Lífeyrir á að hækka í 400 þúsund fyrir skatt! Björgvin Guðmundsson skrifar 16. febrúar 2017 11:00 Alþingi hefur komið saman á ný eftir jólaleyfi. Ég tel, að eitt fyrsta verk þingsins eigi að vera það að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. Þau kjör, sem öldruðum og öryrkjum bjóðast í dag eru ekki boðleg. Þau voru úrelt um leið og þau tóku gildi um síðustu áramót. Félag eldri borgara i Reykjavík segir, að þessi lægsti lífeyrir verði að hækka. Ég er að sjálfsögðu að tala um kjör þeirra eldri borgara og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri almannatrygginga.Fyrri ríkisstjórn lét undanFyrrverandi ríkisstjórn ætlaði upphaflega ekki að hækka lífeyri þessa hóps um eina einustu krónu. Það átti að hafa þennan lægsta lífeyri óbreyttan. En vegna mikilla mótmæla eldri borgara í ræðu og riti; fylgt eftir með stórum mótmælafundi í Háskólabíói, lét ríkisstjórnin undan síga og ákvað örlitla hækkun á lífeyri. Hækkunin var þessi: Hjá þeim, sem voru í hjónabandi eða sambúð, var hækkunin 12 þúsund krónur á mánuði. Lífeyrir fór í 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Hjá einhleypum var hækkunin þessi: 20 þúsund kr. á mánuði. Lífeyrir fór í 227 þúsund á mánuði eftir skatt. Þessar upphæðir eru að sjálfsögðu alltof lágar og engin leið að lifa af svo litlum lífeyri. Það er í rauninni furðulegt, að fyrrverandi ríkisstjórn skyldi telja þessar upphæðir ásættanlegar.Þarf 400 þúsund á mánuði fyrir skattHvað þarf eldri borgari og öryrki mikið sér til framfærslu? Hvað þarf að hækka lífeyrinn mikið til þess að hann sé sómasamlegur? Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands (könnun á meðaltalsútgjöldum heimila í landinu) er meðaltalsneyslan 321 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypingum. Engir skattar eru inni í þeirri tölu. Talan er því sambærileg upphæð lífeyris aldraðra einhleypinga eftir skatt. Fyrir skatt eru það rúmlega 400 þúsund kr. Þetta eru m.ö.o. þær upphæðir, sem ég tel hæfilegar fyrir aldraða og öryrkja.Engar ráðagerðir hjá ríkisstjórninni um hækkanirRíkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára. Í tengslum við framlagningu áætlunarinnar hefur komið fram hjá ríkisstjórninni, að ekki sé unnt að auka útgjöld til innviða. Það þýðir, að ekki er meiningin að verja neinu nýju fjármagni til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja og heldur ekki til heilbrigðiskerfsins þó það heiti svo, að sá málaflokkur eigi að hafa forgang. En slík yfirlýsing án fjármagns er marklaus. Ríkisstjórnin boðar algera kyrrstöðu. Er ekki eðlilegt, að Íslendingar fái að njóta sambærilegrar samneyslu, sama velferðarkerfis og aðrar Norðurlandaþjóðir? Talsvert vantar á, að svo sé. Góðærið hér á að gera það kleift að ná því marki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur komið saman á ný eftir jólaleyfi. Ég tel, að eitt fyrsta verk þingsins eigi að vera það að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. Þau kjör, sem öldruðum og öryrkjum bjóðast í dag eru ekki boðleg. Þau voru úrelt um leið og þau tóku gildi um síðustu áramót. Félag eldri borgara i Reykjavík segir, að þessi lægsti lífeyrir verði að hækka. Ég er að sjálfsögðu að tala um kjör þeirra eldri borgara og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri almannatrygginga.Fyrri ríkisstjórn lét undanFyrrverandi ríkisstjórn ætlaði upphaflega ekki að hækka lífeyri þessa hóps um eina einustu krónu. Það átti að hafa þennan lægsta lífeyri óbreyttan. En vegna mikilla mótmæla eldri borgara í ræðu og riti; fylgt eftir með stórum mótmælafundi í Háskólabíói, lét ríkisstjórnin undan síga og ákvað örlitla hækkun á lífeyri. Hækkunin var þessi: Hjá þeim, sem voru í hjónabandi eða sambúð, var hækkunin 12 þúsund krónur á mánuði. Lífeyrir fór í 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Hjá einhleypum var hækkunin þessi: 20 þúsund kr. á mánuði. Lífeyrir fór í 227 þúsund á mánuði eftir skatt. Þessar upphæðir eru að sjálfsögðu alltof lágar og engin leið að lifa af svo litlum lífeyri. Það er í rauninni furðulegt, að fyrrverandi ríkisstjórn skyldi telja þessar upphæðir ásættanlegar.Þarf 400 þúsund á mánuði fyrir skattHvað þarf eldri borgari og öryrki mikið sér til framfærslu? Hvað þarf að hækka lífeyrinn mikið til þess að hann sé sómasamlegur? Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands (könnun á meðaltalsútgjöldum heimila í landinu) er meðaltalsneyslan 321 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypingum. Engir skattar eru inni í þeirri tölu. Talan er því sambærileg upphæð lífeyris aldraðra einhleypinga eftir skatt. Fyrir skatt eru það rúmlega 400 þúsund kr. Þetta eru m.ö.o. þær upphæðir, sem ég tel hæfilegar fyrir aldraða og öryrkja.Engar ráðagerðir hjá ríkisstjórninni um hækkanirRíkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára. Í tengslum við framlagningu áætlunarinnar hefur komið fram hjá ríkisstjórninni, að ekki sé unnt að auka útgjöld til innviða. Það þýðir, að ekki er meiningin að verja neinu nýju fjármagni til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja og heldur ekki til heilbrigðiskerfsins þó það heiti svo, að sá málaflokkur eigi að hafa forgang. En slík yfirlýsing án fjármagns er marklaus. Ríkisstjórnin boðar algera kyrrstöðu. Er ekki eðlilegt, að Íslendingar fái að njóta sambærilegrar samneyslu, sama velferðarkerfis og aðrar Norðurlandaþjóðir? Talsvert vantar á, að svo sé. Góðærið hér á að gera það kleift að ná því marki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun