Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2017 15:28 Frá Kirkjufjöru. Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tildrögum banaslyss við Dyrhólaey í gær stendur enn yfir. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að fyrir liggur að mikið brim og sog var við ströndina þegar slysið átti sér stað. Aldan var breytileg þannig að hún náði á stundum tiltölulega skammt upp í fjöruna en síðan komu stærri fyllur sem lömdu á klettum eyjarinnar. Konan sem lést hafði farið ásamt eiginmanni sínu, syni á þrítugsaldri og fjórtán ára dóttur niður í svokallaða Kirkjufjöru austast á Dyrhólaey þegar stór alda felldi soninn og tók hann með sér. Móðirin lenti einnig í briminu og fer út með soginu. Sonurinn komst af sjálfsdáðum í land, ásamt föður sínum og systur í öruggt skjól. Öll fjölskyldan mun með einum eða öðrum hætti hafa lent í briminu en mis mikið þó.Konan fannst klukkutíma eftir að tilkynning barst Björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla voru kölluð í Reynisfjöru en þess er getið í tilkynningu frá lögreglunni að samkvæmt landakorti nær Reynisfjara allt frá Reynisfjalli og vestur að Dyrhólaós. Um klukkustund eftir að tilkynning barst um slysið sást hvar konan rak á land í fjöruna skammt austan við Dyrahólaós. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flutti hana á sjúkrahús í Reykjavík en þá höfðu lífgunartilraunir áhafnar þyrlunnar ekki borið árangur og var hún úrskurðuð látin fljótlega eftir komu á slysadeild.Njóta aðstoðar sendiráðs Eiginmaður konunnar og börn voru flutt með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík en voru útskrifuð í gærkvöldi og aðstoðaði lögregla þau við að komast í náttstað. Þau njóta aðstoðar sendiráðs síns. Lögreglan segir að við Dyrhólaey séu skilti á þremur tungumálum auk íslensku sem vara meðal annars við hættu af sjógangi. Göngustígar eru víðast afmarkaðir með keðjum. Áfram er unnið að rannsókn málsins. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. 10. janúar 2017 14:16 Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tildrögum banaslyss við Dyrhólaey í gær stendur enn yfir. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að fyrir liggur að mikið brim og sog var við ströndina þegar slysið átti sér stað. Aldan var breytileg þannig að hún náði á stundum tiltölulega skammt upp í fjöruna en síðan komu stærri fyllur sem lömdu á klettum eyjarinnar. Konan sem lést hafði farið ásamt eiginmanni sínu, syni á þrítugsaldri og fjórtán ára dóttur niður í svokallaða Kirkjufjöru austast á Dyrhólaey þegar stór alda felldi soninn og tók hann með sér. Móðirin lenti einnig í briminu og fer út með soginu. Sonurinn komst af sjálfsdáðum í land, ásamt föður sínum og systur í öruggt skjól. Öll fjölskyldan mun með einum eða öðrum hætti hafa lent í briminu en mis mikið þó.Konan fannst klukkutíma eftir að tilkynning barst Björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla voru kölluð í Reynisfjöru en þess er getið í tilkynningu frá lögreglunni að samkvæmt landakorti nær Reynisfjara allt frá Reynisfjalli og vestur að Dyrhólaós. Um klukkustund eftir að tilkynning barst um slysið sást hvar konan rak á land í fjöruna skammt austan við Dyrahólaós. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flutti hana á sjúkrahús í Reykjavík en þá höfðu lífgunartilraunir áhafnar þyrlunnar ekki borið árangur og var hún úrskurðuð látin fljótlega eftir komu á slysadeild.Njóta aðstoðar sendiráðs Eiginmaður konunnar og börn voru flutt með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík en voru útskrifuð í gærkvöldi og aðstoðaði lögregla þau við að komast í náttstað. Þau njóta aðstoðar sendiráðs síns. Lögreglan segir að við Dyrhólaey séu skilti á þremur tungumálum auk íslensku sem vara meðal annars við hættu af sjógangi. Göngustígar eru víðast afmarkaðir með keðjum. Áfram er unnið að rannsókn málsins.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. 10. janúar 2017 14:16 Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. 10. janúar 2017 14:16
Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30