Þrjú áhyggjuefni fyrir 2017 Lars Christensen skrifar 28. desember 2016 09:00 Áramótin nálgast og þá er eðlilegt að líta fram á við til nýs árs. Við getum einbeitt okkur að þremur þemum.Trump gegn YellenDonald Trump hefur lýst því yfir að hann vilji losa um stefnuna í ríkisfjármálum með stórum fjárfestingum í innviðum og skattalækkunum til að skapa „milljónir starfa“. Hins vegar er Seðlabanki Bandaríkjanna byrjaður að hækka stýrivexti og hefur tilkynnt að sennilega verði frekari vaxtahækkanir 2017. Þetta getur valdið árekstrum á milli ríkisstjórnar Trumps og Seðlabankans á árinu 2017 og það er augljóst að Trump mun saka Seðlabankann um að vilja skemma „uppsveifluna“ hans – eftir því sem ríkisfjármálin verða lausbeislaðri mun Seðlabankinn hækka stýrivexti meira. Þetta gæti komið af stað vangaveltum um hver verði skipaður nýr seðlabankastjóri þegar Yellen lætur af störfum í síðasta lagi 2018. Hertari peningamálastefna gæti valdið frekari styrkingu dollarsins, sem er sterkur fyrir, og það myndi stuðla að auknum viðskiptahalla Bandaríkjanna. Á sama tíma er líklegt að slakari stefna í ríkisfjármálum muni einnig auka viðskiptahallann. Og þá komum við eðlilega að næsta efni – hættunni á viðskiptastríði.Verndarstefna TrumpsBæði fyrir og eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hélt Donald Trump því fram – ranglega – að Kína væri að „stela“ bandarískum störfum, því Kína hefði verulegan afgang á viðskiptajöfnuði gagnvart Bandaríkjunum og að Bandaríkin ættu þess vegna að setja á refsitolla gegn Kína. Sem betur fer virðist ekki vera mikill stuðningur í fulltrúa- og öldungadeild þingsins við verndartal Trumps, en það væri barnalegt að halda að Trump muni gefa verndarstefnu sína upp á bátinn þegar hann verður forseti. Þess vegna er því miður raunveruleg hætta, ef ekki á viðskiptastríði, þá að minnsta kosti á viðskiptadeilu og ekki aðeins á milli Bandaríkjanna og Kína heldur einnig á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Heimur sem einkennist af verndarstefnu er sannarlega ekki góðs viti fyrir heimsbúskapinn en það sem er jafnvel enn meira áhyggjuefni er að að slíkt getur valdið meiri óvissu í alþjóðasamskiptum.Áframhaldandi mikil (landfræði)pólitísk óvissaÁ undanförnum árum hefur landfræðipólitísk óvissa aukist hratt og á meðan útlit er fyrir aukna verndarstefnu gæti ástandið versnað enn á árinu 2017. Við þetta má bæta mikilli pólitískri óvissu í Evrópu. Athyglin 2017 mun sérstaklega beinast að forsetakosningunum í Frakklandi þar sem markaðir hafa sérstaklega miklar áhyggjur af að Le Pen muni ganga vel, og að þingkosningunum í Þýskalandi sem gætu þýtt að Merkel kanslari færi frá. Hvort tveggja gæti endurvakið evrukrísuna. Að öllu þessu sögðu megum við ekki gleyma að verðbréfamarkaðir heimsins gengu í raun vel mestan hluta ársins 2016 og að heimsbúskapurinn hélt áfram að batna – þrátt fyrir Trump, Brexit, ítölsku bankakreppuna og áframhaldandi áhyggjur af Kína. Það er ekki allt hræðilegt. Gleðilegt nýtt ár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Lars Christensen Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Áramótin nálgast og þá er eðlilegt að líta fram á við til nýs árs. Við getum einbeitt okkur að þremur þemum.Trump gegn YellenDonald Trump hefur lýst því yfir að hann vilji losa um stefnuna í ríkisfjármálum með stórum fjárfestingum í innviðum og skattalækkunum til að skapa „milljónir starfa“. Hins vegar er Seðlabanki Bandaríkjanna byrjaður að hækka stýrivexti og hefur tilkynnt að sennilega verði frekari vaxtahækkanir 2017. Þetta getur valdið árekstrum á milli ríkisstjórnar Trumps og Seðlabankans á árinu 2017 og það er augljóst að Trump mun saka Seðlabankann um að vilja skemma „uppsveifluna“ hans – eftir því sem ríkisfjármálin verða lausbeislaðri mun Seðlabankinn hækka stýrivexti meira. Þetta gæti komið af stað vangaveltum um hver verði skipaður nýr seðlabankastjóri þegar Yellen lætur af störfum í síðasta lagi 2018. Hertari peningamálastefna gæti valdið frekari styrkingu dollarsins, sem er sterkur fyrir, og það myndi stuðla að auknum viðskiptahalla Bandaríkjanna. Á sama tíma er líklegt að slakari stefna í ríkisfjármálum muni einnig auka viðskiptahallann. Og þá komum við eðlilega að næsta efni – hættunni á viðskiptastríði.Verndarstefna TrumpsBæði fyrir og eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hélt Donald Trump því fram – ranglega – að Kína væri að „stela“ bandarískum störfum, því Kína hefði verulegan afgang á viðskiptajöfnuði gagnvart Bandaríkjunum og að Bandaríkin ættu þess vegna að setja á refsitolla gegn Kína. Sem betur fer virðist ekki vera mikill stuðningur í fulltrúa- og öldungadeild þingsins við verndartal Trumps, en það væri barnalegt að halda að Trump muni gefa verndarstefnu sína upp á bátinn þegar hann verður forseti. Þess vegna er því miður raunveruleg hætta, ef ekki á viðskiptastríði, þá að minnsta kosti á viðskiptadeilu og ekki aðeins á milli Bandaríkjanna og Kína heldur einnig á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Heimur sem einkennist af verndarstefnu er sannarlega ekki góðs viti fyrir heimsbúskapinn en það sem er jafnvel enn meira áhyggjuefni er að að slíkt getur valdið meiri óvissu í alþjóðasamskiptum.Áframhaldandi mikil (landfræði)pólitísk óvissaÁ undanförnum árum hefur landfræðipólitísk óvissa aukist hratt og á meðan útlit er fyrir aukna verndarstefnu gæti ástandið versnað enn á árinu 2017. Við þetta má bæta mikilli pólitískri óvissu í Evrópu. Athyglin 2017 mun sérstaklega beinast að forsetakosningunum í Frakklandi þar sem markaðir hafa sérstaklega miklar áhyggjur af að Le Pen muni ganga vel, og að þingkosningunum í Þýskalandi sem gætu þýtt að Merkel kanslari færi frá. Hvort tveggja gæti endurvakið evrukrísuna. Að öllu þessu sögðu megum við ekki gleyma að verðbréfamarkaðir heimsins gengu í raun vel mestan hluta ársins 2016 og að heimsbúskapurinn hélt áfram að batna – þrátt fyrir Trump, Brexit, ítölsku bankakreppuna og áframhaldandi áhyggjur af Kína. Það er ekki allt hræðilegt. Gleðilegt nýtt ár!
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun