Sá sem er grunaður um árásina í Berlín hafði verið undir eftirlit fyrr á árinu Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2016 22:38 Myndir af Anis Amri sem lögreglan í Þýskalandi notar til að lýsa eftir honum. Vísir/EPA Túnisinn sem er eftirlýstur vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín hafði verið undir eftirliti yfirvalda fyrr á þessu ári. Maðurinn er 23 ára gamall og heitir Anis Amri. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hann hafi verið undir eftirliti vegna gruns um að hafa lagt á ráðin um að fjármagna kaup á sjálfvirkum skotvopnum með ráni. Yfirvöld hættu hins vegar rannsókn sinni á Amri vegna skorts á sönnunargögnum. Áður en hann kom til Þýskalands, þar sem hann sótti um hæli, hafði hann afplánað fjögur ár í fangelsi á Ítalíu vegna íkveikju og átti yfir höfði sér fangelsisvist í Túnis. Nú er hans leitað víðs vegar um Evrópu. Handtökuskipun var gefin út á hendur honum eftir að landvistarleyfi hans fannst í vörubílnum sem var ekið inn á jólamarkaðinn í Berlín síðastliðið mánudagskvöld. 12 létu lífið í árásinni og 49 særðust. Yfirvöld í Þýskalandi hafa heitið 100 þúsund evrum, eða sem nemur tæpum 12 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans. Hann er talinn hafa notast við sex nöfn í gegnum tíðina og einnig sagst ýmist vera frá Egyptalandi eða Líbanon. Talið er að hann hafi særst í átökum við bílstjóra vörubílsins. Bílstjórinn fannst látinn í vörubílnum þegar lögreglan kannaði vettvanginn eftir árásina. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Túnisinn hafði átt í samskiptum við predikarann Abu Walaa Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Evrópu allri að túnískum manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að árásinni á jólamarkaðnum í Berlín. 21. desember 2016 15:14 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Túnisinn sem er eftirlýstur vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín hafði verið undir eftirliti yfirvalda fyrr á þessu ári. Maðurinn er 23 ára gamall og heitir Anis Amri. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hann hafi verið undir eftirliti vegna gruns um að hafa lagt á ráðin um að fjármagna kaup á sjálfvirkum skotvopnum með ráni. Yfirvöld hættu hins vegar rannsókn sinni á Amri vegna skorts á sönnunargögnum. Áður en hann kom til Þýskalands, þar sem hann sótti um hæli, hafði hann afplánað fjögur ár í fangelsi á Ítalíu vegna íkveikju og átti yfir höfði sér fangelsisvist í Túnis. Nú er hans leitað víðs vegar um Evrópu. Handtökuskipun var gefin út á hendur honum eftir að landvistarleyfi hans fannst í vörubílnum sem var ekið inn á jólamarkaðinn í Berlín síðastliðið mánudagskvöld. 12 létu lífið í árásinni og 49 særðust. Yfirvöld í Þýskalandi hafa heitið 100 þúsund evrum, eða sem nemur tæpum 12 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans. Hann er talinn hafa notast við sex nöfn í gegnum tíðina og einnig sagst ýmist vera frá Egyptalandi eða Líbanon. Talið er að hann hafi særst í átökum við bílstjóra vörubílsins. Bílstjórinn fannst látinn í vörubílnum þegar lögreglan kannaði vettvanginn eftir árásina.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Túnisinn hafði átt í samskiptum við predikarann Abu Walaa Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Evrópu allri að túnískum manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að árásinni á jólamarkaðnum í Berlín. 21. desember 2016 15:14 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47
Túnisinn hafði átt í samskiptum við predikarann Abu Walaa Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Evrópu allri að túnískum manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að árásinni á jólamarkaðnum í Berlín. 21. desember 2016 15:14
Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42