Tólf manns handteknir vegna árásarinnar í Istanbúl Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2017 23:15 Lögreglan hefur birt mynd af manninum og vonast til að fá hann nafngreindan. Vísir/AFP Tyrkneska lögreglan hefur gert áhlaup víðsvegar um Istanbúl og handtekið tólf manns í leit að manninum sem gerði árás á næturklúbb á nýársnótt og myrti 39 manns ásamt því að særa tæplega sjötíu. BBC greinir frá.Maðurinn réðst inn á næturklúbbinn Reina klukkan 1:30 að staðartíma, eða klukkan 22:30 á íslenskum tíma á nýársnótt og hóf skothríð á gesti staðarins sem þar voru samankomnir til þess að fagna áramótum. Sjá einnig: Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í IstanbúlAð sögn lögregluyfirvalda í borginni hefur lögreglan undir höndum fingraför árásarmannsins og hefur jafnframt birt myndir af honum á netinu. Vonast er til þess að hægt verði að nafngreina hann fljótlega. Sérsveit lögreglunnar hefur gert áhlaup víðsvegar um borgina og notað þyrlu við aðgerðir sínar. Talið er að hann sé frá Úsbekistan eða Kirgistan en um tveir þriðju af fórnarlömbum hans voru af erlendu bergi brotnir. Áður hefur komið fram að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögreglan rannsakar nú hvort að maðurinn tengist sama hóp vígamanna og myrti tugi saklausra borgara á Ataturk flugvellinum í Istanbúl síðasta sumar. Hryðjuverkasamtökin sögðu meðal annars í yfirlýsingu sinni að árásin hefði verið framið af,,hetjulegum hermanni"sínum og sökuðu samtökin Tyrki um að úthella blóði múslíma með loftárásum sínum í Sýrlandi. Er þetta í fyrsta skipti sem samtökin hafa með beinum hætti lýst yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkum í landinu. Lögreglan vonar að ekki einungis verði hægt að hafa hendur í hári mannsins heldur einnig þeirra sem taldir eru hafa aðstoðað hann. Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni 39 létu lífið og minnst 69 eru særðir, þar af fjórir í alvarlegu ástandi. 2. janúar 2017 08:03 Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í Istanbúl Leit stendur enn yfir að manninum sem varð 39 manns að bana og særði tæplega sjötíu í árás í Istanbúl á nýársnótt. 2. janúar 2017 10:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Tyrkneska lögreglan hefur gert áhlaup víðsvegar um Istanbúl og handtekið tólf manns í leit að manninum sem gerði árás á næturklúbb á nýársnótt og myrti 39 manns ásamt því að særa tæplega sjötíu. BBC greinir frá.Maðurinn réðst inn á næturklúbbinn Reina klukkan 1:30 að staðartíma, eða klukkan 22:30 á íslenskum tíma á nýársnótt og hóf skothríð á gesti staðarins sem þar voru samankomnir til þess að fagna áramótum. Sjá einnig: Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í IstanbúlAð sögn lögregluyfirvalda í borginni hefur lögreglan undir höndum fingraför árásarmannsins og hefur jafnframt birt myndir af honum á netinu. Vonast er til þess að hægt verði að nafngreina hann fljótlega. Sérsveit lögreglunnar hefur gert áhlaup víðsvegar um borgina og notað þyrlu við aðgerðir sínar. Talið er að hann sé frá Úsbekistan eða Kirgistan en um tveir þriðju af fórnarlömbum hans voru af erlendu bergi brotnir. Áður hefur komið fram að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögreglan rannsakar nú hvort að maðurinn tengist sama hóp vígamanna og myrti tugi saklausra borgara á Ataturk flugvellinum í Istanbúl síðasta sumar. Hryðjuverkasamtökin sögðu meðal annars í yfirlýsingu sinni að árásin hefði verið framið af,,hetjulegum hermanni"sínum og sökuðu samtökin Tyrki um að úthella blóði múslíma með loftárásum sínum í Sýrlandi. Er þetta í fyrsta skipti sem samtökin hafa með beinum hætti lýst yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkum í landinu. Lögreglan vonar að ekki einungis verði hægt að hafa hendur í hári mannsins heldur einnig þeirra sem taldir eru hafa aðstoðað hann.
Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni 39 létu lífið og minnst 69 eru særðir, þar af fjórir í alvarlegu ástandi. 2. janúar 2017 08:03 Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í Istanbúl Leit stendur enn yfir að manninum sem varð 39 manns að bana og særði tæplega sjötíu í árás í Istanbúl á nýársnótt. 2. janúar 2017 10:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni 39 létu lífið og minnst 69 eru særðir, þar af fjórir í alvarlegu ástandi. 2. janúar 2017 08:03
Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í Istanbúl Leit stendur enn yfir að manninum sem varð 39 manns að bana og særði tæplega sjötíu í árás í Istanbúl á nýársnótt. 2. janúar 2017 10:10