Ábyrgðin ekki útgerðarinnar, heldur Seðlabanka og fyrri ríkisstjórnar Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Í leiðara Þorbjörns Þórðarsonar í blaðinu 9. febrúar, sem ber fyrirsögnina „ Ábyrgðin er útgerðarinnar“, lýsir hann þeirri skoðun sinni, að útgerðin beri meginábyrgð á þeim hnút, sem sjómannadeilan var þá komin í, og, að hún hafi þess vegna átt að fórna sínum hagsmunum og láta undan kröfum sjómanna í almannaþágu. Margt, sem Þorbjörn segir í þessum leiðara, er skýrlegt og skynsamlegt, og er ég honum um margt sammála. Þetta gildir þó ekki um skilgreininguna á rót vandans, sem útvegsmenn og sjómenn stóðu og standa frammi fyrir – reyndar flestir eða allir landsmenn – heldur ekki um orsakir og ábyrgð á hnútnum. Á árinu 2015 var útflutningsverðmæti sjávarafurða okkar Íslendinga um 260 milljarðar. Þá fengust að meðaltali 148 krónur fyrir 1 evru. Nú, 12-18 mánuðum síðar, fær útgerðin um 120 krónur fyrir evruna. Miðað við sama útflutningsmagn og sama markaðsverð, fær útgerðin í ár um 210 milljarða í stað 260 milljarða 2015. Vegna styrkingar krónunnar er útgerðin að tapa 50 milljörðum króna í ár, miðað við afkomuna 2015. Hvernig geta menn komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé hennar mál og ábyrgð að axla frekari sameiginlega byrðir landsmanna? Afkoman kann að hafa verið góð eða mjög góð 2015, en nú er hún greinilega að komast í járn. Hverjum er um að kenna? Eins og ég hef fjallað um í ýmsum greinum, hér og í Morgunblaðinu, liggur orsökin í „handónýtri krónu“, sem byggir á allt of litlu hagkerfi og hoppar og skoppar upp og niður, eins og stjórnlítil smákæna, á úthafi efnahags- og gengismála. Meginábyrgðin liggur því í mínum huga hjá Seðlabankanum og fyrri ríkisstjórn, en þessir aðilar horfðu upp á það og létu það gerast og viðgangast, án mikilla aðgerða, að krónan styrktist um tæplega 20% á 12-15 mánuðum. Og nú, þrátt fyrir það, að krónan hafi síðustu 6-12 mánuði sennilega verið sterkasti gjaldmiðill álfunnar, var Seðlabankinn að framlengja 5% óbreytta stýrivexti. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabanka Evrópu 0,0%, en evran er samt, ásamt Bandaríkjadal, öflugasti stórgjaldmiðill heims og stýrivextir í t.a.m. Svíþjóð og Sviss eru í mínus!Yfirkeyrðir vextir Þessir yfirkeyrðu vextir Seðlabankans ásamt áframhaldandi gjaldeyrishöftum halda gengi krónunnar langt yfir raunvirði hennar, en raunvirði hlýtur að jafnaði að vera það gengi, sem heldur meginatvinnuvegunum gangandi á viðunandi rekstursgrundvelli. Það virðist vera, að „rétt gengi“ nú væri um 140 til 145 krónur í evru. Við slíkt gengi hefði verið vandræðalaust fyrir útgerðina að ljúka sanngjörnum samningum við sjómenn, án þeirra langvarandi og kostnaðarsömu verkfalla, sem menn urðu að ganga í gegnum. Í mínum huga myndi skipuleg en hröð lækkun stýrivaxta niður í 1-2%, ásamt frekari afnámi gjaldeyrishafta og heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta að vild erlendis,á nokkrum vikum/mánuðum leiða til ofangreindrar leiðréttingar á genginu, en þessu má auðvitað stýra með skref fyrir skref aðgerðum. Mér er óskiljanlegt, hvað Seðlabankinn er að hugsa og fara með 5% stýrivöxtum; þetta nálgast þó skipulega sjálfseyðileggingu – efnahagslegt harakiri – í mínum huga, á sama tíma og ESB-stýrivextir eru sem sagt 0,0%, stýrivextir í Bretlandi eru aðeins 0,25%, þrátt fyrir veikt pund, stýrivextir í Noregi eru 0,50% og stýrivextir í Svíþjóð og Sviss eru í MÍNUS; - 0,35% í Svíþjóð og niður í -1,25% í Sviss!! Stýrivextir fyrir okkar sterku krónu eru 20 sinnum hærri, en fyrir veikburða pundið, og 10 sinnum hærri en fyrir óstöðuga norska krónu, en verðbólgan í þessum tveimur löndum er og verður svipuð 2017 og hér! Hvað gengur mönnunum eiginlega til? Þeir virðast vera fastir í einhverri gamalli aðferðafræði! Þessi okurvaxtastefna bitnar auðvitað ekki aðeins á útgerðinni, heldur líka og ekki síður á stærsta atvinnuvegi þjóðarinnar; ferðamannaiðnaðinum. Hann fær nú líka inn allar sínar erlendu tekjur með um 20-25% skerðingu, miðað við 2015. Við bætist, að þessi óskiljanlega stefna Seðlabanka viðheldur stórfelldri eignatilfærslu milli þeirra, sem skulda, til þeirra, sem eiga; þeir fátæku verða fátækari og þeir ríku ríkari, fyrir tilstuðlan Seðlabanka. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Í leiðara Þorbjörns Þórðarsonar í blaðinu 9. febrúar, sem ber fyrirsögnina „ Ábyrgðin er útgerðarinnar“, lýsir hann þeirri skoðun sinni, að útgerðin beri meginábyrgð á þeim hnút, sem sjómannadeilan var þá komin í, og, að hún hafi þess vegna átt að fórna sínum hagsmunum og láta undan kröfum sjómanna í almannaþágu. Margt, sem Þorbjörn segir í þessum leiðara, er skýrlegt og skynsamlegt, og er ég honum um margt sammála. Þetta gildir þó ekki um skilgreininguna á rót vandans, sem útvegsmenn og sjómenn stóðu og standa frammi fyrir – reyndar flestir eða allir landsmenn – heldur ekki um orsakir og ábyrgð á hnútnum. Á árinu 2015 var útflutningsverðmæti sjávarafurða okkar Íslendinga um 260 milljarðar. Þá fengust að meðaltali 148 krónur fyrir 1 evru. Nú, 12-18 mánuðum síðar, fær útgerðin um 120 krónur fyrir evruna. Miðað við sama útflutningsmagn og sama markaðsverð, fær útgerðin í ár um 210 milljarða í stað 260 milljarða 2015. Vegna styrkingar krónunnar er útgerðin að tapa 50 milljörðum króna í ár, miðað við afkomuna 2015. Hvernig geta menn komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé hennar mál og ábyrgð að axla frekari sameiginlega byrðir landsmanna? Afkoman kann að hafa verið góð eða mjög góð 2015, en nú er hún greinilega að komast í járn. Hverjum er um að kenna? Eins og ég hef fjallað um í ýmsum greinum, hér og í Morgunblaðinu, liggur orsökin í „handónýtri krónu“, sem byggir á allt of litlu hagkerfi og hoppar og skoppar upp og niður, eins og stjórnlítil smákæna, á úthafi efnahags- og gengismála. Meginábyrgðin liggur því í mínum huga hjá Seðlabankanum og fyrri ríkisstjórn, en þessir aðilar horfðu upp á það og létu það gerast og viðgangast, án mikilla aðgerða, að krónan styrktist um tæplega 20% á 12-15 mánuðum. Og nú, þrátt fyrir það, að krónan hafi síðustu 6-12 mánuði sennilega verið sterkasti gjaldmiðill álfunnar, var Seðlabankinn að framlengja 5% óbreytta stýrivexti. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabanka Evrópu 0,0%, en evran er samt, ásamt Bandaríkjadal, öflugasti stórgjaldmiðill heims og stýrivextir í t.a.m. Svíþjóð og Sviss eru í mínus!Yfirkeyrðir vextir Þessir yfirkeyrðu vextir Seðlabankans ásamt áframhaldandi gjaldeyrishöftum halda gengi krónunnar langt yfir raunvirði hennar, en raunvirði hlýtur að jafnaði að vera það gengi, sem heldur meginatvinnuvegunum gangandi á viðunandi rekstursgrundvelli. Það virðist vera, að „rétt gengi“ nú væri um 140 til 145 krónur í evru. Við slíkt gengi hefði verið vandræðalaust fyrir útgerðina að ljúka sanngjörnum samningum við sjómenn, án þeirra langvarandi og kostnaðarsömu verkfalla, sem menn urðu að ganga í gegnum. Í mínum huga myndi skipuleg en hröð lækkun stýrivaxta niður í 1-2%, ásamt frekari afnámi gjaldeyrishafta og heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta að vild erlendis,á nokkrum vikum/mánuðum leiða til ofangreindrar leiðréttingar á genginu, en þessu má auðvitað stýra með skref fyrir skref aðgerðum. Mér er óskiljanlegt, hvað Seðlabankinn er að hugsa og fara með 5% stýrivöxtum; þetta nálgast þó skipulega sjálfseyðileggingu – efnahagslegt harakiri – í mínum huga, á sama tíma og ESB-stýrivextir eru sem sagt 0,0%, stýrivextir í Bretlandi eru aðeins 0,25%, þrátt fyrir veikt pund, stýrivextir í Noregi eru 0,50% og stýrivextir í Svíþjóð og Sviss eru í MÍNUS; - 0,35% í Svíþjóð og niður í -1,25% í Sviss!! Stýrivextir fyrir okkar sterku krónu eru 20 sinnum hærri, en fyrir veikburða pundið, og 10 sinnum hærri en fyrir óstöðuga norska krónu, en verðbólgan í þessum tveimur löndum er og verður svipuð 2017 og hér! Hvað gengur mönnunum eiginlega til? Þeir virðast vera fastir í einhverri gamalli aðferðafræði! Þessi okurvaxtastefna bitnar auðvitað ekki aðeins á útgerðinni, heldur líka og ekki síður á stærsta atvinnuvegi þjóðarinnar; ferðamannaiðnaðinum. Hann fær nú líka inn allar sínar erlendu tekjur með um 20-25% skerðingu, miðað við 2015. Við bætist, að þessi óskiljanlega stefna Seðlabanka viðheldur stórfelldri eignatilfærslu milli þeirra, sem skulda, til þeirra, sem eiga; þeir fátæku verða fátækari og þeir ríku ríkari, fyrir tilstuðlan Seðlabanka. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar