Barkley ekkert fúll út í LeBron: Vann greinilega heimavinnuna sína og "gúglaði“ mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 22:45 Charles Barkley og LeBron James hafa staðið í stríði í bandarískum fjölmiðlum í vikunni eftir að James var nóg boðið þegar Barkley kallaði hann vælukjóa sem væri búinn að fá allt upp í hendurnar. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers að undanförnu og James kallaði eftir því að stjórn félagsins myndi styrkja liðið fyrir átökin í úrslitakeppninni. Charles Barkley sá ummæli frekar sem orð dekurdrengs sem væri búinn að fá allt sem hann vildi og vildi nú enn meira. „Cleveland hefur gefið honum allt sem hann vill. Þeir eru með dýrasta lið í sögu NBA. Hann vildi fá J.R. Smith síðasta sumar og þeir borguðu honum. Hann vildi Iman Shumpert síðasta sumar. Þeir fengu Kyle Korver. Hann er besti leikmaður í heimi. Af hverju vill hann fá alla góðu leikmennina? Vill hann ekki keppa? Hann er stórkostlegur leikmaður og þeir eru ríkjandi meistarar," sagði Charles Barkley. Barkley hefur alltaf gagnrýnt James meira en flestir aðrir og orð hans á dögunum virtist fylla mælinn hjá LeBron. „Ég er orðinn þreyttur á bíta í tunguna á mér. Ég ætla ekki að leyfa honum að vanvirða arfleið mína svona,“ sagði James í samtali við ESPN og rifjaði því næst upp gamlar syndir Barkleys. Barkley sjálfur er sallarólegur yfir öllu saman og ber engan kala til LeBron James. ESPN segir frá. „Ég stend við það sem ég sagði en ætla samt ekki að gera þetta persónulegt. Hann var vælandi í síðustu viku,“ sagði Charles Barkley í úrvarpsþættinum Waddle & Silvy show á ESPN Radio. „Það er allt í góðu hjá mér. Ég kem mér beint að efnunum og fer aldrei í felur með mína skoðun. Ég mun aldrei persónugera gagnrýni mína á leikmann í NBA-deildinni,“ sagði Barkley. „Það er ekki ég hef sem hef hent manni í gegnum rúðu. Ég hrækti aldrei á krakka. Ég á ekki ógreidda skuld í Las Vegas. Ég sagði aldrei „Ég er ekki fyrirmynd.“ Ég mætti aldrei á sunnudaginn á Stjörnuleikshelginni því ég var að djamma í Vegas alla helgina,“ sagði LeBron James um Barkley en hvað fannst Sir Charles um þessi orð Lebron: Barkley sagðist hafa farið að hlæja þegar hann heyrði James telja upp hans gömlu syndir. „Hann hefur greinilega unnið heimavinnu sína, farið á netið, „gúglað“ mig og fundið eitthvað. Ég átti alveg skilið að vera gagnrýndur fyrir þessa hluti. Þó að eitthvað af þessu sem hann sagði um mig sé hárrétt þá á gagnrýni mín á hann alveg jafnvel við,“ sagði Barkley. NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Charles Barkley og LeBron James hafa staðið í stríði í bandarískum fjölmiðlum í vikunni eftir að James var nóg boðið þegar Barkley kallaði hann vælukjóa sem væri búinn að fá allt upp í hendurnar. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers að undanförnu og James kallaði eftir því að stjórn félagsins myndi styrkja liðið fyrir átökin í úrslitakeppninni. Charles Barkley sá ummæli frekar sem orð dekurdrengs sem væri búinn að fá allt sem hann vildi og vildi nú enn meira. „Cleveland hefur gefið honum allt sem hann vill. Þeir eru með dýrasta lið í sögu NBA. Hann vildi fá J.R. Smith síðasta sumar og þeir borguðu honum. Hann vildi Iman Shumpert síðasta sumar. Þeir fengu Kyle Korver. Hann er besti leikmaður í heimi. Af hverju vill hann fá alla góðu leikmennina? Vill hann ekki keppa? Hann er stórkostlegur leikmaður og þeir eru ríkjandi meistarar," sagði Charles Barkley. Barkley hefur alltaf gagnrýnt James meira en flestir aðrir og orð hans á dögunum virtist fylla mælinn hjá LeBron. „Ég er orðinn þreyttur á bíta í tunguna á mér. Ég ætla ekki að leyfa honum að vanvirða arfleið mína svona,“ sagði James í samtali við ESPN og rifjaði því næst upp gamlar syndir Barkleys. Barkley sjálfur er sallarólegur yfir öllu saman og ber engan kala til LeBron James. ESPN segir frá. „Ég stend við það sem ég sagði en ætla samt ekki að gera þetta persónulegt. Hann var vælandi í síðustu viku,“ sagði Charles Barkley í úrvarpsþættinum Waddle & Silvy show á ESPN Radio. „Það er allt í góðu hjá mér. Ég kem mér beint að efnunum og fer aldrei í felur með mína skoðun. Ég mun aldrei persónugera gagnrýni mína á leikmann í NBA-deildinni,“ sagði Barkley. „Það er ekki ég hef sem hef hent manni í gegnum rúðu. Ég hrækti aldrei á krakka. Ég á ekki ógreidda skuld í Las Vegas. Ég sagði aldrei „Ég er ekki fyrirmynd.“ Ég mætti aldrei á sunnudaginn á Stjörnuleikshelginni því ég var að djamma í Vegas alla helgina,“ sagði LeBron James um Barkley en hvað fannst Sir Charles um þessi orð Lebron: Barkley sagðist hafa farið að hlæja þegar hann heyrði James telja upp hans gömlu syndir. „Hann hefur greinilega unnið heimavinnu sína, farið á netið, „gúglað“ mig og fundið eitthvað. Ég átti alveg skilið að vera gagnrýndur fyrir þessa hluti. Þó að eitthvað af þessu sem hann sagði um mig sé hárrétt þá á gagnrýni mín á hann alveg jafnvel við,“ sagði Barkley.
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira