Ole Anton Bieltvedt

Ole Anton Bieltvedt

Greinar eftir Ole Anton Bieltvedt, formann ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf.

Fréttamynd

Hver ber á­byrgð á van­efndum Við­reisnar og Sam­fylkingar? Inga blessunin Sæ­land?

Það liggur fyrir, hefur gert það mörg síðustu misseri, að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill þjóðaratkvæði um framahaldsviðræður við ESB. Í skoðanakönnun Prósents 9. janúar síðastliðinn, voru 68% þeirra, sem afstöðu tóku, hlynntir því, að framhaldsviðræður færu fram. Slíkar viðræður eru auðvitað með öllu óskuldbindandi og áhætta af þeim engin.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­lits­gerð um hval­veiðar, sögu og stöðu þeirra, mis­ferli, lög­brot og veiði­leyfi, sem ekki stenzt

Reglugerð um hreinlæti við verkun virt að vettugi í 8 ár – Líka brot á EES-samningi:2009 setti Jón Bjarnason, þá sjávarútvegsráðherra, reglugerð nr. 489/2009, sem kvað á um það, að verka skyldi hval undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti við vinnslu og matvælaöryggi, en frá 1949 hafði þessi verkun farið fram úti, undir berum himni.

Skoðun
Fréttamynd

Gerræðis­leg og hjarta­laus leyfis­veiting, sem stöðva verður!

Bjarni Benediktsson og nokkrir aðrir framámenn Sjálfstæðisflokksins, ekki sízt Jón Gunnarsson, hafa verið nátengdir Kristjáni Loftssyni í Hval. Hafa þeir stutt hann og hans hvalveiðar með ráðum og dáð. Reyndar hefur allur þingflokkurinn stutt þær, eftir því, sem bezt verður séð.

Skoðun
Fréttamynd

Glanna­legt tal um gjald­þrot

Í byrjun vikunnar áttu báðar sjónvarpsstöðvarnar viðtöl við Ingu Sæland um þá styrki, sem Flokkur fólksins hafði fengið úr ríkissjóði, 240 milljónir króna, en rétt form vantaði á. Var Inga spurð, hvað gerðist, ef ríkissjóður krefðist endurgreiðslu fjárins, þar sem flokkurinn hefði vanrækt að ganga formlega frá skráningu sinni sem stjórnmálaflokkur skv. síðustu lögum.

Skoðun
Fréttamynd

Rétt tíma­setning skiptir öllu máli

Flesir hafa upplifað það, að, ef fara á í einhver mál, sem þýðingarmikil eru, skiptir það oft höfuðmáli, að tímasetning sé rétt. Röng tímasetning getur spillt máli og komið í veg fyrir, að aðstefndur árangur náist, á sama hátt og rétt tímasetning getur tryggt árangurinn. Gamalt og gott máltæki, „Hamra skal járnið meðan það er heitt“, vísar nokkuð til þessarar staðreyndar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað segir Morgun­blaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB?

Yfirleitt er vandaður bragur á efni Morgunblaðsins, enda blaðamenn og starfsmenn flestir hæfir og góðir fagmenn. Undantekning eru þó á öllu, og hefur ritstjórn Mogga, „öðrum ritstjóranum“, gengið erfiðlega að gefa góða og rétta mynd af ESB og Evru í sínum fréttum og skrifum.

Skoðun
Fréttamynd

2027 væri hálf­kák

Ríkisstjórn þriggja valkyrja er gleðiefni. Samhentar, frjálsar konur, heilsteyptar og fullar gagnkvæms trausts, með góðar hugmyndir og vilja til breytinga og framfara, taka við stjórnvelinum. Gömlu afturhaldsseggirnir, D og B/M, sem hafa drottnað yfir landsmönnum í 100 ár, og skilja eftir vont samfélag klíkuskapar og spillingar, kvaddir. „Thank God“.

Skoðun
Fréttamynd

Dans verkalýðs­leið­toga í kringum gull­kálfinn

Ég hélt lengi vel, að formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgeinasambandsins, Vilhjálmur Birgisson, væri „góður maður og gegn“, vænn og velviljaður gagnvart „Guði og mönnum“ - dýr, umhverfi, náttúra og lífríki jarðar meðtalin -, ekki maður peningahyggju og græðgi, hvorki fyrir hönd sjálfs sín né annarra.

Skoðun
Fréttamynd

Heims­sýn úr músar­holu – Gengur það?

Ég hef kynnst ýmsum ágætum mönnum, vel menntuðum og skynsömum í sumu, sem svo hafa verið alveg úti að aka í öðru. Vantar þar oft í þá heila brú. Þetta gæti t.a.m. átt við um veðurfræðinginn Harald Ólafssson, formann Heimssýnar.

Skoðun
Fréttamynd

Mikill má máttur Við­reisnar og á­hrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera

Fyrr í dag birti Hjörtur J. grein hér á Vísi undir fyrirsögninni „Verðbólga í boði Viðreisnar“. Hjörtur hefur ýmislegt frá sér sent, sem illa stenzt það, sem satt er og rétt, og heggur hann hér í sama knérunn. Illþyrmilega. Í raun er með ólíkindum, hvað drengurinn leyfir sér að bera á borð fyrir ágæta lesendur Vísis og nú kjósendur. Hvar er virðingin við lesendur, svo að ekki sé talað um sjálfsvirðinguna?

Skoðun
Fréttamynd

Rang­færslu­vaðall Hjartar J.

Hjörtur J. Guðmundsson, sem hefur skrifað hér tugi pistla gegn ESB, Evru og Evrópu, og virðist nánast vera á mála einhverra hægri-hægri afla í því, má auðvitað hafa sínar skoðanir, eða vera boðberi skoðana annarra, gegn greiðslu eða án, þar hefur hann auðvitað sama rétt og ég og við hin, til að boða þessar skoðanir, eftir föngum, og reyna að koma þeim á framfæri.

Skoðun