla faggildingar fyrir skoðunarstofur, prófunarstofur, kvörðunarstofur og vottunarstofur; sjá vefsíðu els.is. Vandinn er ekki hver annast eftirlitið, heldur hver á niðurstöðurnar! Eru það þeir sem annast úttektina, stofnunin sem þeir vinna fyrir, úttektarþeginn, eða kaupendur og neytendur vöru eða þjónustu? Yfirleitt er það þannig að sá sem greiðir fyrir úttektina á niðurstöðuna. Ég greiði fyrir að láta faggilta skoðunarstofu skoða bílinn minn og votta ástandið, og á niðurstöðuna. Skoðunarstofan má ekki birta hana á vefsíðu, Fésbók eða fara með hana í blöðin. Ef kaupendur og neytendur greiða með skattfé fyrir úttektir, eiga þeir þá ekki niðurstöðurnar líka? Opinberar stofnanir hafa yfirleitt ríka upplýsingaskyldu, en er þeim skylt að birta allar þær úttektir sem þær láta gera? Mennta- og menningarmálaráðuneytið birtir þannig stjórnsýsluúttektir á skólum á vefsíðu sinni. Heilbrigðisráðuneytið birtir hins vegar ekki niðurstöður úttekta Lyfjastofnunar á apótekum og lyfjaframleiðendum, enda er þá um einkafyrirtæki að ræða sem eiga rétt á að halda ákveðnum upplýsingum fyrir sig. Hver á upplýsingarnar? Brúnegg gætu hafa gert eigin úttektir eða fengið annan (óháðan, vottaðan) aðila til að annast úttekt á starfseminni. Þær niðurstöður eru ótvírætt eign Brúneggja, og væru væntanlega notaðar til úrbóta í starfseminni. En hvað með úttektir sem MAST gerir? „Stofnunin starfar undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis … sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla” (mast.is). Er MAST þá ekki opinbert fyrirtæki sem er skylt að upplýsa neytendur um úttektir sem greiddar eru með skattfé? Hver er ábyrgð verslunarkeðju sem kaupir egg eða aðrar afurðir í stórum stíl til að selja mér og þér? Eiga þeir að setja viðmið og taka út sína birgja … og upplýsa neytendur? Einkavæðing í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu og skólastarfi sem greitt er fyrir með skattfé er þegar nokkur og mun líklega aukast. Eina leiðin til að tryggja gæði þjónustu sem greitt er fyrir er að setja skýr viðmið og reglur um hvernig úttektum og eftirliti skuli háttað. Aðgangur að upplýsingum um gæði og verð þjónustu er lykilatriði til að tryggja hag neytenda. Að færa allt eftirlit með vöru og þjónustu frá ríkinu til faggiltra einkafyrirtækja, eins og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, lagði til í viðtali við Fréttablaðið 2. desember sl., mun ekki koma í veg fyrir fleiri „Brúneggjamál“. Betra væri að skýra nákvæmlega hver er eigandi upplýsinga úr úttektum og hver upplýsingaskyldan er. Annars er hætta á að þessar ákvarðanir lendi í höndum pólitíkusa og embættismanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun