Í undanúrslitum í karlaflokki lék Magnús Kristinn Magnússon, Víkingi, gegn Karl Magnus Pohjolainen frá Svíþjóð. Sá síðarnefndi sigraði 4–0 (11-5, 11-7, 11-8 og 11-8) eftir fjöruga leiki.
Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Ivik Nielsen frá Grænlandi og Magnús Gauti Úlfarsson, BH. Nielsen hafði betur, 4-0 (11-8, 11-4, 11-6, 11-8). Hann vann svo Magnus Karl í úrslitaleiknum, 4–2 (11–7, 11–9, 7–11, 7–11, 7-11 og 4-11).
Í undanúrslitum í kvennaflokki mætti Aldís Rún Lárusdóttir, KR, Stellu Kristjánsdóttur, Víkingi. Aldís vann örugglega, 4–0 (11-5, 11-7,11-4, 11-9). Í hinum undanúrslitaleiknum lék Kolfinna Bjarnadóttir, HK, gegn Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, KR. Kolfinna vann 4–2 eftir hörkuleiki (8-11, 11–5, 11-6, 7 – 11, 11-8 og 11-4).
Aldís Rún vann svo öruggan sigur á Kolfinnu í úrslitaleiknum, 4–0 (11-9, 11-9, 11-4 og 11-5).
Úrslit mótsins:
Einliðaleikur karla:
1. Ivik Nielsen Grænland
2. Karl Magnus Pohjolainen Svíþjóð
3-4. Magnús Kristinn Magnússon Víkingur
3-4. Magnús Gauti Úlfarsson BH
Einliðaleikur kvenna:
1. Aldís Rún Lárusdóttir KR
2. Kolfinna Bjarnadóttir HK
3-4. Stella Kristjánsdóttir Víkingur
3-4. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir KR

