Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2017 13:30 Þór/KA hefur verið í fremstu röð síðustu ár og varð Íslandsmeistari árið 2012. Vísir/Anton Ósætti hefur verið á Akureyri um hvernig pening sem var úthlutað af KSÍ til Þórs og KA var skipt á milli félaganna. KSÍ úthlutaði fjármagni til aðildarfélaga sinna í tengslum við tekjur sambandsins af Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í sumar. Var framlagið reiknað meðal annars út frá árangri liðanna síðastliðin þrjú tímabil. Þór/KA hefur verið í hópi fremstu kvennaliða á Íslandi en engu að síður fékk liðið enga peninga beint til sín frá KSÍ, heldur var upphæðunum úthlutað til félaganna á bak við liðið - Þór og KA. Fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í lok síðasta mánaðar að ágreiningur væri á milli félaganna um hvernig skipta ætti þeim fjármunum sem KSÍ úthlutaði. Nói Björnsson, sem starfað hefur í kvennaráði Þórs/KA undanfarin ár, sagði í bréfi sem hann sendi knattspyrnudeild KA að tvær milljónir hafi farið til hvors félags vegna þátttöku Þórs/KA. Ein og hálf milljón vegna árangursins og hálf milljón vegna fækkun áhorfenda á leikjum á meðan EM stóð síðastliðið sumar.Andinn í samskiptunum hjálpaði ekki til Í gær ákvað aðalstjórn KA að hætta samstarfi við Þór um að halda úti sameiginlegum liðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna í handbolta og körfubolta. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, vildi í samtali við Vísi í dag ekki fullyrða að þetta mál hafi orðið til þess að samstarfinu hafi verið slitið. „Við skulum segja að andinn í samskiptunum hafi ekki hjálpað til. Fyrst og fremst gerðum við þetta til að sinna þeim stelpum sem eru í félaginu sem best,“ sagði hann. Um þetta tiltekna mál segir hann það alveg skýrt að það var KSÍ sem greiddi út peninginn og það væri ekki hlutverk KA að gera það. „Við fengum þennan pening eins og öll önnur félög í landinu með þeim fyrirmælum að verja til knattspyrnutengdra mála. Við gerðum það,“ sagði Eiríkur en KA ákvað að nýta fjármunina til uppbyggingar á aðstöðu félagsins.Margir gera tilkall Eiríkur gerir athugasemdir við það að kvennaráð Þórs/KA hafi gefið sér ákveðna útreikninga, þegar engir útreikningar hafi fylgt úthlutuninni frá KSÍ né heldur fyrirmæli um skiptingu fjársins. „KSÍ er fullkunnugt um með hvaða hætti málin hafa verið á Akureyri. Ef það er ætlun KSÍ að það ætti að skipta peningnum þá kom það ekki fram.“ „Þegar peningar eru á borðinu gera margir tilkall til þeirra. Það er ekki endilega þannig að sá sem hrópar hæst hafi endilega rétt fyrir sér.“Bíta í skottið á sér Árni Óðinsson, formaður Þórs, segir að þessu máli hafi aldrei verið blandað inn í samskipti á milli félaganna. Þetta hafi verið á borði kvennaráðs Þórs/KA. „Við greiddum kvennaráðinu sem þeim ber út af hlut Þórs/KA í úthlutuninni. KA hefur ekki sama skilninginn á málinu og hafa sína túlkun á því,“ sagði Árni. „En það er alveg ljóst að hluti af þessari greiðslu er vegna færri áhorfenda og tekjutaps í miðasölu. Ég væri kjáni ef ég myndi skilja það öðruvísi en svo að sá hluti upphæðarinnar væri til kominn vegna leikja liðsins.“ „Menn geta svo haft mismunandi skoðun á annarri greiðslu en þarna finnst mér að menn séu að bíta í skottið á sér.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Ósætti hefur verið á Akureyri um hvernig pening sem var úthlutað af KSÍ til Þórs og KA var skipt á milli félaganna. KSÍ úthlutaði fjármagni til aðildarfélaga sinna í tengslum við tekjur sambandsins af Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í sumar. Var framlagið reiknað meðal annars út frá árangri liðanna síðastliðin þrjú tímabil. Þór/KA hefur verið í hópi fremstu kvennaliða á Íslandi en engu að síður fékk liðið enga peninga beint til sín frá KSÍ, heldur var upphæðunum úthlutað til félaganna á bak við liðið - Þór og KA. Fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í lok síðasta mánaðar að ágreiningur væri á milli félaganna um hvernig skipta ætti þeim fjármunum sem KSÍ úthlutaði. Nói Björnsson, sem starfað hefur í kvennaráði Þórs/KA undanfarin ár, sagði í bréfi sem hann sendi knattspyrnudeild KA að tvær milljónir hafi farið til hvors félags vegna þátttöku Þórs/KA. Ein og hálf milljón vegna árangursins og hálf milljón vegna fækkun áhorfenda á leikjum á meðan EM stóð síðastliðið sumar.Andinn í samskiptunum hjálpaði ekki til Í gær ákvað aðalstjórn KA að hætta samstarfi við Þór um að halda úti sameiginlegum liðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna í handbolta og körfubolta. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, vildi í samtali við Vísi í dag ekki fullyrða að þetta mál hafi orðið til þess að samstarfinu hafi verið slitið. „Við skulum segja að andinn í samskiptunum hafi ekki hjálpað til. Fyrst og fremst gerðum við þetta til að sinna þeim stelpum sem eru í félaginu sem best,“ sagði hann. Um þetta tiltekna mál segir hann það alveg skýrt að það var KSÍ sem greiddi út peninginn og það væri ekki hlutverk KA að gera það. „Við fengum þennan pening eins og öll önnur félög í landinu með þeim fyrirmælum að verja til knattspyrnutengdra mála. Við gerðum það,“ sagði Eiríkur en KA ákvað að nýta fjármunina til uppbyggingar á aðstöðu félagsins.Margir gera tilkall Eiríkur gerir athugasemdir við það að kvennaráð Þórs/KA hafi gefið sér ákveðna útreikninga, þegar engir útreikningar hafi fylgt úthlutuninni frá KSÍ né heldur fyrirmæli um skiptingu fjársins. „KSÍ er fullkunnugt um með hvaða hætti málin hafa verið á Akureyri. Ef það er ætlun KSÍ að það ætti að skipta peningnum þá kom það ekki fram.“ „Þegar peningar eru á borðinu gera margir tilkall til þeirra. Það er ekki endilega þannig að sá sem hrópar hæst hafi endilega rétt fyrir sér.“Bíta í skottið á sér Árni Óðinsson, formaður Þórs, segir að þessu máli hafi aldrei verið blandað inn í samskipti á milli félaganna. Þetta hafi verið á borði kvennaráðs Þórs/KA. „Við greiddum kvennaráðinu sem þeim ber út af hlut Þórs/KA í úthlutuninni. KA hefur ekki sama skilninginn á málinu og hafa sína túlkun á því,“ sagði Árni. „En það er alveg ljóst að hluti af þessari greiðslu er vegna færri áhorfenda og tekjutaps í miðasölu. Ég væri kjáni ef ég myndi skilja það öðruvísi en svo að sá hluti upphæðarinnar væri til kominn vegna leikja liðsins.“ „Menn geta svo haft mismunandi skoðun á annarri greiðslu en þarna finnst mér að menn séu að bíta í skottið á sér.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01