Frumsýna myndbandið akkúrat ári eftir tökudag Guðný Hrönn skrifar 14. febrúar 2017 11:00 Birta Rán Björgvinsdóttir og Guðný Rós Þórhallsdóttir. Vísir/GVA Birta Rán og Guðný Rós, konurnar á bak við framleiðslufyrirtækið Andvara, frumsýna í dag myndband við atriðið Elsku stelpur sem vann Skrekk árið 2015 „Elsku stelpur er atriði stelpnanna í Hagaskóla sem unnu hæfileikakeppnina Skrekk árið 2015. Við Guðný sátum saman í litlum fólksbíl á leiðinni heim eftir langan og kaldan tökudag í skólanum þegar við sáum myndbandið. Það var í lélegum símagæðum og allt á hreyfingu en kraftur og mikilvægi þessa atriðis leyndi sér ekki. Við allavega sátum þarna með gæsahúð þegar við litum hvor á aðra og fengum þá hugmynd að gera almennilegt myndband við atriðið,“ segir Birta Rán um myndbandið við Elsku stelpur. Atriðið sem um ræðir, Elsku stelpur, er femínískur ljóða- og dansgjörningur og skilaboðin hreyfðu við Birtu og Guðnýju. Myndbandið var tekið upp á Valentínusardaginn í fyrra. „Í rauninni hefur myndbandið ekki verið tilbúið til frumsýningar fyrr en bara núna. Ástæðan er sú að lagið sem stelpurnar notuðu í atriðið sitt er frá stórri hljómsveit en var svo tekið og remixað af enn stærri DJ svo leyfismálin voru mjög snúin. En rétt tæpu ári frá því að við fórum að vesenast í því fengum við leyst úr leyfisflækjunni,“ útskýrir Birta. Þess má geta að hópurinn á bak við Elsku stelpur notaði lagið You & Me með Disclosure í endurhljóðblöndun Flume. Hvað er svo á döfinni hjá Andvara? „2017 verður heldur betur viðburðaríkt hjá Andvara,“ segir Guðný. „Ég er að útskrifast úr Kvikmyndaskólanum og við erum að undirbúa okkur fyrir útskriftarmyndina mína. Myndin, sem ég leikstýri og skrifa og Birta skýtur, mun vera falleg og litrík stuttmynd sem fjallar um mann sem lifir góðu lífi með kettinum sínum og kú eftir að uppvakningar tóku yfir Ísland. Í byrjun febrúar skutum við síðan tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Maríu Magnúsdóttur, eða Mimru, sem kemur út bráðlega. Því miður megum við ekki segja of mikið frá því eins og staðan er núna en það verður athyglisvert að sjá hvað fólk segir um það,“ segir Guðný. Meðfylgjandi er myndbandið við atriðið Elsku stelpur. Undir stillingarhnappnum á Youtube-spilaranum er hægt að nálgast bæði íslenskan og enskan texta. Menning Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Hagaskólastelpurnar kveiktu hugmyndina Ljósmyndarinn Hulda Sif Ásmundsdóttir tók myndir af ellefu íslenskum íþróttastelpum fyrir ljósmyndaverkefni sitt Just girl it. 23. janúar 2016 09:30 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Birta Rán og Guðný Rós, konurnar á bak við framleiðslufyrirtækið Andvara, frumsýna í dag myndband við atriðið Elsku stelpur sem vann Skrekk árið 2015 „Elsku stelpur er atriði stelpnanna í Hagaskóla sem unnu hæfileikakeppnina Skrekk árið 2015. Við Guðný sátum saman í litlum fólksbíl á leiðinni heim eftir langan og kaldan tökudag í skólanum þegar við sáum myndbandið. Það var í lélegum símagæðum og allt á hreyfingu en kraftur og mikilvægi þessa atriðis leyndi sér ekki. Við allavega sátum þarna með gæsahúð þegar við litum hvor á aðra og fengum þá hugmynd að gera almennilegt myndband við atriðið,“ segir Birta Rán um myndbandið við Elsku stelpur. Atriðið sem um ræðir, Elsku stelpur, er femínískur ljóða- og dansgjörningur og skilaboðin hreyfðu við Birtu og Guðnýju. Myndbandið var tekið upp á Valentínusardaginn í fyrra. „Í rauninni hefur myndbandið ekki verið tilbúið til frumsýningar fyrr en bara núna. Ástæðan er sú að lagið sem stelpurnar notuðu í atriðið sitt er frá stórri hljómsveit en var svo tekið og remixað af enn stærri DJ svo leyfismálin voru mjög snúin. En rétt tæpu ári frá því að við fórum að vesenast í því fengum við leyst úr leyfisflækjunni,“ útskýrir Birta. Þess má geta að hópurinn á bak við Elsku stelpur notaði lagið You & Me með Disclosure í endurhljóðblöndun Flume. Hvað er svo á döfinni hjá Andvara? „2017 verður heldur betur viðburðaríkt hjá Andvara,“ segir Guðný. „Ég er að útskrifast úr Kvikmyndaskólanum og við erum að undirbúa okkur fyrir útskriftarmyndina mína. Myndin, sem ég leikstýri og skrifa og Birta skýtur, mun vera falleg og litrík stuttmynd sem fjallar um mann sem lifir góðu lífi með kettinum sínum og kú eftir að uppvakningar tóku yfir Ísland. Í byrjun febrúar skutum við síðan tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Maríu Magnúsdóttur, eða Mimru, sem kemur út bráðlega. Því miður megum við ekki segja of mikið frá því eins og staðan er núna en það verður athyglisvert að sjá hvað fólk segir um það,“ segir Guðný. Meðfylgjandi er myndbandið við atriðið Elsku stelpur. Undir stillingarhnappnum á Youtube-spilaranum er hægt að nálgast bæði íslenskan og enskan texta.
Menning Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Hagaskólastelpurnar kveiktu hugmyndina Ljósmyndarinn Hulda Sif Ásmundsdóttir tók myndir af ellefu íslenskum íþróttastelpum fyrir ljósmyndaverkefni sitt Just girl it. 23. janúar 2016 09:30 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39
Hagaskólastelpurnar kveiktu hugmyndina Ljósmyndarinn Hulda Sif Ásmundsdóttir tók myndir af ellefu íslenskum íþróttastelpum fyrir ljósmyndaverkefni sitt Just girl it. 23. janúar 2016 09:30