Spjótin beinast að jafnréttisstýru: „Ég er ekki að alhæfa nokkurn skapaðan hlut“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2017 14:15 Kristín Ástgeirsdóttir segir að lítil umræða fari fram um aukið kynjabil í menntun Íslendinga. Vísir/Vilhelm/Valli „Ég sagði kannski er þetta ein skýringin. Ég er ekki að alhæfa nokkurn skapaðan hlut,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, um ummæli sín í Morgunblaðinu í gær um mögulegar skýringar á auknu brottfalli drengja úr skólum í gær sem vakið hafa athygli. „Kannski að alla stráka dreymi um að verða atvinnumenn í knattspyrnu og þeir telji sig ekki þurfa á menntun að halda,“ var haft eftir Kristínu í umfjöllun Morgunblaðsins um aukið kynjabil í menntun en samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru töluvert fleiri konur en karlar á aldrinum 25 til 64 ára með háskólamenntun. Kristín var meðal annars gagnrýnd í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun auk þess sem að hún hefur verið gagnrýnd á samfélagsmiðlum, meðal annars af Davíð Þorlákssyni, lögfræðingi Icelandair og fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem sagði ummæli Kristínar benda til þess að viðhorf hennar gagnvart þessum vanda væri „ömurlegt“.Ljóst er að marga krakka dreymir um að feta í fótspor landsliðsmanna Íslands í knattspyrnu.Vísir/VilhelmVangaveltur frekar en vísindaleg gögn Í samtali við Vísi segir Krístín að um vangaveltur hafi verið að ræða af sinni hálfu og að tölurnar bendi til þess að strákarnir séu greinilega að hugsa um eitthvað annað en menntun. „Ég var að velta fyrir mér einhverjum skýringum á þessu. Mér finnst vera mjög mikil áhersla á keppnisíþróttir og maður veit það að krökkum finnst þetta ægilega spennandi. Það eru miklu meiri möguleikar í atvinnumennsku fyrir karla eða konur. Ég var að velta því fyrir mér hvort að einhvernveginn sé stór hópur stráka að taka þá stefnu og finnst kannski að menntun skipti ekki máli,“ segir Kristín. Ljóst er að dýrðarljómi atvinnumennskunnar í íþróttum heillar marga og líklegt má telja að ungt fólk af báðum kynjum hafi það að markmiði að ná slíkum árangri. Erfitt er þó að sannreyna hvort að slíkt hafi áhrif á námsárangur. Kristín segir að hún byggi þessar vangaveltur mun frekar á tilfinningu frekar en tölum og að engin vísindaleg könnun sé þar að baki. „Þetta eru vangaveltur. Ég er að hugsa út frá strákum sem ég séð í kringum mig og eru mjög miklir fótboltadýrkendur. Það er ekkert samasemmerki á milli þess að vera í íþróttum og vera ekki menntaður þó það gildi reyndar um ýmsa,“ segir Kristín. „Það eru ekkert allir strákar í íþróttum og auðvitað er stór hluti sem er að mennta sig en hann fer minnkandi. Það er áhyggjuefni.“Það eru eflaust margir sem vilja feta í fótspor Gylfa Sigurðssonar, atvinnumanns í knattspyrnu.vísir/gettyMikilvægt að kanna hvað veldur Kristín kallar eftir aukinni umræðu um þetta aukna kynjabil í menntun en hún segir reyndar að lítil sem engin umræða um þessa þróun fari fram. Segir hún mikilvægt sé að kannað verði hvað sé að valda þessari þróun. „Í mörg ár hefur þróunin verið að hlutur kvenna í háskólamenntun fer stöðugt vaxandi en hlutur karla minnkar, hvað býr þarna að baki? Hvaða þjóðfélagsbreytingar eru þetta?“ spyr Kristín. „Mér finnst ástæða til að kanna þetta. Ég held að upp á framtíðina sé þetta ekki gott.“ Aðspurð að því hvort að hún telji að einhverjar aðrar ástæður en draumar ungra drengja um atvinnumennsku í knattspyrnu búi að baki auknu brottfalli stráka úr skóla segir Kristín að rannsóknir hafi sýnt að vanlíðan í skóla spili þar þátt. Þá veltir hún því fyrir sér hvort að strákar fái ekki jafn mikla hvatningu og stelpur. „Ef maður lítur á einkunnir, brottfall, það er eitthvað að þarna,“ segir Kristín sem tekur þó fram að líkt og margir aðrir Íslendingar hafi hún mjög gaman að fótbolta. „En ég vil taka það fram að ég hef sjálf mjög gaman að fótbolta og er ekki að skjóta á fótbolta. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort að þarna sé einhver ofuráhersla í gangi sem við þyrftum kannski að skoða.“ Fréttir af flugi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Ég sagði kannski er þetta ein skýringin. Ég er ekki að alhæfa nokkurn skapaðan hlut,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, um ummæli sín í Morgunblaðinu í gær um mögulegar skýringar á auknu brottfalli drengja úr skólum í gær sem vakið hafa athygli. „Kannski að alla stráka dreymi um að verða atvinnumenn í knattspyrnu og þeir telji sig ekki þurfa á menntun að halda,“ var haft eftir Kristínu í umfjöllun Morgunblaðsins um aukið kynjabil í menntun en samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru töluvert fleiri konur en karlar á aldrinum 25 til 64 ára með háskólamenntun. Kristín var meðal annars gagnrýnd í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun auk þess sem að hún hefur verið gagnrýnd á samfélagsmiðlum, meðal annars af Davíð Þorlákssyni, lögfræðingi Icelandair og fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem sagði ummæli Kristínar benda til þess að viðhorf hennar gagnvart þessum vanda væri „ömurlegt“.Ljóst er að marga krakka dreymir um að feta í fótspor landsliðsmanna Íslands í knattspyrnu.Vísir/VilhelmVangaveltur frekar en vísindaleg gögn Í samtali við Vísi segir Krístín að um vangaveltur hafi verið að ræða af sinni hálfu og að tölurnar bendi til þess að strákarnir séu greinilega að hugsa um eitthvað annað en menntun. „Ég var að velta fyrir mér einhverjum skýringum á þessu. Mér finnst vera mjög mikil áhersla á keppnisíþróttir og maður veit það að krökkum finnst þetta ægilega spennandi. Það eru miklu meiri möguleikar í atvinnumennsku fyrir karla eða konur. Ég var að velta því fyrir mér hvort að einhvernveginn sé stór hópur stráka að taka þá stefnu og finnst kannski að menntun skipti ekki máli,“ segir Kristín. Ljóst er að dýrðarljómi atvinnumennskunnar í íþróttum heillar marga og líklegt má telja að ungt fólk af báðum kynjum hafi það að markmiði að ná slíkum árangri. Erfitt er þó að sannreyna hvort að slíkt hafi áhrif á námsárangur. Kristín segir að hún byggi þessar vangaveltur mun frekar á tilfinningu frekar en tölum og að engin vísindaleg könnun sé þar að baki. „Þetta eru vangaveltur. Ég er að hugsa út frá strákum sem ég séð í kringum mig og eru mjög miklir fótboltadýrkendur. Það er ekkert samasemmerki á milli þess að vera í íþróttum og vera ekki menntaður þó það gildi reyndar um ýmsa,“ segir Kristín. „Það eru ekkert allir strákar í íþróttum og auðvitað er stór hluti sem er að mennta sig en hann fer minnkandi. Það er áhyggjuefni.“Það eru eflaust margir sem vilja feta í fótspor Gylfa Sigurðssonar, atvinnumanns í knattspyrnu.vísir/gettyMikilvægt að kanna hvað veldur Kristín kallar eftir aukinni umræðu um þetta aukna kynjabil í menntun en hún segir reyndar að lítil sem engin umræða um þessa þróun fari fram. Segir hún mikilvægt sé að kannað verði hvað sé að valda þessari þróun. „Í mörg ár hefur þróunin verið að hlutur kvenna í háskólamenntun fer stöðugt vaxandi en hlutur karla minnkar, hvað býr þarna að baki? Hvaða þjóðfélagsbreytingar eru þetta?“ spyr Kristín. „Mér finnst ástæða til að kanna þetta. Ég held að upp á framtíðina sé þetta ekki gott.“ Aðspurð að því hvort að hún telji að einhverjar aðrar ástæður en draumar ungra drengja um atvinnumennsku í knattspyrnu búi að baki auknu brottfalli stráka úr skóla segir Kristín að rannsóknir hafi sýnt að vanlíðan í skóla spili þar þátt. Þá veltir hún því fyrir sér hvort að strákar fái ekki jafn mikla hvatningu og stelpur. „Ef maður lítur á einkunnir, brottfall, það er eitthvað að þarna,“ segir Kristín sem tekur þó fram að líkt og margir aðrir Íslendingar hafi hún mjög gaman að fótbolta. „En ég vil taka það fram að ég hef sjálf mjög gaman að fótbolta og er ekki að skjóta á fótbolta. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort að þarna sé einhver ofuráhersla í gangi sem við þyrftum kannski að skoða.“
Fréttir af flugi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira