Hvar er hugur þinn? Bjarni Gíslason skrifar 20. desember 2016 07:00 Ég er einn af þeim sem geta verið pínulítið utan við sig á stundum. Stundum segir konan mín við mig: „Bjarni ertu hérna? Halló!“ Þá er hugur minn einhvers staðar allt annars staðar og hún nær ekki sambandi þó að ég hafi jafnvel hummað við einhverju og þóst vera á staðnum. Við erum mörg sem þurfum að vera duglegri við að vera þar sem við erum með fulla einbeitingu á stund og stað og þeim manneskjum sem maður er með þar og þá.Saman í friði og sátt En þrátt fyrir að þetta sé satt ætla ég samt að færa rök fyrir því að stundum megi maður vera með hugann annars staðar. Ekki síst núna þegar jólin eru að koma og við ætlum öll að njóta þess að vera til, vera saman í friði og sátt. Þá er hollt að vera með hugann líka annars staðar, til dæmis hjá þeim sem lifa ekki við frið og sátt, velsæld og velmegun eins og við flest.Að leggja fram sinn skerf Flóttamenn frá Sýrlandi í flóttamannabúðum í Jórdaníu eða flóttamenn frá Suður-Súdan í Úganda eða fólkið í Jijiga-héraði í Eþíópíu þar sem úrkoma er af skornum skammti og vatn sömuleiðis. Það má vera annars hugar og vera með hugann hjá þeim OG leggja fram sinn skerf til þess að þau hafi það betra.Hagur náungans Oft er það ákveðin sjálflægni sem gerir það að verkum að maður er annars hugar, upptekinn við eigin hag. Það er allavega skárra að vera annars hugar af því að maður er að hugsa um hag náungans. Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er í fullum gangi. Vertu annars hugar og taktu þátt. Þá getur þú svarað: „Já, elskan, ég er hér, ég var bara að hugsa um náunga minn, en nú ætla ég að horfa í augun á þér öll jólin.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim sem geta verið pínulítið utan við sig á stundum. Stundum segir konan mín við mig: „Bjarni ertu hérna? Halló!“ Þá er hugur minn einhvers staðar allt annars staðar og hún nær ekki sambandi þó að ég hafi jafnvel hummað við einhverju og þóst vera á staðnum. Við erum mörg sem þurfum að vera duglegri við að vera þar sem við erum með fulla einbeitingu á stund og stað og þeim manneskjum sem maður er með þar og þá.Saman í friði og sátt En þrátt fyrir að þetta sé satt ætla ég samt að færa rök fyrir því að stundum megi maður vera með hugann annars staðar. Ekki síst núna þegar jólin eru að koma og við ætlum öll að njóta þess að vera til, vera saman í friði og sátt. Þá er hollt að vera með hugann líka annars staðar, til dæmis hjá þeim sem lifa ekki við frið og sátt, velsæld og velmegun eins og við flest.Að leggja fram sinn skerf Flóttamenn frá Sýrlandi í flóttamannabúðum í Jórdaníu eða flóttamenn frá Suður-Súdan í Úganda eða fólkið í Jijiga-héraði í Eþíópíu þar sem úrkoma er af skornum skammti og vatn sömuleiðis. Það má vera annars hugar og vera með hugann hjá þeim OG leggja fram sinn skerf til þess að þau hafi það betra.Hagur náungans Oft er það ákveðin sjálflægni sem gerir það að verkum að maður er annars hugar, upptekinn við eigin hag. Það er allavega skárra að vera annars hugar af því að maður er að hugsa um hag náungans. Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er í fullum gangi. Vertu annars hugar og taktu þátt. Þá getur þú svarað: „Já, elskan, ég er hér, ég var bara að hugsa um náunga minn, en nú ætla ég að horfa í augun á þér öll jólin.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar