NBA: Engin þrenna en nóg af hetjudáðum hjá Westbrook | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 08:30 Russell Westbrook fór á kostum á lokakaflanum þegar Oklahoma City Thunder landaði sigri í spennuleik á móti Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann sinn sjöunda leik í röð og áhorfendur í Boston Garden fengu smá eftirrétt í lokin þegar Paul Pierce kvaddi Boston með þristi á síðustu sekúndunum. Þetta var rólegt kvöld í NBA-deildinni enda menn í deildinni ekki að fara í samkeppni við ameríska fótboltann á Super Bowl kvöldi. Það voru engu að síður þrír áhugaverðir leikir í NBA.Russell Westbrook skoraði 19 af 42 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 105-99 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var í áttunda sinn sem kappinn skorar 40 stig í leik á tímabilinu en hann var langt frá þrennunni með „bara“ fjögur fráköst og átta stoðsendingar. Victor Oladipo tók eflaust mikið af fráköstunum hans en skotbakvörðurinn endaði með 24 stig og 13 fráköst. Andre Roberson var með 14 stig og 11 fráköst og Steven Adams tók 13 fráköst og skoraði 7 stig. Þrír hjá OKC með 11 fráköst eða fleiri og því ekki mikið af fráköstum eftir fyrir Russell Westbrook. Damian Lillard skoraði 29 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 19 stig. Portland-liðið var sex stigum yfir í hálfleik, 52-46, en Oklahoma City snéri leiknum við í þriðja leikhluta og vann svo lokaleikhlutann 34-26. Russell Westbrook náði ekki þrennunni en það gerði aftur á móti Kyle Lowry í 103-95 sigri Toronto Raptors á Brooklyn Nets. Lowry var með 15 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að glíma bæði við veikindi og meiðsli. Toronto-liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og átta af síðustu tíu og sigurinn því lífsnauðsynlegur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni austan megin.Isaiah Thomas skoraði 28 stig í sjöunda sigri Boston Celtics í röð en liðið vann þá 107-102 sigur á Los Angeles Clippers. Al Horford var með 13 stig og 15 fráköst og þeir Amir Johnson, Marcus Smart og Kelly Olynyk skoruðu líka allir 13 stig fyrir Boston. Blake Griffin og Jamal Crawford voru báðir með 23 stig hjá Clippers. Paul Pierce, fyrrum hetjuleikmaður Boston og núverandi aukaleikari hjá Los Angeles Clippers, fékk heiðursskiptingu inná völlinn í lokin og setti þá niður þrist. Þetta var síðasti leikur hans í Boston Garden en hann mun leggja skóna á hilluna í vor. Áhorfendur í Boston Garden kölluðu eftir Pierce og Doc Rivers, fyrrum þjálfari Boston og núverandi þjálfari Los Angeles Clippers, lét loksins undan 19 sekúndum fyrir leikslok. Pierce fékk ekki margar sekúndur en fékk opið þriggja stiga skot sem hann setti niður við mikinn fögnuð stuðningsmanna Boston Celtics þó að hann væri að skora á móti þeirra liði.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-99 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 107-102 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 95-103 NBA Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Russell Westbrook fór á kostum á lokakaflanum þegar Oklahoma City Thunder landaði sigri í spennuleik á móti Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann sinn sjöunda leik í röð og áhorfendur í Boston Garden fengu smá eftirrétt í lokin þegar Paul Pierce kvaddi Boston með þristi á síðustu sekúndunum. Þetta var rólegt kvöld í NBA-deildinni enda menn í deildinni ekki að fara í samkeppni við ameríska fótboltann á Super Bowl kvöldi. Það voru engu að síður þrír áhugaverðir leikir í NBA.Russell Westbrook skoraði 19 af 42 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 105-99 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var í áttunda sinn sem kappinn skorar 40 stig í leik á tímabilinu en hann var langt frá þrennunni með „bara“ fjögur fráköst og átta stoðsendingar. Victor Oladipo tók eflaust mikið af fráköstunum hans en skotbakvörðurinn endaði með 24 stig og 13 fráköst. Andre Roberson var með 14 stig og 11 fráköst og Steven Adams tók 13 fráköst og skoraði 7 stig. Þrír hjá OKC með 11 fráköst eða fleiri og því ekki mikið af fráköstum eftir fyrir Russell Westbrook. Damian Lillard skoraði 29 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 19 stig. Portland-liðið var sex stigum yfir í hálfleik, 52-46, en Oklahoma City snéri leiknum við í þriðja leikhluta og vann svo lokaleikhlutann 34-26. Russell Westbrook náði ekki þrennunni en það gerði aftur á móti Kyle Lowry í 103-95 sigri Toronto Raptors á Brooklyn Nets. Lowry var með 15 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að glíma bæði við veikindi og meiðsli. Toronto-liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og átta af síðustu tíu og sigurinn því lífsnauðsynlegur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni austan megin.Isaiah Thomas skoraði 28 stig í sjöunda sigri Boston Celtics í röð en liðið vann þá 107-102 sigur á Los Angeles Clippers. Al Horford var með 13 stig og 15 fráköst og þeir Amir Johnson, Marcus Smart og Kelly Olynyk skoruðu líka allir 13 stig fyrir Boston. Blake Griffin og Jamal Crawford voru báðir með 23 stig hjá Clippers. Paul Pierce, fyrrum hetjuleikmaður Boston og núverandi aukaleikari hjá Los Angeles Clippers, fékk heiðursskiptingu inná völlinn í lokin og setti þá niður þrist. Þetta var síðasti leikur hans í Boston Garden en hann mun leggja skóna á hilluna í vor. Áhorfendur í Boston Garden kölluðu eftir Pierce og Doc Rivers, fyrrum þjálfari Boston og núverandi þjálfari Los Angeles Clippers, lét loksins undan 19 sekúndum fyrir leikslok. Pierce fékk ekki margar sekúndur en fékk opið þriggja stiga skot sem hann setti niður við mikinn fögnuð stuðningsmanna Boston Celtics þó að hann væri að skora á móti þeirra liði.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-99 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 107-102 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 95-103
NBA Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira