Engar upplýsingar um fjölda ferðamanna á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. janúar 2017 19:32 Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. Yfirlögregluþjónn segir vísindamenn skorta fjármagn til það að mæla megi jökulinn betur og vinna megi betur úr rannsóknum til þess að segja fyrir um hugsanlegt eldgos. Í almannavarnaskipulagi fyrir Kötlugos eru fyrirframgerðar áætlanir um rýmingu. Með mikilli aukningu ferðamanna á svæðinu hafa lögregluyfirvöld áhyggjur af því að þeir komi ekki til með að ná til þeirra erlendu ferðamanna sem á svæðinu eru komi til eldgoss. Vísindaráð almannavarna sendi frá sér tilkynningu í fyrradag um að auknar líkur væru á Kötlugosi, en það er metið vegna aukinnar jarðskjálftavirkni á svæðinu frá því í ágúst í fyrra. „Við höfum verið að fylgjast með þessari þróun frá því í fyrra og fengið upplýsingar frá vísindamönnum og höfum verið að funda með íbúum í Vík og meðal annars haldið fundi með ferðaþjónustu aðilum og erlendum verkamönnum og kynnt þeim skipulag vegna rýminga og erum held ég á ágætri leið,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Surlandi.Aukning ferðamanna eykur hættu Oddur segir hins vegar að með aukningu ferðamanna á svæðinu hafi hætta á svæðinu auki til muna. „Verkefnið er hinsvegar stórt. Þetta er ekki sama samfélag og við vorum að fást við fyrir 10-15 árum síðan þegar að það voru 300-400 sem að bjuggu í Vík og af öðrum þurftum við ekki að hafa áhyggjur,“ segir Oddur. Í dag gista að jafnaði um ellefu hundruð manns í Vík og á svæðinu í kring á hverri nóttu og á hverrjum degi skipta ferðamenn þúsundum sem um svæðið fara. Til að mynda fari um fjögur þúsund ferðamenn um Reynisfjöru á hverjum degi. Oddur segir að almannavarnaskipulagið taki vel á lokunum á svæði og takmarkanir á umferð. „Hins vegar er mun erfiðara að eiga við þessa ferðamenn sem eru uppi um fjöll og fyrnindi og þar með mun erfiðara að eiga við rýmingar á þeim svæðum að auki og við gætum setið uppi með það að þurfa að fara grípa fyrr inn í og fara loka svæðum og erum með það í ákveðinni vinnslu hvernig að því verði staðið.Gönguleiðum ekki lokað Skilaboðum um að gos sé að hefjast verða send í alla farsíma á svæðinu í gegnum sms-kerfi Neyarlínunnar, meðal annars á ensku. Oddur segir að gönguleiðum á svæðinu verði ekki lokað eins og staðan er í dag en að vísindamenn séu á varðbergi. Þá segist Oddur hafa áhyggur af því að vegna fjárskorts frá yfirvöldum verði viðbrögð viðbragðsaðila vegna hugsanlegs goss seinni en vera þyrfti. „Það sem mér finnst nú kannski fróðlegast að heyra og hrökk svo lítið í kút að heyra að við eigum ekki nógu öflugt mælanet og við eigum ekki fjármagn til að fljúga yfir til að gera þær mælingar sem eru nauðsynlegar til þess að viðvörunarkerfi séu að skila því sem það gæti gert. Það vantar fjármagn til þess að gera ákveðnar mælingar og þétta mælanetið og við þurfum að huga að því að því að okkur vantar ekki þekkinguna hún er greinilega gríðarleg,“ segir Oddur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. Yfirlögregluþjónn segir vísindamenn skorta fjármagn til það að mæla megi jökulinn betur og vinna megi betur úr rannsóknum til þess að segja fyrir um hugsanlegt eldgos. Í almannavarnaskipulagi fyrir Kötlugos eru fyrirframgerðar áætlanir um rýmingu. Með mikilli aukningu ferðamanna á svæðinu hafa lögregluyfirvöld áhyggjur af því að þeir komi ekki til með að ná til þeirra erlendu ferðamanna sem á svæðinu eru komi til eldgoss. Vísindaráð almannavarna sendi frá sér tilkynningu í fyrradag um að auknar líkur væru á Kötlugosi, en það er metið vegna aukinnar jarðskjálftavirkni á svæðinu frá því í ágúst í fyrra. „Við höfum verið að fylgjast með þessari þróun frá því í fyrra og fengið upplýsingar frá vísindamönnum og höfum verið að funda með íbúum í Vík og meðal annars haldið fundi með ferðaþjónustu aðilum og erlendum verkamönnum og kynnt þeim skipulag vegna rýminga og erum held ég á ágætri leið,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Surlandi.Aukning ferðamanna eykur hættu Oddur segir hins vegar að með aukningu ferðamanna á svæðinu hafi hætta á svæðinu auki til muna. „Verkefnið er hinsvegar stórt. Þetta er ekki sama samfélag og við vorum að fást við fyrir 10-15 árum síðan þegar að það voru 300-400 sem að bjuggu í Vík og af öðrum þurftum við ekki að hafa áhyggjur,“ segir Oddur. Í dag gista að jafnaði um ellefu hundruð manns í Vík og á svæðinu í kring á hverri nóttu og á hverrjum degi skipta ferðamenn þúsundum sem um svæðið fara. Til að mynda fari um fjögur þúsund ferðamenn um Reynisfjöru á hverjum degi. Oddur segir að almannavarnaskipulagið taki vel á lokunum á svæði og takmarkanir á umferð. „Hins vegar er mun erfiðara að eiga við þessa ferðamenn sem eru uppi um fjöll og fyrnindi og þar með mun erfiðara að eiga við rýmingar á þeim svæðum að auki og við gætum setið uppi með það að þurfa að fara grípa fyrr inn í og fara loka svæðum og erum með það í ákveðinni vinnslu hvernig að því verði staðið.Gönguleiðum ekki lokað Skilaboðum um að gos sé að hefjast verða send í alla farsíma á svæðinu í gegnum sms-kerfi Neyarlínunnar, meðal annars á ensku. Oddur segir að gönguleiðum á svæðinu verði ekki lokað eins og staðan er í dag en að vísindamenn séu á varðbergi. Þá segist Oddur hafa áhyggur af því að vegna fjárskorts frá yfirvöldum verði viðbrögð viðbragðsaðila vegna hugsanlegs goss seinni en vera þyrfti. „Það sem mér finnst nú kannski fróðlegast að heyra og hrökk svo lítið í kút að heyra að við eigum ekki nógu öflugt mælanet og við eigum ekki fjármagn til að fljúga yfir til að gera þær mælingar sem eru nauðsynlegar til þess að viðvörunarkerfi séu að skila því sem það gæti gert. Það vantar fjármagn til þess að gera ákveðnar mælingar og þétta mælanetið og við þurfum að huga að því að því að okkur vantar ekki þekkinguna hún er greinilega gríðarleg,“ segir Oddur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira