Dagur: Tapið langstærstu vonbrigðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2017 10:30 Dagur hefði eflaust viljað enda betur með Þýskalandi. vísir/getty Dagur Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við tap Þýskalands fyrir Katar í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Þýskaland tapaði með minnsta mun, 21-20, eftir að hafa verið með góð tök á leiknum í síðari hálfleik. Sjá einnig: Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur var spurður af þýskum fjölmiðlum hvort að tapið hafi verið mestu vonbrigði hans sem landsliðsþjálfari Þýskalands. „Þetta voru langstærstu vonbrigðin. Við sáum fyrir okkur að ná mun lengra. En líka vegna þess að við spiluðum mjög vel í riðlakeppninni og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik,“ sagði Dagur. „Þetta var ekki hræðilegur leikur af okkar hálfu í dag en ekki heldur góður. Katar náði einu sinni forystunni í leiknum og það var einmitt á réttum tímapunkti.“ Hann gerir þó ekki mikið úr málinu, jafnvel þó svo að hann sé nú hættur sem þjálfari þýska liðsins. Hann ákvað að segja starfi sínu lausu til að taka við landsliði Japans. „Þetta er ekkert „extra-drama“. Það voru einfaldlega vonbrigði að tapa leiknum. Við þurfum ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu - það eru 10-15 lið í heiminum sem geta unnið hvert annað,“ sagði Dagur og benti á sigur Ungverjalands á Dönum í þeim efnum. Sjá einnig: Guðmundur og Danir úr leik á HM Bob Hanning, varaforseti þýska sambandsins, hefur sagt við þýska fjölmiðla að hann vonast til að hægt verði að kveðja Dag formlega í stjörnuleik þýsku úrvalsdeildarinnar, þegar landsliðið mætir úrvalsliði deildarinnar. Sá leikur fer fram í Leipzig þann 3. febrúar en ljóst er að Dagur mun fá góða kveðju frá þýska sambandinu, enda gerði hann Þýskaland að Evrópumeisturum á síðasta ári og vann brons með liðinu á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Eftirmaður Dags hefur ekki verið ráðinn en líklegt er að það verði Christian Prokop, þjálfari Leipzig. Hanning vonast til að gengið verði frá ráðningu nýs þjálfara innan skamms. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld. 22. janúar 2017 18:37 Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00 Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við tap Þýskalands fyrir Katar í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Þýskaland tapaði með minnsta mun, 21-20, eftir að hafa verið með góð tök á leiknum í síðari hálfleik. Sjá einnig: Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur var spurður af þýskum fjölmiðlum hvort að tapið hafi verið mestu vonbrigði hans sem landsliðsþjálfari Þýskalands. „Þetta voru langstærstu vonbrigðin. Við sáum fyrir okkur að ná mun lengra. En líka vegna þess að við spiluðum mjög vel í riðlakeppninni og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik,“ sagði Dagur. „Þetta var ekki hræðilegur leikur af okkar hálfu í dag en ekki heldur góður. Katar náði einu sinni forystunni í leiknum og það var einmitt á réttum tímapunkti.“ Hann gerir þó ekki mikið úr málinu, jafnvel þó svo að hann sé nú hættur sem þjálfari þýska liðsins. Hann ákvað að segja starfi sínu lausu til að taka við landsliði Japans. „Þetta er ekkert „extra-drama“. Það voru einfaldlega vonbrigði að tapa leiknum. Við þurfum ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu - það eru 10-15 lið í heiminum sem geta unnið hvert annað,“ sagði Dagur og benti á sigur Ungverjalands á Dönum í þeim efnum. Sjá einnig: Guðmundur og Danir úr leik á HM Bob Hanning, varaforseti þýska sambandsins, hefur sagt við þýska fjölmiðla að hann vonast til að hægt verði að kveðja Dag formlega í stjörnuleik þýsku úrvalsdeildarinnar, þegar landsliðið mætir úrvalsliði deildarinnar. Sá leikur fer fram í Leipzig þann 3. febrúar en ljóst er að Dagur mun fá góða kveðju frá þýska sambandinu, enda gerði hann Þýskaland að Evrópumeisturum á síðasta ári og vann brons með liðinu á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Eftirmaður Dags hefur ekki verið ráðinn en líklegt er að það verði Christian Prokop, þjálfari Leipzig. Hanning vonast til að gengið verði frá ráðningu nýs þjálfara innan skamms.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld. 22. janúar 2017 18:37 Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00 Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira
Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld. 22. janúar 2017 18:37
Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00
Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48