Sigmundur fékk mörg hundruð atkvæði frá Bangladess Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. desember 2016 13:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kosinn maður ársins á Útvarpi Sögu. vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vann kosningu um Mann ársins á Rás 2 út á atkvæði frá erlendum IP-tölum. Það komst þó upp áður en úrslitin voru kunngjörð og eftir endurtalningu stóðu björgunarsveitir Landsbjargar uppi sem sigurvegarar. Sigmundur hafnaði í þriðja sæti. Heimildir fréttastofu herma að mörg hundruð atkvæði hafi borist í gegnum IP-tölur frá Bangladess, en kosningin fór fram í gegnum vef Ríkisútvarpsins. Fleiri fengu hins vegar einnig atkvæði erlendis frá, en enginn eins mörg og Sigmundur. Ingólfur Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri nýmiðlasviðs RÚV, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann staðfesti hins vegar að verið væri að skoða hvort eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað í kosningunni. Aðspurður sagði hann að þau atkvæði sem teljist óeðlileg verði sjálfkrafa ógild. Sigmundur Davíð greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði fengið símtal frá Ríkisútvarpinu þar sem hann hefði verið beðinn um að taka við viðurkenningu sem maður ársins. Það hafi hins vegar breyst eftir endurtalningu en sagðist sáttur við að björgunarsveitirnar hefðu hreppt nafnbótina, enda séu þær helsta stolt Íslendinga. Sigmundur Davíð var valinn maður ársins á Útvarpi Sögu í vikunni. Alls bárust 20 þúsund gild atkvæði í kosningunni en tilkynnt var um sigurvegarann í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Annað sætið hreppti Jóhannes KR. Kristjánsson og Sigmundur Davíð í þriðja sætið. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu vegna deilna Sigmundar Davíðs við RÚV vegna þess sem hann telur ósanngjarna umfjöllun um sig á árinu sem senn er að líða. Er hann sérstaklega ósáttur við umfjöllun í tengslum við félagið Wintris. Jóhannes Kr. hélt utan um umfjöllun Reykjavík Media í samstarfi við Kastljós og sænska ríkisútvarpið við úrvinnslu gagna úr Panama-lekanum þaðan sem upplýsingarnar um umrætt félag komu fram. Sigmundur hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV, sem stendur við allan sinn flutning. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26 Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30 Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Jóhannes Kr. Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð þriðji. 30. desember 2016 18:22 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vann kosningu um Mann ársins á Rás 2 út á atkvæði frá erlendum IP-tölum. Það komst þó upp áður en úrslitin voru kunngjörð og eftir endurtalningu stóðu björgunarsveitir Landsbjargar uppi sem sigurvegarar. Sigmundur hafnaði í þriðja sæti. Heimildir fréttastofu herma að mörg hundruð atkvæði hafi borist í gegnum IP-tölur frá Bangladess, en kosningin fór fram í gegnum vef Ríkisútvarpsins. Fleiri fengu hins vegar einnig atkvæði erlendis frá, en enginn eins mörg og Sigmundur. Ingólfur Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri nýmiðlasviðs RÚV, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann staðfesti hins vegar að verið væri að skoða hvort eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað í kosningunni. Aðspurður sagði hann að þau atkvæði sem teljist óeðlileg verði sjálfkrafa ógild. Sigmundur Davíð greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði fengið símtal frá Ríkisútvarpinu þar sem hann hefði verið beðinn um að taka við viðurkenningu sem maður ársins. Það hafi hins vegar breyst eftir endurtalningu en sagðist sáttur við að björgunarsveitirnar hefðu hreppt nafnbótina, enda séu þær helsta stolt Íslendinga. Sigmundur Davíð var valinn maður ársins á Útvarpi Sögu í vikunni. Alls bárust 20 þúsund gild atkvæði í kosningunni en tilkynnt var um sigurvegarann í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Annað sætið hreppti Jóhannes KR. Kristjánsson og Sigmundur Davíð í þriðja sætið. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu vegna deilna Sigmundar Davíðs við RÚV vegna þess sem hann telur ósanngjarna umfjöllun um sig á árinu sem senn er að líða. Er hann sérstaklega ósáttur við umfjöllun í tengslum við félagið Wintris. Jóhannes Kr. hélt utan um umfjöllun Reykjavík Media í samstarfi við Kastljós og sænska ríkisútvarpið við úrvinnslu gagna úr Panama-lekanum þaðan sem upplýsingarnar um umrætt félag komu fram. Sigmundur hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV, sem stendur við allan sinn flutning.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26 Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30 Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Jóhannes Kr. Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð þriðji. 30. desember 2016 18:22 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26
Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30
Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Jóhannes Kr. Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð þriðji. 30. desember 2016 18:22