Þetta er ógeðslega leiðinlegt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. janúar 2017 06:00 Aron er í kapphlaupi við tímann. vísir/getty Þegar aðeins einn dagur er í að Ísland hefji leik á heimsmeistaramótinu í Frakklandi er enn óvissa um hverjir séu að fara að spila fyrir liðið. Stærsta spurningamerkið er auðvitað stjarna liðsins, Aron Pálmarsson, en hann er þó kominn til Frakklands og æfði með liðinu í gær. Vignir Svavarsson er enn á Íslandi veikur og Stefán Rafn Sigurmannsson kom til Frakklands vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. Stríðsjálkarnir Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson virðast þó vera klárir í bátana. „Ég er búinn með eina æfingu hérna þar sem ég beitti mér svona 70-80 prósent. Þetta gekk svona allt í lagi. Sumt var í lagi en ég var verri í ákveðnum hreyfingum. Ég fékk svo sprautu fyrir um viku síðan og við erum að bíða eftir að virknin í henni „kikki“ almennilega inn,“ sagði Aron eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í gær en hann segist vera í kappi við tímann og ómögulegt að segja hvernig hans mál endi. Sjá einnig: Aron: Ég er í kappi við tímann „Kannski verð ég miklu betri á morgun og svo kannski ekki. Ég vonast eftir hinu besta. Ég er svipaður og ég var eftir æfingar síðast en öðruvísi samt út af sprautunni. Vonandi skilar sprautan sínu og það heldur bjartsýninni gangandi.“ Það þarf auðvitað ekkert að fjölyrða um mikilvægi Arons í íslenska liðinu. Hann er besti leikmaður liðsins og það yrði gríðarlegt högg ef hann spilar ekki. Kemur til greina að hann sleppi fyrstu leikjunum og komi svo inn jafnvel um miðja riðlakeppnina? „Það er auðvitað möguleiki að sleppa fyrsta eða jafnvel tveim fyrstu. Á meðan möguleikinn er fyrir hendi að ég geti spilað þá mun ég vera hérna. Ef ég verð ekki orðinn nógu góður fyrir þriðja eða fjórða leik þá hef ég ekkert að gera hérna. Það er erfitt að segja eitthvað því ég veit svo lítið sjálfur. Þetta er bara bið,“ segir Aron og það leynir sér ekki að þetta ástand fer í taugarnar á honum. Sjá einnig: Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum „Ég er orðinn mjög pirraður á þessu því þetta er búið að standa yfir allt of lengi. Það versta fyrir íþróttamann er að vera meiddur og þetta er ógeðslega leiðinlegt. Annað hvort í spesæfingum eða horfa á hina æfa. Það fer í hausinn á manni en ég reyni að tækla þetta eins vel og ég get. Þessi meiðsli eru búin að vera að plaga mig síðan í byrjun nóvember.“ Íslenska liðið æfir aftur í dag og eftir æfingu dagsins ætti að koma í ljós hvort Aron verði klár í fyrsta leik gegn Spánverjum eður ei.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Þegar aðeins einn dagur er í að Ísland hefji leik á heimsmeistaramótinu í Frakklandi er enn óvissa um hverjir séu að fara að spila fyrir liðið. Stærsta spurningamerkið er auðvitað stjarna liðsins, Aron Pálmarsson, en hann er þó kominn til Frakklands og æfði með liðinu í gær. Vignir Svavarsson er enn á Íslandi veikur og Stefán Rafn Sigurmannsson kom til Frakklands vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. Stríðsjálkarnir Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson virðast þó vera klárir í bátana. „Ég er búinn með eina æfingu hérna þar sem ég beitti mér svona 70-80 prósent. Þetta gekk svona allt í lagi. Sumt var í lagi en ég var verri í ákveðnum hreyfingum. Ég fékk svo sprautu fyrir um viku síðan og við erum að bíða eftir að virknin í henni „kikki“ almennilega inn,“ sagði Aron eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í gær en hann segist vera í kappi við tímann og ómögulegt að segja hvernig hans mál endi. Sjá einnig: Aron: Ég er í kappi við tímann „Kannski verð ég miklu betri á morgun og svo kannski ekki. Ég vonast eftir hinu besta. Ég er svipaður og ég var eftir æfingar síðast en öðruvísi samt út af sprautunni. Vonandi skilar sprautan sínu og það heldur bjartsýninni gangandi.“ Það þarf auðvitað ekkert að fjölyrða um mikilvægi Arons í íslenska liðinu. Hann er besti leikmaður liðsins og það yrði gríðarlegt högg ef hann spilar ekki. Kemur til greina að hann sleppi fyrstu leikjunum og komi svo inn jafnvel um miðja riðlakeppnina? „Það er auðvitað möguleiki að sleppa fyrsta eða jafnvel tveim fyrstu. Á meðan möguleikinn er fyrir hendi að ég geti spilað þá mun ég vera hérna. Ef ég verð ekki orðinn nógu góður fyrir þriðja eða fjórða leik þá hef ég ekkert að gera hérna. Það er erfitt að segja eitthvað því ég veit svo lítið sjálfur. Þetta er bara bið,“ segir Aron og það leynir sér ekki að þetta ástand fer í taugarnar á honum. Sjá einnig: Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum „Ég er orðinn mjög pirraður á þessu því þetta er búið að standa yfir allt of lengi. Það versta fyrir íþróttamann er að vera meiddur og þetta er ógeðslega leiðinlegt. Annað hvort í spesæfingum eða horfa á hina æfa. Það fer í hausinn á manni en ég reyni að tækla þetta eins vel og ég get. Þessi meiðsli eru búin að vera að plaga mig síðan í byrjun nóvember.“ Íslenska liðið æfir aftur í dag og eftir æfingu dagsins ætti að koma í ljós hvort Aron verði klár í fyrsta leik gegn Spánverjum eður ei.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti