Samfélagsmiðlaraunir Ólafíu verða stelpunum okkar víti til varnaðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2016 12:30 Freyr Alexandersson ætlar að nýta sér reynslu Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur. vísir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, gerði upp viðburðaríkt ár stelpnanna okkar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um síðustu helgi en nóg var að gera hjá Frey og íslensla liðinu. Það tryggði sér í þriðja sinn þátttöku á EM og verður á meðal þátttökuþjóða í Hollandi á næsta ári en auk þess var farið á hið árlega Algarve-mót og svo á æfingamót í Kína í vetur. Það mót var liður í undirbúningi stelpnanna okkar fyrir EM þar sem Freyr meðal annars prófaði nýtt leikkerfi. Freyr er ekki bara að undirbúa liðið fyrir það sem getur gerst inn á vellinum heldur líka utan hans. Hann er meðvitaður um eðlilegt áreiti fjölmiðla og ekki síður samfélagsmiðla þar sem hver sem er getur ljáð skoðun sína á hvaða málefni sem er og ekkert er ritskoðað. Hann segist horfa til upplifunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, kylfingsins magnaða sem tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni í síðustu viku. Á mótinu áður en kom að lokaúrtökumótinu fyrir LPGA fór hún ansi flatt á því að skoða samfélagsmiðla eftir tvo góða hringi á móti í Abú Dabí. „Það var mjög mikilvæg reynsla og hún kenndi mér mjög mikið. Það var mikið „hype“ í kringum mig þá. Allir að skrifa mér og óska mér góðs gengis. Eins skemmtilegt og það var þá var það líka yfirþyrmandi og ég þarf að læra betur á það,“ sagði Ólafía í viðtali við Vísi eftir að hún komst inn á LPGA en þar tók húm meðvitað ákvörðun um að skoða ekki Facebook.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst á LPGA og skoðaði ekki samfélagsmiðla.mynd/letSamfélagsmiðlar stækkað Þessi reynsla Ólafíu Þórunnar verður kvennalandsliðinu víti til varnaðar en Freyr er búinn að vera að afla sér þekkingar frá öðrum íslenskum þjálfurum sem hafa farið á stórmót og mun hann leggja áherslu á að undirbúa liðið vel utan vallar. „Ég er búinn að vera að undirbúa mig vel til að geta undirbúið liðið eins vel og ég get. Eins og með allt andlegt áreiti. Mér fannst til dæmis mjög áhugavert að heyra í nýju golfstjörnunni okkar, Ólafíu Þórunni, þar sem hún nefnir sína reynslu af Abú Dabí þar sem henni gengur vel og þá taka samfélagsmiðlar yfir hennar líf. Hún var ekki vön því,“ segir Freyr. „Ég hef talað um að ég sé að venja liðið mitt við áreiti og þetta er ástæðan. Bæði er varðar fjölmiðla og umhverfið. Það er svo erfitt að setja upp þessar aðstæður, þú verður bara að lenda í þeim og þarna var Ólafía að lenda í þessu í fyrsta skipti.“ „Samfélagsmiðlar taka yfir hennar líf, hún missir aðeins einbeitingu og rennur aðeins til. En það sem sýnir hvað hún er flott er að hún lærir af þessu strax. Þetta er einn af punktunum sem ég er mjög meðvitaður um og ég hef rætt mjög opinskátt um þetta við kollega mína sem hafa farið á stórmót í öðrum íþróttum undanfarið.“ „Bara frá því 2013 hafa samfélagsmiðlar stækkað gríðarlega. Þegar kvennalandsliðið fór fyrst á stórmót árið 2009 var Facebook varla byrjað, eða þannuig. Þetta er einn af punktunum sem við þurfum virkilega að hafa á bakvið eyrað og að undirbúa okkur vel fyrir,“ segir Freyr.Stelpurnar okkar verða á EM í Hollandi.vísir/ernirHalda sig kannski vel undirbúnar Stelpurnar okkar eru mjög reyndar en í hópnum á EM verða, ef ekkert kemur upp á, þrír leikmenn sem spilað hafa ríflega 100 leiki. Þess utan eru flestir byrjunarliðsmennirnir mjög reyndir og eru því kannski vanir miklu áreiti utan vallar, eða hvað? „Samt ekki,“ segir Freyr. „Það var nú eitt af því sem ég lærði þegar ég var með strákunum í Frakklandi. Þeir fylgjast líka með samfélagsmiðlum. Þetta hefur áhrif á þá og þarna erum við að tala um stráka sem eru vanir þessu umhverfi og eru alltaf undir þessu áreiti. Þetta ýtir örlítið við sumum og sumum mikið. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta getur gert við stelpur sem spila í Pepsi-deildinni hérna heima þar sem mæta kannski að meðaltali 150 manns á leik.“ „Þær eru ekkert ofboðslega vel undirbúnar. Þær kannski halda það, en eftir samtöl við kollega mína þá þurfum við að vera mjög meðvituð um þetta. Ég veit ekki hvort ég þurfi að setja einhverjar reglur eða eitthvað þannig, þetta snýst meira um að vera meðvituð um hættuna við þetta og í þessu mun ég vinna á næsta ári,“ segir Freyr Alexandersson. Viðtalið við Frey má heyra hér að neðan en það hefst á 09:45. Umræðan um samfélagsmiðlana hefst á 15:25. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Hélt mér frá Facebook Segir að hún hafi lært dýrmæta lexíu eftir að hafa leitt framan af á sterku móti í Abú Dabí. 6. desember 2016 22:15 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, gerði upp viðburðaríkt ár stelpnanna okkar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um síðustu helgi en nóg var að gera hjá Frey og íslensla liðinu. Það tryggði sér í þriðja sinn þátttöku á EM og verður á meðal þátttökuþjóða í Hollandi á næsta ári en auk þess var farið á hið árlega Algarve-mót og svo á æfingamót í Kína í vetur. Það mót var liður í undirbúningi stelpnanna okkar fyrir EM þar sem Freyr meðal annars prófaði nýtt leikkerfi. Freyr er ekki bara að undirbúa liðið fyrir það sem getur gerst inn á vellinum heldur líka utan hans. Hann er meðvitaður um eðlilegt áreiti fjölmiðla og ekki síður samfélagsmiðla þar sem hver sem er getur ljáð skoðun sína á hvaða málefni sem er og ekkert er ritskoðað. Hann segist horfa til upplifunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, kylfingsins magnaða sem tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni í síðustu viku. Á mótinu áður en kom að lokaúrtökumótinu fyrir LPGA fór hún ansi flatt á því að skoða samfélagsmiðla eftir tvo góða hringi á móti í Abú Dabí. „Það var mjög mikilvæg reynsla og hún kenndi mér mjög mikið. Það var mikið „hype“ í kringum mig þá. Allir að skrifa mér og óska mér góðs gengis. Eins skemmtilegt og það var þá var það líka yfirþyrmandi og ég þarf að læra betur á það,“ sagði Ólafía í viðtali við Vísi eftir að hún komst inn á LPGA en þar tók húm meðvitað ákvörðun um að skoða ekki Facebook.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst á LPGA og skoðaði ekki samfélagsmiðla.mynd/letSamfélagsmiðlar stækkað Þessi reynsla Ólafíu Þórunnar verður kvennalandsliðinu víti til varnaðar en Freyr er búinn að vera að afla sér þekkingar frá öðrum íslenskum þjálfurum sem hafa farið á stórmót og mun hann leggja áherslu á að undirbúa liðið vel utan vallar. „Ég er búinn að vera að undirbúa mig vel til að geta undirbúið liðið eins vel og ég get. Eins og með allt andlegt áreiti. Mér fannst til dæmis mjög áhugavert að heyra í nýju golfstjörnunni okkar, Ólafíu Þórunni, þar sem hún nefnir sína reynslu af Abú Dabí þar sem henni gengur vel og þá taka samfélagsmiðlar yfir hennar líf. Hún var ekki vön því,“ segir Freyr. „Ég hef talað um að ég sé að venja liðið mitt við áreiti og þetta er ástæðan. Bæði er varðar fjölmiðla og umhverfið. Það er svo erfitt að setja upp þessar aðstæður, þú verður bara að lenda í þeim og þarna var Ólafía að lenda í þessu í fyrsta skipti.“ „Samfélagsmiðlar taka yfir hennar líf, hún missir aðeins einbeitingu og rennur aðeins til. En það sem sýnir hvað hún er flott er að hún lærir af þessu strax. Þetta er einn af punktunum sem ég er mjög meðvitaður um og ég hef rætt mjög opinskátt um þetta við kollega mína sem hafa farið á stórmót í öðrum íþróttum undanfarið.“ „Bara frá því 2013 hafa samfélagsmiðlar stækkað gríðarlega. Þegar kvennalandsliðið fór fyrst á stórmót árið 2009 var Facebook varla byrjað, eða þannuig. Þetta er einn af punktunum sem við þurfum virkilega að hafa á bakvið eyrað og að undirbúa okkur vel fyrir,“ segir Freyr.Stelpurnar okkar verða á EM í Hollandi.vísir/ernirHalda sig kannski vel undirbúnar Stelpurnar okkar eru mjög reyndar en í hópnum á EM verða, ef ekkert kemur upp á, þrír leikmenn sem spilað hafa ríflega 100 leiki. Þess utan eru flestir byrjunarliðsmennirnir mjög reyndir og eru því kannski vanir miklu áreiti utan vallar, eða hvað? „Samt ekki,“ segir Freyr. „Það var nú eitt af því sem ég lærði þegar ég var með strákunum í Frakklandi. Þeir fylgjast líka með samfélagsmiðlum. Þetta hefur áhrif á þá og þarna erum við að tala um stráka sem eru vanir þessu umhverfi og eru alltaf undir þessu áreiti. Þetta ýtir örlítið við sumum og sumum mikið. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta getur gert við stelpur sem spila í Pepsi-deildinni hérna heima þar sem mæta kannski að meðaltali 150 manns á leik.“ „Þær eru ekkert ofboðslega vel undirbúnar. Þær kannski halda það, en eftir samtöl við kollega mína þá þurfum við að vera mjög meðvituð um þetta. Ég veit ekki hvort ég þurfi að setja einhverjar reglur eða eitthvað þannig, þetta snýst meira um að vera meðvituð um hættuna við þetta og í þessu mun ég vinna á næsta ári,“ segir Freyr Alexandersson. Viðtalið við Frey má heyra hér að neðan en það hefst á 09:45. Umræðan um samfélagsmiðlana hefst á 15:25.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Hélt mér frá Facebook Segir að hún hafi lært dýrmæta lexíu eftir að hafa leitt framan af á sterku móti í Abú Dabí. 6. desember 2016 22:15 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Sjá meira
Ólafía Þórunn: Hélt mér frá Facebook Segir að hún hafi lært dýrmæta lexíu eftir að hafa leitt framan af á sterku móti í Abú Dabí. 6. desember 2016 22:15
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð