Hömlulausar listasmiðjur ungmenna á Akureyri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2016 11:00 Kjartan er verkefnastjóri menningarmála í Ungmennahúsinu Rósenberg og á myndinni á veggnum er samstarfsmaður hans Jóhann Malmquist. „Hömlulaus 2016 er yfirskrift fimm daga listasmiðja undir handleiðslu starfandi akureyskra listamanna. Þær eru í Ungmennahúsinu Rósenberg við Skólastíg 2 og þar gefst fólki á aldrinum 15 til 25 ára kostur á að efla færni og hugmyndasköpun,“ segir Kjartan Sigtryggsson, verkefnastjóri menningarmála í Rósenberg. Hann lýsir dagskránni nánar. „Fatahönnunarsmiðja er í höndum Anítu Hirlekar. Hún leiðir þátttakendur í gegnum ferlið frá skissuvinnu yfir í hönnun fatnaðar og gefur hugmyndir um endurnýtingu. Leiklistarnámskeið er í umsjón Birnu Pétursdóttur sem vinnur með sögur úr lífi og reynsluheimi þeirra sem taka þátt og úr verður handrit og vídeó. Myndlistarsmiðja er í umsjón Earls James Cistam. Hann tekur fyrir samspil forms og lita og leggur áherslu á tjáningu og að virkja hugmyndaflug þátttakenda. Raftónlistarsmiðja er í höndum Sigga Sigtryggssonar (Sadjei) sem kennir uppbyggingu trommutakta, almenna notkun hljóðgervla og hvernig nota má hljóðbúta úr ýmsum áttum á skapandi hátt. Kjartan segir þetta í annað sinn sem svona listasmiðjur eru í boði í húsinu. Hið fyrra var 2014. „Ég veit tímasetningin sé ekki sú besta núna því prófatíð stendur yfir,“ segir hann. „En þetta er þjónusta sem við erum að bjóða ungu fólki á svæðinu og það er frítt að taka þátt. Leiðbeinendurnir Aníta, Birna og Siggi lærðu öll í London og Earl James Cistam í Myndlistarskólanum á Akureyri. Þau eru öll flink, hvert á sínu sviði.“ Smiðjurnar standa yfir í Rósenberg frá klukkan 16 til 20 virka daga og laugardag og sunnudag milli klukkan 10 og 17.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember 2016. Lífið Menning Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Hömlulaus 2016 er yfirskrift fimm daga listasmiðja undir handleiðslu starfandi akureyskra listamanna. Þær eru í Ungmennahúsinu Rósenberg við Skólastíg 2 og þar gefst fólki á aldrinum 15 til 25 ára kostur á að efla færni og hugmyndasköpun,“ segir Kjartan Sigtryggsson, verkefnastjóri menningarmála í Rósenberg. Hann lýsir dagskránni nánar. „Fatahönnunarsmiðja er í höndum Anítu Hirlekar. Hún leiðir þátttakendur í gegnum ferlið frá skissuvinnu yfir í hönnun fatnaðar og gefur hugmyndir um endurnýtingu. Leiklistarnámskeið er í umsjón Birnu Pétursdóttur sem vinnur með sögur úr lífi og reynsluheimi þeirra sem taka þátt og úr verður handrit og vídeó. Myndlistarsmiðja er í umsjón Earls James Cistam. Hann tekur fyrir samspil forms og lita og leggur áherslu á tjáningu og að virkja hugmyndaflug þátttakenda. Raftónlistarsmiðja er í höndum Sigga Sigtryggssonar (Sadjei) sem kennir uppbyggingu trommutakta, almenna notkun hljóðgervla og hvernig nota má hljóðbúta úr ýmsum áttum á skapandi hátt. Kjartan segir þetta í annað sinn sem svona listasmiðjur eru í boði í húsinu. Hið fyrra var 2014. „Ég veit tímasetningin sé ekki sú besta núna því prófatíð stendur yfir,“ segir hann. „En þetta er þjónusta sem við erum að bjóða ungu fólki á svæðinu og það er frítt að taka þátt. Leiðbeinendurnir Aníta, Birna og Siggi lærðu öll í London og Earl James Cistam í Myndlistarskólanum á Akureyri. Þau eru öll flink, hvert á sínu sviði.“ Smiðjurnar standa yfir í Rósenberg frá klukkan 16 til 20 virka daga og laugardag og sunnudag milli klukkan 10 og 17.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember 2016.
Lífið Menning Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira