Er Ítalía núna öruggt land fyrir flóttafólk? Toshiki Toma skrifar 11. janúar 2017 14:54 Í desember 2015 hætti Útlendingastofnun að senda flóttafólk til baka til Ítalíu, en ummæli innanríkisráðherra á Alþingi í september sama ár voru tekin upp í fjölmiðlum en hann sagði að ,,Grikkland, Ítalía og Ungverjaland væru ekki örugg lönd og Íslendingar sendu ekki fólk þangað.“ En nú í janúar er búið að ákveða að vísa mörgu flóttafólki sem er hérlendis á brott til Ítalíu. Mér virðist sem yfirvöld hafi komist að endanlegri niðurstöðu um að það sé í lagi að senda að senda flóttafólk til baka til Ítalíu. En er það rétt? Aðeins í kringum mig eru átta manneskjur sem verða sendar til Ítalíu, sumir sem eru með landvistarleyfi fyrir fyrir flóttafólk frá Ítalíu. En saga þeirra er sú sama. ,,Ég gat hvorki fundið vinnu mér til framfærslu né þak yfir höfuðið. Ég neyddist til að dvelja á götunni og gat stundum fengið mat í kærleiksboði kirkju nokkurrar.“ Tveir af átta vinum mínum verða sendir til Ítalíu þó að það hafi aðeins verið millilendingarstaður þeirra. Þeir munu fá landvistarleyfi í Ítalíu en lenda í sömu aðstæðum og hinir sex hafa upplifað. Er í alvöru í lagi að senda flóttafólk baka til Ítalíu? Mig langar að fá formlegt álit yfirvaldanna um aðstæður flóttamanna á Ítalíu. Já, það voru nokkur ummæli frá innanríkisráðuneytinu í vetur sl. eins og ,,Ítalía er ekki eftirsóknarverður staður fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, en ekki svo slæmur fyrir ungan, sterkan mann.“ Eru þessi ummæli endanlegt álit yfirvaldanna sem fara með málefni flóttafólks hér á landi? Höfðu ráðuneytismenn tækifæri til að hlusta á flóttafólk beint sem hafði verið í Ítalíu og haft eitthvað að segja? Gallinn við þetta álit er að með því er reynt að aðskilja veitingu landvistarleyfis og þess að mannsæmandi lífskjör manneskju séu tryggð þannig að viðkomandi umsækjandi um alþjóðlega vernd geti hafið nýtt líf í viðkomandi samfélagi. Að taka á móti manneskju sem flóttamanni er ekki aðeins að veita honum landvistarleyfi, heldur gefa honum mannsæmandi tækifæri í nýju samfélagi. Íslenskum stjórnvöldum er þetta atriði ekki ókunnungt. Ef við lítið til móttöku flóttamanna frá Sýrlandi sem boðið er hingað af ríkinu þá er því vel sinnt. Hvers vegna þurfum við þá að nota öðruvísi viðmið þegar um hælisleitendur er að ræða? Megum við segja eins og: ,,En það vandamál tilheyrir Ítalíu en ekki okkur“? Ég ætla ekki að ásaka Ítalíu vegna aðstæðna flóttafólks þar, þar sem það blasir við að í landinu eru alltof margir flóttamenn nú þegar en Ítalir geta sinnt almennilega. Er þá ekki hægt að sjá málið sem tækifæri til að ,,létta bróðurbyrði“? Og um leið mun fólkið nýtast á íslenskum vinnumarkaði þar sem vantar vinnuafl? Ferköntuð vinnubrögð og skortur á sveigjanleika flækja málefni flóttafólks og búa til fleiri vandamál. Að mínu mati hafa síðustu ár sannað þetta. Ég óska innilega þess að yfirvöldin hér hætti að senda flóttafólk baka til Ítalíu og gefa því mannsæmandi tækifæri á Íslandi. Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Í desember 2015 hætti Útlendingastofnun að senda flóttafólk til baka til Ítalíu, en ummæli innanríkisráðherra á Alþingi í september sama ár voru tekin upp í fjölmiðlum en hann sagði að ,,Grikkland, Ítalía og Ungverjaland væru ekki örugg lönd og Íslendingar sendu ekki fólk þangað.“ En nú í janúar er búið að ákveða að vísa mörgu flóttafólki sem er hérlendis á brott til Ítalíu. Mér virðist sem yfirvöld hafi komist að endanlegri niðurstöðu um að það sé í lagi að senda að senda flóttafólk til baka til Ítalíu. En er það rétt? Aðeins í kringum mig eru átta manneskjur sem verða sendar til Ítalíu, sumir sem eru með landvistarleyfi fyrir fyrir flóttafólk frá Ítalíu. En saga þeirra er sú sama. ,,Ég gat hvorki fundið vinnu mér til framfærslu né þak yfir höfuðið. Ég neyddist til að dvelja á götunni og gat stundum fengið mat í kærleiksboði kirkju nokkurrar.“ Tveir af átta vinum mínum verða sendir til Ítalíu þó að það hafi aðeins verið millilendingarstaður þeirra. Þeir munu fá landvistarleyfi í Ítalíu en lenda í sömu aðstæðum og hinir sex hafa upplifað. Er í alvöru í lagi að senda flóttafólk baka til Ítalíu? Mig langar að fá formlegt álit yfirvaldanna um aðstæður flóttamanna á Ítalíu. Já, það voru nokkur ummæli frá innanríkisráðuneytinu í vetur sl. eins og ,,Ítalía er ekki eftirsóknarverður staður fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, en ekki svo slæmur fyrir ungan, sterkan mann.“ Eru þessi ummæli endanlegt álit yfirvaldanna sem fara með málefni flóttafólks hér á landi? Höfðu ráðuneytismenn tækifæri til að hlusta á flóttafólk beint sem hafði verið í Ítalíu og haft eitthvað að segja? Gallinn við þetta álit er að með því er reynt að aðskilja veitingu landvistarleyfis og þess að mannsæmandi lífskjör manneskju séu tryggð þannig að viðkomandi umsækjandi um alþjóðlega vernd geti hafið nýtt líf í viðkomandi samfélagi. Að taka á móti manneskju sem flóttamanni er ekki aðeins að veita honum landvistarleyfi, heldur gefa honum mannsæmandi tækifæri í nýju samfélagi. Íslenskum stjórnvöldum er þetta atriði ekki ókunnungt. Ef við lítið til móttöku flóttamanna frá Sýrlandi sem boðið er hingað af ríkinu þá er því vel sinnt. Hvers vegna þurfum við þá að nota öðruvísi viðmið þegar um hælisleitendur er að ræða? Megum við segja eins og: ,,En það vandamál tilheyrir Ítalíu en ekki okkur“? Ég ætla ekki að ásaka Ítalíu vegna aðstæðna flóttafólks þar, þar sem það blasir við að í landinu eru alltof margir flóttamenn nú þegar en Ítalir geta sinnt almennilega. Er þá ekki hægt að sjá málið sem tækifæri til að ,,létta bróðurbyrði“? Og um leið mun fólkið nýtast á íslenskum vinnumarkaði þar sem vantar vinnuafl? Ferköntuð vinnubrögð og skortur á sveigjanleika flækja málefni flóttafólks og búa til fleiri vandamál. Að mínu mati hafa síðustu ár sannað þetta. Ég óska innilega þess að yfirvöldin hér hætti að senda flóttafólk baka til Ítalíu og gefa því mannsæmandi tækifæri á Íslandi. Toshiki Toma, prestur innflytjenda.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar