Umfjöllun: Keflavík - Grindavík 76-50 | Öruggt hjá Keflavík í Sláturhúsinu Aron Ingi Valtýsson í Keflavík skrifar 21. janúar 2017 14:45 Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir hefur spilað vel í vetur. vísir/anton Ungt lið Keflavíkur vann sinn fjórða leik gegn Grindavík örugglega í sextándu umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag. Leikurinn fór fram í Sláturhúsinu í Keflavík. Með sigrinum í dag hélt Keflavík efsta sætinu með 24 stig sem þær deildu með Skallagrím fyrir leikinn. En Skallagrímur á leik við Stjörnuna seinna í dag. Stelpurnar frá Grindavík sitja sem fastast á botni deildarinnar. Fyrir leikinn í dag voru liðin búin að mætast þrisvar sinnum, tvisvar í deildinni og einu sinni í bikar. Í öllum þrem leikjunum hafa slátrararnir frá Keflavík unnið með yfirburðum. Leikirnir í deildinni sem fóru fram á sitthvorum heimavellinum enduðu með 24 og 18 stiga mun. Síðasti leikur liðanna var í bikarnum fyrir viku síðan þar sem Keflavíkurstúlkur rúlluðu yfir Grindavík með 32 stigum. Ekki mátti búast við hörku leik hér í dag. Fyrsti leikhlutinn fór ósköp hægt af stað og eftir 5 mínútur var staðan aðeins 6-2 Keflavík í vil. Keflavík var að pressa allan völlinn sem gestirnir voru í basli með að leysa en voru að spila flotta vörn og létu finna vel vel fyrir sér. Leikhlutinn endaði 14-12 Keflavík í vil. Grindavík kom mun ákveðnari inn í annan leikhluta. Grindavík jafnaði leikinn 21-21 þegar þrjár mín voru búnar af leikhlutanum. Þá tók Birna Valgerður til sinna ráða og skoraði 7 stig og gaf 2 stoðsendingar áður en hún var tekin útaf. Keflavík tók 21-6 áhlaup og endaði leikhlutinn 42-27 fyrir Keflavík. Keflavík var með tögl og haldir allan seinni hálfleikinn. Keflavíkurhraðlestin hélt áfram að malla sama hver var inná. Þegar 5 mín voru búnar af þriðja leikhluta var enginn byrjunarliðsleikmaður inná hjá Keflavík og það sem eftir liði leiks. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að klóra í bakkan í fjórða leikhluta en Keflavík kom með svar um hæl og endaði leikinn með 26 stiga sigri Keflavíkur eða 76-50.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkurliðið var eins og Díselvél í þessum leik. Voru lengi að koma sér af stað og gekk mjög illa. Sverrir Þór var með WD40 á hliðiarlínunni að úða á leikmenn sína til þess að koma stelpunum í gang. Keflavík komst í gang um miðjan annan leikhluta og tóku 21-6 áhlaup. Þegar vélinn var kominn í gang var ekki aftur snúið og gekk sóknarleikur liðsins mjög vel.Bestu menn vallarins: Moorer Ariana var atkvæðamest hjá Kefalvík með 18 stig, 7 fráköst og gaf 4 stöðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom á eftir henni með 13 stig og tók 4 fráköst. Hjá Grindavík var María Ben Erlingsdóttir sú eina sem var með lífsmarki. En María Skoraði 15 stig, 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Lovísa Falsdóttir kom á eftir henni með 10 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.Áhugaverð tölfræði: Eftir fjóra leiki þessa liða hefur Keflavík unnið samtals með 100 stiga mun. Grindavík setti niður 1 þrist af 17 skotum eða 6% nýting.Bein lýsing: Keflavík - Grindavík Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Ungt lið Keflavíkur vann sinn fjórða leik gegn Grindavík örugglega í sextándu umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag. Leikurinn fór fram í Sláturhúsinu í Keflavík. Með sigrinum í dag hélt Keflavík efsta sætinu með 24 stig sem þær deildu með Skallagrím fyrir leikinn. En Skallagrímur á leik við Stjörnuna seinna í dag. Stelpurnar frá Grindavík sitja sem fastast á botni deildarinnar. Fyrir leikinn í dag voru liðin búin að mætast þrisvar sinnum, tvisvar í deildinni og einu sinni í bikar. Í öllum þrem leikjunum hafa slátrararnir frá Keflavík unnið með yfirburðum. Leikirnir í deildinni sem fóru fram á sitthvorum heimavellinum enduðu með 24 og 18 stiga mun. Síðasti leikur liðanna var í bikarnum fyrir viku síðan þar sem Keflavíkurstúlkur rúlluðu yfir Grindavík með 32 stigum. Ekki mátti búast við hörku leik hér í dag. Fyrsti leikhlutinn fór ósköp hægt af stað og eftir 5 mínútur var staðan aðeins 6-2 Keflavík í vil. Keflavík var að pressa allan völlinn sem gestirnir voru í basli með að leysa en voru að spila flotta vörn og létu finna vel vel fyrir sér. Leikhlutinn endaði 14-12 Keflavík í vil. Grindavík kom mun ákveðnari inn í annan leikhluta. Grindavík jafnaði leikinn 21-21 þegar þrjár mín voru búnar af leikhlutanum. Þá tók Birna Valgerður til sinna ráða og skoraði 7 stig og gaf 2 stoðsendingar áður en hún var tekin útaf. Keflavík tók 21-6 áhlaup og endaði leikhlutinn 42-27 fyrir Keflavík. Keflavík var með tögl og haldir allan seinni hálfleikinn. Keflavíkurhraðlestin hélt áfram að malla sama hver var inná. Þegar 5 mín voru búnar af þriðja leikhluta var enginn byrjunarliðsleikmaður inná hjá Keflavík og það sem eftir liði leiks. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að klóra í bakkan í fjórða leikhluta en Keflavík kom með svar um hæl og endaði leikinn með 26 stiga sigri Keflavíkur eða 76-50.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkurliðið var eins og Díselvél í þessum leik. Voru lengi að koma sér af stað og gekk mjög illa. Sverrir Þór var með WD40 á hliðiarlínunni að úða á leikmenn sína til þess að koma stelpunum í gang. Keflavík komst í gang um miðjan annan leikhluta og tóku 21-6 áhlaup. Þegar vélinn var kominn í gang var ekki aftur snúið og gekk sóknarleikur liðsins mjög vel.Bestu menn vallarins: Moorer Ariana var atkvæðamest hjá Kefalvík með 18 stig, 7 fráköst og gaf 4 stöðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom á eftir henni með 13 stig og tók 4 fráköst. Hjá Grindavík var María Ben Erlingsdóttir sú eina sem var með lífsmarki. En María Skoraði 15 stig, 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Lovísa Falsdóttir kom á eftir henni með 10 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.Áhugaverð tölfræði: Eftir fjóra leiki þessa liða hefur Keflavík unnið samtals með 100 stiga mun. Grindavík setti niður 1 þrist af 17 skotum eða 6% nýting.Bein lýsing: Keflavík - Grindavík
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira