Enn einn titillinn í höfn hjá Belichick og Brady | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2016 11:00 Tom Brady gat leyft sér að brosa í kuldanum í New England í gær. Vísir/Getty New England Patriots virðist enn eitt árið líklegt til afreka í NFL-deildinni en liðið vann í gær öruggan 16-3 sigur á ríkjandi meisturum, Denver Broncos, á útivelli í gær. Með sigrinum tryggði Patriots sér sigur í austurriðli Ameríkudeildarinnar í þrettánda sinn á undanförnum fjórtán árum. Ekkert lið getur státað sig af slíkum árangri í sögu deildarinnar. Lykillinn að velgengni liðsins er samstarf þjálfarans Bill Belichick og leikstjórnandans Tom Brady sem gengu báðir til liðs við félagið fyrir sextán árum síðan. Eini titilinn sem Patriots hefur misst af síðan 2003 er frá tímabilinu 2008, er Brady sleit krossband í hné í fyrsta leik tímabilsins. Tvö önnur lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í umferðinni. Oakland Raiders komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2002 með sigri á San Diego Chargers, 19-16, og Seattle Seahawks tryggði sitt sæti með öruggum sigri á LA Rams á fimmtudagskvöld, 24-3.Prescott og Elliott samir við sig Eitt annað lið, Dallas Cowboys, var búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina en það var fyrir umferðina um helgina. Dallas tapaði reyndar fyrir New York Giants í síðustu umferð, 10-7. Var það fyrsti tapleikur liðsins eftir ellefu sigra í röð, sem er félagsmet. Dallas komst aftur á sigurbraut í nótt með sigri á sjóðheitu liði Tampa Bay Buccaneers, 26-20, og þaggaði nýliðinn Dak Prescott endanlega í öllum gagnrýnisröddum með frábærri frammistöðu í stöðu leikstjórnanda. Prescott kláraði 89 prósent af sendingunum sínum og hljóp sjálfur fyrir einu snertimarki. Annar nýliði, hlauparinn Ezekiel Elliott, átti einnig magnaðan leik en hann hljóp fyrir 159 jördum, sem er persónulegt met, og skoraði eitt snertimark. Aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu í NFL-deildinni og mikil spenna ríkir um hvaða átta lið fylgja hinum fjórum í úrslitakeppnina. Kansas City og Detroit Lions standa framarlega í þeirri baráttu en máttu þó bæði sætta sig við svekkjandi töp um helgina. Hér má sjá hvernig staðan í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni lítur út og hér má sjá hvernig staðan er í öllum riðlum. Hér má sjá myndband með tilþrifum helgarinnar, frá YouTube-síðu NFL.Úrslit helgarinnar: Seattle - LA Rams 24-3 NY Jets - Miami 13-34 Baltimore - Philadelphia 27-26 Buffalo - Cleveland 33-13 Chicago - Green Bay 27-30 Cincinnati - Pittsburgh 24-20 Houston - Jacksonville 21-20 Kansas City - Tennessee 17-19 Minnesota - Indianapolis 6-34 NY Giants - Detroit 17-6 Arizona - New Orleans 41-48 Atlanta - San Francisco 41-13 Denver - New England 3-16 San Diego - Oakland 16-19 Dallas - Tampa Bay 26-20 Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sjá meira
New England Patriots virðist enn eitt árið líklegt til afreka í NFL-deildinni en liðið vann í gær öruggan 16-3 sigur á ríkjandi meisturum, Denver Broncos, á útivelli í gær. Með sigrinum tryggði Patriots sér sigur í austurriðli Ameríkudeildarinnar í þrettánda sinn á undanförnum fjórtán árum. Ekkert lið getur státað sig af slíkum árangri í sögu deildarinnar. Lykillinn að velgengni liðsins er samstarf þjálfarans Bill Belichick og leikstjórnandans Tom Brady sem gengu báðir til liðs við félagið fyrir sextán árum síðan. Eini titilinn sem Patriots hefur misst af síðan 2003 er frá tímabilinu 2008, er Brady sleit krossband í hné í fyrsta leik tímabilsins. Tvö önnur lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í umferðinni. Oakland Raiders komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2002 með sigri á San Diego Chargers, 19-16, og Seattle Seahawks tryggði sitt sæti með öruggum sigri á LA Rams á fimmtudagskvöld, 24-3.Prescott og Elliott samir við sig Eitt annað lið, Dallas Cowboys, var búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina en það var fyrir umferðina um helgina. Dallas tapaði reyndar fyrir New York Giants í síðustu umferð, 10-7. Var það fyrsti tapleikur liðsins eftir ellefu sigra í röð, sem er félagsmet. Dallas komst aftur á sigurbraut í nótt með sigri á sjóðheitu liði Tampa Bay Buccaneers, 26-20, og þaggaði nýliðinn Dak Prescott endanlega í öllum gagnrýnisröddum með frábærri frammistöðu í stöðu leikstjórnanda. Prescott kláraði 89 prósent af sendingunum sínum og hljóp sjálfur fyrir einu snertimarki. Annar nýliði, hlauparinn Ezekiel Elliott, átti einnig magnaðan leik en hann hljóp fyrir 159 jördum, sem er persónulegt met, og skoraði eitt snertimark. Aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu í NFL-deildinni og mikil spenna ríkir um hvaða átta lið fylgja hinum fjórum í úrslitakeppnina. Kansas City og Detroit Lions standa framarlega í þeirri baráttu en máttu þó bæði sætta sig við svekkjandi töp um helgina. Hér má sjá hvernig staðan í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni lítur út og hér má sjá hvernig staðan er í öllum riðlum. Hér má sjá myndband með tilþrifum helgarinnar, frá YouTube-síðu NFL.Úrslit helgarinnar: Seattle - LA Rams 24-3 NY Jets - Miami 13-34 Baltimore - Philadelphia 27-26 Buffalo - Cleveland 33-13 Chicago - Green Bay 27-30 Cincinnati - Pittsburgh 24-20 Houston - Jacksonville 21-20 Kansas City - Tennessee 17-19 Minnesota - Indianapolis 6-34 NY Giants - Detroit 17-6 Arizona - New Orleans 41-48 Atlanta - San Francisco 41-13 Denver - New England 3-16 San Diego - Oakland 16-19 Dallas - Tampa Bay 26-20
Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sjá meira