Bennett og Michael Davies, félagi hans, stýra einu vinsælasta fótboltahlaðvarpi heims en Bennett kom hingað til lands fyrir EM í síðasta sumar og vann innslag fyrir Vice Sports.
Sjá einnig: Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland
Þar ræddi hann meðal annars við Heimi og leikmenn íslenska liðsins. Hann fylgdist svo náið með gengi íslenska liðsins á EM í sumar, ekki síst í tengslum við leik liðsins gegn Englandi í 16-liða úrslitum, enda Bennett Englendingur þó svo að hann búi í Bandaríkjunum.
Sjá einnig: Íslandsvinurinn Roger Bennett skálar í Brennivíni og rífur hausinn af Roy Hodgson
Það er engum blöðum um það að fletta að Bennett er mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins og heillaðist, eins og svo margir aðrir, af frammistöðu liðsins á EM í Frakklandi og ævintýrinu þar.
Heimir fer um víðan völl í viðtalinu og ræðir bæði bakgrunn sinn í íþróttinni og hvernig knattspyrnan hefur þróast á Íslandi undanfarna áratugi. Það má hlusta á þetta skemmtilega viðtal hér fyrir neðan.