Bankarnir halda verði niðri á landsbyggðinni Snærós Sindradóttir skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Húsnæðisskortur er í sumum minni bæjum en þrátt fyrir það er húsnæðisverð oft þriðjungur af því sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum þorpum standa fjölmörg hús á sölu óhreyfð um árabil. Eftir stendur spurningin hvers vegna ungt fólk leggur ekki land undir fót og kaupir sér sína fyrstu eign í minni byggðarlögum, í stað þess að vera fast á leigumarkaði eða þurfa að sætta sig við lakari húsakost á höfuðborgarsvæðinu en vonir stóðu til. „Þar sem er erfitt að selja íbúðir, þorir fólk ekki að kaupa íbúðir,“ segir Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar. „En víða er alveg ofboðsleg eftirspurn eftir leiguhúsnæði og það er ekki jafn mikill munur á verði á leigumarkaðnum á mörgum minni stöðum samanborið við leiguverð á höfuðborgarsvæðinu.“Þóroddur Bjarnason prófessor. Mynd/Völundur JónssonÞóroddur bendir á að hvergi sé sama fasteignaverð en vöxtur sé í um það bil 75 til 100 kílómetra fjarlægð frá stærri þéttbýlisstöðum með öflugri þjónustu. Fólk kaupi til dæmis ódýrt á Dalvík en vinni á Akureyri. „Þetta kallast „counter urbanisation“. Þetta er sem sagt ekki úthverfavæðing heldur er fólk að flytja í sjálfstæð byggðarlög sem eru í seilingarfjarlægð.“ Þóroddur segir þó fleira spila inn í en tregðu við að kaupa húsnæði sem erfitt gæti reynst að selja að nýju. Þjónusta á sumum jaðarsvæðum sé með eindæmum slæm. „Þú getur keypt hús á Raufarhöfn sem er í 100 km fjarlægð frá Húsavík, en hvað ætlarðu að gera þar? Auðvitað eru dæmi um að fólk vinni vinnu þar sem engu skiptir hvar það er staðsett, svo framarlega sem nettengingin er í lagi. En ef þú býrð í þorpi ásamt öðrum 120 og búðin er opin í tvo klukkutíma á dag þá er það kannski ekki vænlegur kostur.“ Á Bíldudal í Vesturbyggð hefur um nokkra hríð verið uppgangur. Svo er komið að fasteignaskortur er á svæðinu. Það virðist þó ekki leiða til hækkunar fasteignaverðs og lögmálið um framboð og eftirspurn á því ekki við. „Bankarnir, sérstaklega Íbúðalánasjóður, hafa verið rosalega tregir. Ef þú kemur með kaupsamning sem er með hærra verði en hugmynd bankans um hvað hús á þessu svæði kostar, þá neita þeir að viðurkenna hann. Vítahringurinn sem þú situr svo fastur í er að á meðan fasteignaverðið er lægra en byggingakostnaðurinn þá byggir enginn.“ Þóroddur nefnir dæmi um útgerð á Raufarhöfn sem réð til sín 20 starfsmenn en síðan var ekki nægt húsnæði á staðnum. Mörg hús stóðu auð en eru nýtt sem sumarhús.. Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi sveitarstjóri í Vesturbyggð, nefnir dæmi um fasteignakaup á Bíldudal. „Jafnvel þó komið væri á samkomulag á milli seljanda og kaupanda upp á 20 milljónir þá sagði bankinn að honum þætti húsið ekki meira virði en 15 milljónir og lánaði þá bara fyrir því.“ Undanfarið hafa ýmis störf verið auglýst í Vesturbyggð en húsnæðisskortur er viðvarandi. „Það er dálítið erfitt að horfa upp á að það vantar húsnæði fyrir íbúa en á meðan sjáum við góð fjölskylduhús notuð sem sumarhús í eina til tvær vikur á ári.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Húsnæðisskortur er í sumum minni bæjum en þrátt fyrir það er húsnæðisverð oft þriðjungur af því sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum þorpum standa fjölmörg hús á sölu óhreyfð um árabil. Eftir stendur spurningin hvers vegna ungt fólk leggur ekki land undir fót og kaupir sér sína fyrstu eign í minni byggðarlögum, í stað þess að vera fast á leigumarkaði eða þurfa að sætta sig við lakari húsakost á höfuðborgarsvæðinu en vonir stóðu til. „Þar sem er erfitt að selja íbúðir, þorir fólk ekki að kaupa íbúðir,“ segir Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar. „En víða er alveg ofboðsleg eftirspurn eftir leiguhúsnæði og það er ekki jafn mikill munur á verði á leigumarkaðnum á mörgum minni stöðum samanborið við leiguverð á höfuðborgarsvæðinu.“Þóroddur Bjarnason prófessor. Mynd/Völundur JónssonÞóroddur bendir á að hvergi sé sama fasteignaverð en vöxtur sé í um það bil 75 til 100 kílómetra fjarlægð frá stærri þéttbýlisstöðum með öflugri þjónustu. Fólk kaupi til dæmis ódýrt á Dalvík en vinni á Akureyri. „Þetta kallast „counter urbanisation“. Þetta er sem sagt ekki úthverfavæðing heldur er fólk að flytja í sjálfstæð byggðarlög sem eru í seilingarfjarlægð.“ Þóroddur segir þó fleira spila inn í en tregðu við að kaupa húsnæði sem erfitt gæti reynst að selja að nýju. Þjónusta á sumum jaðarsvæðum sé með eindæmum slæm. „Þú getur keypt hús á Raufarhöfn sem er í 100 km fjarlægð frá Húsavík, en hvað ætlarðu að gera þar? Auðvitað eru dæmi um að fólk vinni vinnu þar sem engu skiptir hvar það er staðsett, svo framarlega sem nettengingin er í lagi. En ef þú býrð í þorpi ásamt öðrum 120 og búðin er opin í tvo klukkutíma á dag þá er það kannski ekki vænlegur kostur.“ Á Bíldudal í Vesturbyggð hefur um nokkra hríð verið uppgangur. Svo er komið að fasteignaskortur er á svæðinu. Það virðist þó ekki leiða til hækkunar fasteignaverðs og lögmálið um framboð og eftirspurn á því ekki við. „Bankarnir, sérstaklega Íbúðalánasjóður, hafa verið rosalega tregir. Ef þú kemur með kaupsamning sem er með hærra verði en hugmynd bankans um hvað hús á þessu svæði kostar, þá neita þeir að viðurkenna hann. Vítahringurinn sem þú situr svo fastur í er að á meðan fasteignaverðið er lægra en byggingakostnaðurinn þá byggir enginn.“ Þóroddur nefnir dæmi um útgerð á Raufarhöfn sem réð til sín 20 starfsmenn en síðan var ekki nægt húsnæði á staðnum. Mörg hús stóðu auð en eru nýtt sem sumarhús.. Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi sveitarstjóri í Vesturbyggð, nefnir dæmi um fasteignakaup á Bíldudal. „Jafnvel þó komið væri á samkomulag á milli seljanda og kaupanda upp á 20 milljónir þá sagði bankinn að honum þætti húsið ekki meira virði en 15 milljónir og lánaði þá bara fyrir því.“ Undanfarið hafa ýmis störf verið auglýst í Vesturbyggð en húsnæðisskortur er viðvarandi. „Það er dálítið erfitt að horfa upp á að það vantar húsnæði fyrir íbúa en á meðan sjáum við góð fjölskylduhús notuð sem sumarhús í eina til tvær vikur á ári.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira