Spreyttu þig á PISA-prófinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2016 14:00 Sumar spurningarnar eru í þyngri kantinum. Vísir/Getty Samkvæmt niðurstöðum nýjustu PISA-könnunarinnar hefur staða íslenskra nemenda aldrei verið verri á öllum þremur sviðum sem könnunin tekur til. Könnunin er lögð fyrir tíundu bekkinga á þriggja ára fresti og hér að neðan má spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar eru fyrir nemendurna. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun er Ísland á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug. Læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá því að það var fyrst metið árið 2003. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Hér að neðan eru nokkrar spurningar úr könnunni sem eiga að taka til læsi á náttúruvísindi og læsi á stærðfræði en sérstök áhersla var lögð á læsi á náttúruvísindi í PISA-könnunni árið 2015. Sjá má rétt svar eða svör fyrir neðan hverja spurningu. Smella má á myndirnar til að sjá stærri útgáfu. Spurning 1 Mynd/Menntamálastofnun Svar: Þessi spurning krefst þess að nemendur átti sig á hlutverki nokkurra lífvera innan ákveðins kerfis. Nemendur verða að nota upplýsingar sem fram koma í skýringarmyndinni, að meðtaldri neðanmálsgrein undir myndinni. Það sem eykur á erfiðleikastig þessarar spurningar er að það er hægt að draga lífverurnar í hvaða ker sem er og það eru engin takmörk fyrir því hversu margar lífverur má draga yfir í hvert ker. Þar af leiðandi er hægt að svara þessari spurningu rangt á marga vegu. Fullt hús stiga hlýst fyrir að draga fjöruskera og sólkola í ker 2 (neðst til hægri) og fitjaþráðagras og skelfisk í ker 3 (til vinstri). Spurning 2 Mynd/Menntamálastofnun Svar: Þessi spurning krefst þess að nemendur geti greint gögn og valið rétt svör úr lista af uppgefnum niðurstöðum. Fullt hús stiga hlýst fyrir að velja hvort tveggja þessara svara: -Kortin sýna að ferðir sumra heiðlóa norður á bóginn eru frábrugðnar ferðum þeirra suður á bóginn. -Kortin sýna að heiðlóur velja sér vetrardvalarstað sem er fyrir sunnan og suðvestan svæðin þar sem þær verpa og gera sér hreiður. Þessi spurning krefst þess að nemendur geti greint gögn og valið rétt svör úr lista af uppgefnum niðurstöðum. Spurning 3 Mynd/Menntamálastofnun Svar: Í dæminu þarf nemandinn að reikna út fjölda opnunardaga út frá uppgefnum dagsetningum. Síðan þarf að deila heildarfjölda þeirra sem klífa fjallið á tímabilinu með fjölda daga til þess að finna hve margir klífa fjallið á dag á tímabilinu. Rétt svar er C. Spurning 4 Mynd/Menntamálastofnun Svar: Í fyrra dæminu þarf nemandinn að geta fundið út hvaða bíll af fjórum mögulegum uppfyllir þrjú skilyrði sem ímyndaður kaupandi setur. Skilyrðin lúta að árgerð, uppsettu verði og hámarksfjölda ekinna kílómetra. Rétt svar er B. Í því síðara þarf þarf nemandinn að átta sig á gildi tugabrota, en jafnvel fimmtán ára gamlir nemendur geta átt erfitt með það, sérstaklega þegar tugabrotin eru sett fram á óreglulegan hátt. Rétt svar er D. Spurning 5 Mynd/Menntamálastofnun Svar: Í þessari spurningu þurfa nemendur að beita einfaldri náttúruvísindaþekkingu til þess að velja rétta útskýringu fyrir því hvers vegna hraði hluta eykst eftir því sem þeir nálgast jörðu. Þessi spurning metur efnisþekkingu nemenda og krefst þess að þeir geti útskýrt ákveðið fyrirbæri á vísindalegan hátt. Rétt svar er „Massi jarðar dregur að sér reikisteininn“. Spurning 6 Mynd/Menntamálastofnun Svar: Þessi spurning krefst þess að nemendur komist að viðeigandi niðurstöðu varðandi þessa þróun og þá kosti sem fylgja slíkri hegðun. Rétt svar er „Fuglar sem flugu hver fyrir sig eða í litlum hópum höfðu minni möguleika á að lifa af og koma upp afkvæmi“. Spurning 7 Mynd/Menntamálastofnun Svar: Í spurningunni þurfa nemendur að bera kennsl á byggingu aftan frá, eftir að hafa bara sé framhlið hennar. Það verður að túlka skýringarmyndina í samhengi við raunverulega staðsetningu á „aftan frá“. Sumt fólk snýr hlutum í huganum, eins og í þessu verkefni, með því að nota innsæi sitt til að sjá fyrir sér rýmið. Aðrir styðjast við skýra rökfærslu. Þeir greina kannski staðsetningu margra þátta miðað við aðra (dyr, glugga, næsta horn) og útiloka valmöguleikana þannig einn af öðrum. Enn aðrir teikna myndina séða úr lofti og snúa henni svo hreinlega við. Þetta er eitt dæmi um hvernig ólíkir nemendur nota gjörólíkar aðferðir við að leysa PISA dæmi. Í þessu tilfelli er það skýr rökfærsla hjá sumum nemendum en innsæi hjá öðrum. Rétt svar er C. PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýjustu PISA-könnunarinnar hefur staða íslenskra nemenda aldrei verið verri á öllum þremur sviðum sem könnunin tekur til. Könnunin er lögð fyrir tíundu bekkinga á þriggja ára fresti og hér að neðan má spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar eru fyrir nemendurna. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun er Ísland á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug. Læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá því að það var fyrst metið árið 2003. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Hér að neðan eru nokkrar spurningar úr könnunni sem eiga að taka til læsi á náttúruvísindi og læsi á stærðfræði en sérstök áhersla var lögð á læsi á náttúruvísindi í PISA-könnunni árið 2015. Sjá má rétt svar eða svör fyrir neðan hverja spurningu. Smella má á myndirnar til að sjá stærri útgáfu. Spurning 1 Mynd/Menntamálastofnun Svar: Þessi spurning krefst þess að nemendur átti sig á hlutverki nokkurra lífvera innan ákveðins kerfis. Nemendur verða að nota upplýsingar sem fram koma í skýringarmyndinni, að meðtaldri neðanmálsgrein undir myndinni. Það sem eykur á erfiðleikastig þessarar spurningar er að það er hægt að draga lífverurnar í hvaða ker sem er og það eru engin takmörk fyrir því hversu margar lífverur má draga yfir í hvert ker. Þar af leiðandi er hægt að svara þessari spurningu rangt á marga vegu. Fullt hús stiga hlýst fyrir að draga fjöruskera og sólkola í ker 2 (neðst til hægri) og fitjaþráðagras og skelfisk í ker 3 (til vinstri). Spurning 2 Mynd/Menntamálastofnun Svar: Þessi spurning krefst þess að nemendur geti greint gögn og valið rétt svör úr lista af uppgefnum niðurstöðum. Fullt hús stiga hlýst fyrir að velja hvort tveggja þessara svara: -Kortin sýna að ferðir sumra heiðlóa norður á bóginn eru frábrugðnar ferðum þeirra suður á bóginn. -Kortin sýna að heiðlóur velja sér vetrardvalarstað sem er fyrir sunnan og suðvestan svæðin þar sem þær verpa og gera sér hreiður. Þessi spurning krefst þess að nemendur geti greint gögn og valið rétt svör úr lista af uppgefnum niðurstöðum. Spurning 3 Mynd/Menntamálastofnun Svar: Í dæminu þarf nemandinn að reikna út fjölda opnunardaga út frá uppgefnum dagsetningum. Síðan þarf að deila heildarfjölda þeirra sem klífa fjallið á tímabilinu með fjölda daga til þess að finna hve margir klífa fjallið á dag á tímabilinu. Rétt svar er C. Spurning 4 Mynd/Menntamálastofnun Svar: Í fyrra dæminu þarf nemandinn að geta fundið út hvaða bíll af fjórum mögulegum uppfyllir þrjú skilyrði sem ímyndaður kaupandi setur. Skilyrðin lúta að árgerð, uppsettu verði og hámarksfjölda ekinna kílómetra. Rétt svar er B. Í því síðara þarf þarf nemandinn að átta sig á gildi tugabrota, en jafnvel fimmtán ára gamlir nemendur geta átt erfitt með það, sérstaklega þegar tugabrotin eru sett fram á óreglulegan hátt. Rétt svar er D. Spurning 5 Mynd/Menntamálastofnun Svar: Í þessari spurningu þurfa nemendur að beita einfaldri náttúruvísindaþekkingu til þess að velja rétta útskýringu fyrir því hvers vegna hraði hluta eykst eftir því sem þeir nálgast jörðu. Þessi spurning metur efnisþekkingu nemenda og krefst þess að þeir geti útskýrt ákveðið fyrirbæri á vísindalegan hátt. Rétt svar er „Massi jarðar dregur að sér reikisteininn“. Spurning 6 Mynd/Menntamálastofnun Svar: Þessi spurning krefst þess að nemendur komist að viðeigandi niðurstöðu varðandi þessa þróun og þá kosti sem fylgja slíkri hegðun. Rétt svar er „Fuglar sem flugu hver fyrir sig eða í litlum hópum höfðu minni möguleika á að lifa af og koma upp afkvæmi“. Spurning 7 Mynd/Menntamálastofnun Svar: Í spurningunni þurfa nemendur að bera kennsl á byggingu aftan frá, eftir að hafa bara sé framhlið hennar. Það verður að túlka skýringarmyndina í samhengi við raunverulega staðsetningu á „aftan frá“. Sumt fólk snýr hlutum í huganum, eins og í þessu verkefni, með því að nota innsæi sitt til að sjá fyrir sér rýmið. Aðrir styðjast við skýra rökfærslu. Þeir greina kannski staðsetningu margra þátta miðað við aðra (dyr, glugga, næsta horn) og útiloka valmöguleikana þannig einn af öðrum. Enn aðrir teikna myndina séða úr lofti og snúa henni svo hreinlega við. Þetta er eitt dæmi um hvernig ólíkir nemendur nota gjörólíkar aðferðir við að leysa PISA dæmi. Í þessu tilfelli er það skýr rökfærsla hjá sumum nemendum en innsæi hjá öðrum. Rétt svar er C.
PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56
Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44