Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 21:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Fjöldi kvenna sem saka Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig hleypur nú á tugum. Bandaríska fréttasíðan Vox fjallar um málið, en í fréttaskýringu miðilsins lýsa nokkrar konur því sem fór fram þegar Trump áreitti þær kynferðislega. Framkoma Trumps í garð kvenna komst í hámæli fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í október á seinasta ári þegar bandarískir fjölmiðlar komust yfir myndband af honum þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna.“„Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Lýsingar kvennanna á hegðun Trumps sláandi líkar hans eigin lýsingumÍ lýsingum kvennanna sem sakað hafa Trump um kynferðislega áreitni er hegðun Trumps sláandi lík þeirri hegðun Trumps í garð kvenna sem hann stærði sig af í umræddu myndbandi. Í lýsingum þeirra kemur meðal annars fram að hann hafi ekki beðið um leyfi, heldur kyssti hann þær og káfaði á þeim án viðvörunar. Til að mynda var Jessica Leeds um borð í flugvél með Trump árið 1987 þegar hann greip skyndilega um brjóst hennar og káfaði á lærum hennar. Hún yfirgaf sæti sitt í flugvélinni og sagði ekki frá málinu þar til Trump fór í framboð. Þá var Rachel Crooks í starfi móttökuritara í Trump Tower þegar Trump kyssti hana á munninn í fyrsta skiptið sem þau hittust. Nokkrum dögum síðar bað hann hana svo um númerið hennar. Summer Zervos stendur nú í málaferlum við Trump en hún var áður keppandi í þáttunum The Apprentice. Hún hefur lýst því hvernig hann kyssti hana á munninn tvisvar sinnum á vinnutíma og hvernig hann fór með hana í bústað þegar hann hafði sagst ætla að bjóða henni út að borða þar sem hann káfaði á henni og hóf að kyssa hana með opnum munni á sama tíma og hann þrýsti sér upp að henni. Þessar þrjár konur eru einungis hluti af þeim hópi kvenna sem allar hafa lýst svipaðri hegðun Trumps í sinn garð. Kemst upp með hegðun sína þar sem hann er „stjarna“Þær konur sem lýst hafa kynferðislegri áreitni Trumps hafa jafnframt sagt frá því hve erfitt hafi verið að stíga fram með sögur sínar og tala um áreiti Trumps vegna þeirrar staðreyndar að hann er valdamikil og fræg persóna. Rétt eins og Trump hafi haldið fram sjálfur, kemst hann upp með hegðun sína vegna þess að hann er „stjarna.“ Spurður um hegðun sína í garð kvenna og hvort að hann hefði kynferðislega áreitt konur í kappræðum fyrir kosningarnar í fyrra þvertók Trump fyrir að svo hefði verið. „Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég“ sagði Trump þá. Neitun Trump á athæfi sínu varð til þess að fjöldi kvenna steig fram með sögur sínar og lýsti kynferðislegu áreiti Trumps í sinn garð. Talið er að um 1,5 milljónir kvenna um allan heim hafi mótmælt Trump í dag og fóru mótmæli meðal annars fram hér á Íslandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Xárene Eskander skipulagði mótmæli í Reykjavík í dag gegn Donald Trump vegna þess að henni finnst mikilvægt að hatur í garð kvenna og annarra minnihlutahópa sé ekki talið venjulegt fyrir framtíðarkynslóðum. Fjöldi fólks mætti á mótmælin. 21. janúar 2017 16:34 Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. 21. janúar 2017 10:05 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fjöldi kvenna sem saka Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig hleypur nú á tugum. Bandaríska fréttasíðan Vox fjallar um málið, en í fréttaskýringu miðilsins lýsa nokkrar konur því sem fór fram þegar Trump áreitti þær kynferðislega. Framkoma Trumps í garð kvenna komst í hámæli fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í október á seinasta ári þegar bandarískir fjölmiðlar komust yfir myndband af honum þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna.“„Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Lýsingar kvennanna á hegðun Trumps sláandi líkar hans eigin lýsingumÍ lýsingum kvennanna sem sakað hafa Trump um kynferðislega áreitni er hegðun Trumps sláandi lík þeirri hegðun Trumps í garð kvenna sem hann stærði sig af í umræddu myndbandi. Í lýsingum þeirra kemur meðal annars fram að hann hafi ekki beðið um leyfi, heldur kyssti hann þær og káfaði á þeim án viðvörunar. Til að mynda var Jessica Leeds um borð í flugvél með Trump árið 1987 þegar hann greip skyndilega um brjóst hennar og káfaði á lærum hennar. Hún yfirgaf sæti sitt í flugvélinni og sagði ekki frá málinu þar til Trump fór í framboð. Þá var Rachel Crooks í starfi móttökuritara í Trump Tower þegar Trump kyssti hana á munninn í fyrsta skiptið sem þau hittust. Nokkrum dögum síðar bað hann hana svo um númerið hennar. Summer Zervos stendur nú í málaferlum við Trump en hún var áður keppandi í þáttunum The Apprentice. Hún hefur lýst því hvernig hann kyssti hana á munninn tvisvar sinnum á vinnutíma og hvernig hann fór með hana í bústað þegar hann hafði sagst ætla að bjóða henni út að borða þar sem hann káfaði á henni og hóf að kyssa hana með opnum munni á sama tíma og hann þrýsti sér upp að henni. Þessar þrjár konur eru einungis hluti af þeim hópi kvenna sem allar hafa lýst svipaðri hegðun Trumps í sinn garð. Kemst upp með hegðun sína þar sem hann er „stjarna“Þær konur sem lýst hafa kynferðislegri áreitni Trumps hafa jafnframt sagt frá því hve erfitt hafi verið að stíga fram með sögur sínar og tala um áreiti Trumps vegna þeirrar staðreyndar að hann er valdamikil og fræg persóna. Rétt eins og Trump hafi haldið fram sjálfur, kemst hann upp með hegðun sína vegna þess að hann er „stjarna.“ Spurður um hegðun sína í garð kvenna og hvort að hann hefði kynferðislega áreitt konur í kappræðum fyrir kosningarnar í fyrra þvertók Trump fyrir að svo hefði verið. „Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég“ sagði Trump þá. Neitun Trump á athæfi sínu varð til þess að fjöldi kvenna steig fram með sögur sínar og lýsti kynferðislegu áreiti Trumps í sinn garð. Talið er að um 1,5 milljónir kvenna um allan heim hafi mótmælt Trump í dag og fóru mótmæli meðal annars fram hér á Íslandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Xárene Eskander skipulagði mótmæli í Reykjavík í dag gegn Donald Trump vegna þess að henni finnst mikilvægt að hatur í garð kvenna og annarra minnihlutahópa sé ekki talið venjulegt fyrir framtíðarkynslóðum. Fjöldi fólks mætti á mótmælin. 21. janúar 2017 16:34 Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. 21. janúar 2017 10:05 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Xárene Eskander skipulagði mótmæli í Reykjavík í dag gegn Donald Trump vegna þess að henni finnst mikilvægt að hatur í garð kvenna og annarra minnihlutahópa sé ekki talið venjulegt fyrir framtíðarkynslóðum. Fjöldi fólks mætti á mótmælin. 21. janúar 2017 16:34
Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. 21. janúar 2017 10:05