Gleymdu þeir alveg skotinu hans Kareem Abdul-Jabbar? | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 17:00 Hið fræga skot Kareem Abdul-Jabbar. Vísir/Getty Fyrir þá sem héldu að sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, svokallað „skyhook" sé frægasta skot í sögu NBA-deildarinnar eru að villugötum samkvæmt nýrri samantekt Sports Center á ESPN í tilefni af því að treyja Tim Duncan fór upp í rjáfur. Tim Duncan var þekktur fyrir að láta verkin tala inn á vellinum, sannkallaður sigurvegari og liðsmaður, laus við öll látalæti og hann frægasta skot var að setja hann af spjaldinu í kringum teiginn. Spjaldskotið hans Tim Duncan er á lista SportsCenter yfir þessu frægu skot eða hreyfingar NBA-leikmanna í gegnum tíðina, svokölluð „NBA signature moves“, en þau eru nú nokkur skemmtileg. Michael Jordan á sitt skot í upptalningunni, þarna má líka finna tilþrif frá Kobe Bryant, Allen Iverson og að sjálfsögðu draumadansinn hans Hakeem Olajuwon. Sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, skotið sem ekki var hægt að blokka og skotið hjá stigahæsta leikmanni NBA-deildarinnar kemst hinsvegar ekki inn í myndbandið. Netverjar voru skiljanlega fljótir að benda á þetta ekki síst þar sem Steph Curry fær að vera með og þarna eru líka tilþrif frá Dirk Nowitzki og Bill Rusell. Dikembe Mutombo og Magic Johnson fá líka að vera með maðurinn, með 38387 stig og stóran hluta þeirra með sveifluskotinu sem gleymdist, er hvergi sjáanlegur. Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tuttugu tímabil fyrir bæði Milwaukee Bucks (1969–1975) og Los Angeles Lakers (1975–1989). Hann varð sex sinnum NBA-meistari (1971, 1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og sex sinnum valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (1971, 1972, 1974, 1976, 1977, 1980). Abdul-Jabbar lék alls 1560 leiki í NBA og skoraði í þeim 24,6 stig að meðaltali, tók 11,2 fráköst í leik, gaf 3,6 stoðsendingar og varði 2,6 skot að meðaltali í þessum leikjum frá 1969 til 1989. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, er hinsvegar flott og það verður enginn körfuboltaáhugamaður svikinn af því að horfa á þessi tilþrif nokkrum sinnum í viðbót. Kareem Abdul-Jabbar fær bara að vera með næst.Duncan's bank. MJ's fadeaway. Hakeem's Dream Shake. NBA legends' signature moves never go out of style in this @CocaCola #SCMustSee. pic.twitter.com/IXr9xHfvOw— SportsCenter (@SportsCenter) December 19, 2016 NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Fyrir þá sem héldu að sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, svokallað „skyhook" sé frægasta skot í sögu NBA-deildarinnar eru að villugötum samkvæmt nýrri samantekt Sports Center á ESPN í tilefni af því að treyja Tim Duncan fór upp í rjáfur. Tim Duncan var þekktur fyrir að láta verkin tala inn á vellinum, sannkallaður sigurvegari og liðsmaður, laus við öll látalæti og hann frægasta skot var að setja hann af spjaldinu í kringum teiginn. Spjaldskotið hans Tim Duncan er á lista SportsCenter yfir þessu frægu skot eða hreyfingar NBA-leikmanna í gegnum tíðina, svokölluð „NBA signature moves“, en þau eru nú nokkur skemmtileg. Michael Jordan á sitt skot í upptalningunni, þarna má líka finna tilþrif frá Kobe Bryant, Allen Iverson og að sjálfsögðu draumadansinn hans Hakeem Olajuwon. Sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, skotið sem ekki var hægt að blokka og skotið hjá stigahæsta leikmanni NBA-deildarinnar kemst hinsvegar ekki inn í myndbandið. Netverjar voru skiljanlega fljótir að benda á þetta ekki síst þar sem Steph Curry fær að vera með og þarna eru líka tilþrif frá Dirk Nowitzki og Bill Rusell. Dikembe Mutombo og Magic Johnson fá líka að vera með maðurinn, með 38387 stig og stóran hluta þeirra með sveifluskotinu sem gleymdist, er hvergi sjáanlegur. Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tuttugu tímabil fyrir bæði Milwaukee Bucks (1969–1975) og Los Angeles Lakers (1975–1989). Hann varð sex sinnum NBA-meistari (1971, 1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og sex sinnum valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (1971, 1972, 1974, 1976, 1977, 1980). Abdul-Jabbar lék alls 1560 leiki í NBA og skoraði í þeim 24,6 stig að meðaltali, tók 11,2 fráköst í leik, gaf 3,6 stoðsendingar og varði 2,6 skot að meðaltali í þessum leikjum frá 1969 til 1989. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, er hinsvegar flott og það verður enginn körfuboltaáhugamaður svikinn af því að horfa á þessi tilþrif nokkrum sinnum í viðbót. Kareem Abdul-Jabbar fær bara að vera með næst.Duncan's bank. MJ's fadeaway. Hakeem's Dream Shake. NBA legends' signature moves never go out of style in this @CocaCola #SCMustSee. pic.twitter.com/IXr9xHfvOw— SportsCenter (@SportsCenter) December 19, 2016
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira