Opinbert plakat Trump tekið úr sölu vegna stafsetningarvillu Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2017 15:00 Hér má sjá villuna umræddu. Bókasafn þings Bandaríkjanna hefur tekið opinbert plakat Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, úr sölu eftir að þeim var bent á stafsetningar- eða innsláttarvillu. Eitt o vantaði á plakatið. Á plakatinu stóð: „No dream is too big, no challenge is to great. Nothing we want for the future is beyond our reach.“ í annarri setningu ætti að standa „is too great“, eins og í þeirri fyrstu.Samkvæmt AP fréttaveitunni var fljótt tekið eftir villunni og var athygli vakin á henni á samfélagsmiðlum. Starfsmenn bókasafnsins urðu varir við gagnrýnina og tóku plakatið úr sölu. Internetið gleymir þó engu, eins og sagt er. Hægt er að sjá sölusíðu plakatsins á vefnum Archive.org. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að stafsetningarvillur stinga upp í kollinum í kringum nýja ríkisstjórn Trump og hann sjálfan. Í desember tísti hann um að Kína hefði lagt hald á fjarstýrðan kafbát sem að Bandaríkin eiga. Hann sagði þjófnað Kínverja vera án fordæmis (e. Unprecedented) en í fyrsta tístinu skrifaði hann óvart „Unpresidented“ sem ef til vill væri hægt að þýða sem „óforsetaður“. Eftir innsetningarathöfn Trump í síðasta mánuði tísti hann mynd af athöfninni sem hafði verið hengd upp í Hvíta húsinu. Á myndinni stóð að hún hefði verið tekin 21. janúar, sem var degi eftir innsetningarathöfn Trump. Þann dag gengu þúsundir mótmælenda um götur borgarinnar. Nú um helgina gerðu starfsmenn Menntamálaráðuneytis Bandaríkjanna villu í nafni rithöfundarins og mannréttindasinnans W.E.B DuBois á Twitter. Eftir að hafa leiðrétt villuna var gerð stafsetningarvilla í afsökunarbeiðni vegna fyrri villunnar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Bókasafn þings Bandaríkjanna hefur tekið opinbert plakat Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, úr sölu eftir að þeim var bent á stafsetningar- eða innsláttarvillu. Eitt o vantaði á plakatið. Á plakatinu stóð: „No dream is too big, no challenge is to great. Nothing we want for the future is beyond our reach.“ í annarri setningu ætti að standa „is too great“, eins og í þeirri fyrstu.Samkvæmt AP fréttaveitunni var fljótt tekið eftir villunni og var athygli vakin á henni á samfélagsmiðlum. Starfsmenn bókasafnsins urðu varir við gagnrýnina og tóku plakatið úr sölu. Internetið gleymir þó engu, eins og sagt er. Hægt er að sjá sölusíðu plakatsins á vefnum Archive.org. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að stafsetningarvillur stinga upp í kollinum í kringum nýja ríkisstjórn Trump og hann sjálfan. Í desember tísti hann um að Kína hefði lagt hald á fjarstýrðan kafbát sem að Bandaríkin eiga. Hann sagði þjófnað Kínverja vera án fordæmis (e. Unprecedented) en í fyrsta tístinu skrifaði hann óvart „Unpresidented“ sem ef til vill væri hægt að þýða sem „óforsetaður“. Eftir innsetningarathöfn Trump í síðasta mánuði tísti hann mynd af athöfninni sem hafði verið hengd upp í Hvíta húsinu. Á myndinni stóð að hún hefði verið tekin 21. janúar, sem var degi eftir innsetningarathöfn Trump. Þann dag gengu þúsundir mótmælenda um götur borgarinnar. Nú um helgina gerðu starfsmenn Menntamálaráðuneytis Bandaríkjanna villu í nafni rithöfundarins og mannréttindasinnans W.E.B DuBois á Twitter. Eftir að hafa leiðrétt villuna var gerð stafsetningarvilla í afsökunarbeiðni vegna fyrri villunnar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira