Nýárskveðja til landbúnaðarráðherra Ólafur Arnarson skrifar 27. desember 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sendi mér jólakveðju með aðsendri grein á Vísi, miðvikudaginn 21. desember. Í inngangi að jólakveðju sinni gerir ráðherrann að umfjöllunarefni opið bréf sem ég sendi f.h. Neytendasamtakanna til allra þingmanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að nota skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í neytendur í útlöndum til að hægt verði að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda. Bersýnilega misskilur ráðherrann opið bréf Neytendasamtakanna og hið alvarlega mál, sem varð kveikjan að því. Ráðherrann heldur því fram að fjármunirnir sem nota á í niðurgreiðslur til útlendra neytenda séu til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Þetta er einfaldlega rangt hjá ráðherranum. Í athugasemdum við frumvarp til fjáraukalaga kemur skýrt fram að búið er að lækka afurðaverð til bænda. Hundrað milljónirnar, sem um ræðir, eru alls ekki ætlaðar til að bæta kjör bænda. Þær eru til þess ætlaðar að koma í veg fyrir verðlækkun til íslenskra neytenda. Þær eru ætlaðar afurðastöðvum og milliliðum í íslenskum landbúnaði en ekki bændum sjálfum. Og þær eru á kostnað neytenda á margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi eru skattgreiðendur og neytendur einn og sami aðilinn og það á að nota skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga í útlöndum. Í öðru lagi er þessi ráðstöfun skattfjár beinlínis ætluð til að halda uppi verði á matvælum til íslenskra neytenda hér á Íslandi. Í þriðja lagi eru húsnæðislán íslenskra neytenda verðtryggð og hækkun matarverðs veldur hækkun vísitölu neysluverðs og leggst þannig ofan á höfuðstól húsnæðislánanna. Ráðherrann nefnir ekki einu orði í inngangi jólakveðju sinnar þá alvarlegu staðreynd að vegna verðtryggingar neytendalána hér á landi eru allar aðgerðir ríkisvaldsins til að halda uppi matvælaverði mun alvarlegri en í löndum þar sem engin verðtrygging lánaskuldbindinga er. Ólíkt hafast menn að. Í eina tíð niðurgreiddu íslensk stjórnvöld lambakjöt ofan í Íslendinga til að hafa hemil á verðbólgu hér á landi. Nú nota stjórnvöld íslenska skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í útlendinga í útlöndum beinlínis til að auka eða viðhalda verðbólgu hér á landi. Ráðherrann lætur að því liggja að þessar niðurgreiðslur/útflutningsbætur séu ætlaðar til að viðhalda byggð í landinu og tryggja kjör bænda. Ekki gef ég mikið fyrir slíkt frá ráðherra sem stendur dyggan vörð um landbúnaðarkerfi sem þjónar hvorki bændum né neytendum en virðist hannað utan um hagsmunagæslu milliliða. Einnig ítreka ég að í fyrrnefndu opnu bréfi til þingmanna bendi ég á að ef vilji stjórnvalda stendur til að bæta hag sauðfjárbænda eru til leiðir að því markmiði aðrar en þær að nota íslenskt skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga og halda uppi matvælaverði á Íslandi. Þá heldur ráðherrann því fram að lambakjöt sé svo ódýrt hér á landi í alþjóðlegum samanburði að áhyggjur mínar af verðlagningu þess til íslenskra neytenda séu óþarfar. Lauslegur samanburður á verði lambalæris hér á landi og í nokkrum nágrannalöndum okkar bendir til þess að ekki sé mikill munur á verðinu hér á landi og ytra. Jafnvel virðist fremur halla á Ísland í þeim samanburði. Ráðherrann hefur af því miklar áhyggjur að Neytendasamtökin skipti sér af tilraunum stjórnvalda til að nota skattpeninga til að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda og beinir því til mín að horfa frekar á álagningu verslunarinnar hér á landi. Nú efast ég ekki um að Gunnar Bragi er önnum kafinn maður en er það virkilega svo að umræðan síðustu vikna um okur á Íslandi og þátttaka okkar hjá Neytendasamtökunum, sem höfum einmitt gagnrýnt okur í íslenskri verslun, í henni hafi með öllu farið fram hjá honum? Landbúnaðarráðherra er hér með boðið í kaffi til mín á skrifstofu Neytendasamtakanna þar sem ég get farið yfir áherslur samtakanna og helstu atriði sem snúa að neytendavernd með honum. Ég held að við eigum ekki Bragakaffi uppi í skáp en ég lofa honum góðum sopa og íslenskri mjólk eða rjóma út í ef hann tekur það ekki svart. Ég óska svo Gunnari Braga og öllum landsmönnum farsældar á komandi ári og vona að hann sé einhvers vísari eftir lestur inngangs þessarar jólakveðju.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Arnarson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sendi mér jólakveðju með aðsendri grein á Vísi, miðvikudaginn 21. desember. Í inngangi að jólakveðju sinni gerir ráðherrann að umfjöllunarefni opið bréf sem ég sendi f.h. Neytendasamtakanna til allra þingmanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að nota skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í neytendur í útlöndum til að hægt verði að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda. Bersýnilega misskilur ráðherrann opið bréf Neytendasamtakanna og hið alvarlega mál, sem varð kveikjan að því. Ráðherrann heldur því fram að fjármunirnir sem nota á í niðurgreiðslur til útlendra neytenda séu til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Þetta er einfaldlega rangt hjá ráðherranum. Í athugasemdum við frumvarp til fjáraukalaga kemur skýrt fram að búið er að lækka afurðaverð til bænda. Hundrað milljónirnar, sem um ræðir, eru alls ekki ætlaðar til að bæta kjör bænda. Þær eru til þess ætlaðar að koma í veg fyrir verðlækkun til íslenskra neytenda. Þær eru ætlaðar afurðastöðvum og milliliðum í íslenskum landbúnaði en ekki bændum sjálfum. Og þær eru á kostnað neytenda á margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi eru skattgreiðendur og neytendur einn og sami aðilinn og það á að nota skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga í útlöndum. Í öðru lagi er þessi ráðstöfun skattfjár beinlínis ætluð til að halda uppi verði á matvælum til íslenskra neytenda hér á Íslandi. Í þriðja lagi eru húsnæðislán íslenskra neytenda verðtryggð og hækkun matarverðs veldur hækkun vísitölu neysluverðs og leggst þannig ofan á höfuðstól húsnæðislánanna. Ráðherrann nefnir ekki einu orði í inngangi jólakveðju sinnar þá alvarlegu staðreynd að vegna verðtryggingar neytendalána hér á landi eru allar aðgerðir ríkisvaldsins til að halda uppi matvælaverði mun alvarlegri en í löndum þar sem engin verðtrygging lánaskuldbindinga er. Ólíkt hafast menn að. Í eina tíð niðurgreiddu íslensk stjórnvöld lambakjöt ofan í Íslendinga til að hafa hemil á verðbólgu hér á landi. Nú nota stjórnvöld íslenska skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í útlendinga í útlöndum beinlínis til að auka eða viðhalda verðbólgu hér á landi. Ráðherrann lætur að því liggja að þessar niðurgreiðslur/útflutningsbætur séu ætlaðar til að viðhalda byggð í landinu og tryggja kjör bænda. Ekki gef ég mikið fyrir slíkt frá ráðherra sem stendur dyggan vörð um landbúnaðarkerfi sem þjónar hvorki bændum né neytendum en virðist hannað utan um hagsmunagæslu milliliða. Einnig ítreka ég að í fyrrnefndu opnu bréfi til þingmanna bendi ég á að ef vilji stjórnvalda stendur til að bæta hag sauðfjárbænda eru til leiðir að því markmiði aðrar en þær að nota íslenskt skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga og halda uppi matvælaverði á Íslandi. Þá heldur ráðherrann því fram að lambakjöt sé svo ódýrt hér á landi í alþjóðlegum samanburði að áhyggjur mínar af verðlagningu þess til íslenskra neytenda séu óþarfar. Lauslegur samanburður á verði lambalæris hér á landi og í nokkrum nágrannalöndum okkar bendir til þess að ekki sé mikill munur á verðinu hér á landi og ytra. Jafnvel virðist fremur halla á Ísland í þeim samanburði. Ráðherrann hefur af því miklar áhyggjur að Neytendasamtökin skipti sér af tilraunum stjórnvalda til að nota skattpeninga til að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda og beinir því til mín að horfa frekar á álagningu verslunarinnar hér á landi. Nú efast ég ekki um að Gunnar Bragi er önnum kafinn maður en er það virkilega svo að umræðan síðustu vikna um okur á Íslandi og þátttaka okkar hjá Neytendasamtökunum, sem höfum einmitt gagnrýnt okur í íslenskri verslun, í henni hafi með öllu farið fram hjá honum? Landbúnaðarráðherra er hér með boðið í kaffi til mín á skrifstofu Neytendasamtakanna þar sem ég get farið yfir áherslur samtakanna og helstu atriði sem snúa að neytendavernd með honum. Ég held að við eigum ekki Bragakaffi uppi í skáp en ég lofa honum góðum sopa og íslenskri mjólk eða rjóma út í ef hann tekur það ekki svart. Ég óska svo Gunnari Braga og öllum landsmönnum farsældar á komandi ári og vona að hann sé einhvers vísari eftir lestur inngangs þessarar jólakveðju.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun