Villur af ýmsu tagi á vef fyrir framhaldsskólanema Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2017 13:57 Þeir hjá framhaldsskóli.is eru svekktir út í prófessorinn að hafa farið fram með gagnrýni sína á Facebook í staðinn fyrir að tala við sig beint. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands sendi forráðamönnum vefsins framhaldsskoli.is lista yfir 70 til 80 stafavillur, málvillur og önnur málfræðileg atriði sem voru röng á opnum hluta vefsins.Enn að minnsta kosti 30 villur á vefnumEiríkur segir menn þar á bæ hafa brugðist fremur illa við, þeir hafi í fyrstu einfaldlega fjarlægt umræddan texta. Hann hafi svo verið settur inn aftur, einhverjar villur var búið að laga. „... en þó standa eftir a.m.k. 30 villur sem ég benti á - og engin þeirra málfræðiatriða sem ég tel röng hafa verið leiðrétt. Ég get ekki annað en haldið áfram að undrast þessi vinnubrögð,“ segir Eiríkur sem heldur lesendum sínum á Facebook upplýstum um gang mála.Kunna Eiríki litlar þakkir fyrir ábendingarnarEiríkur hefur verið ódeigur talsmaður þess að menn umgangist íslenskuna af sæmilegu viti og honum sýnist víða pottur brotinn og heldur snautlegt að finna megi ambögur á vef sem gerir sérstaklega út á framhaldsskólanema; að vera þeim stoð og stytta í náminu. Eiríkur greinir frá því á Facebook-síðu sinni að forráðamenn vefsins hafi haft samband við sig eftir að hann setti fram athugasemdir sínar og voru þeir ósáttir við ýmislegt þar. Þó sé sagt á vefnum að allar ábendingar séu vel þegnar. „Ja, þeir voru ósáttir við hversu harkaleg gagnrýnin var, og að ég sagði: „Hvers vegna er verið að bjóða börnunum upp á þetta? Hvers vegna látum við bjóða börnunum þetta?“ Þeir voru líka ósáttir við að ég skyldi gagnrýna vefinn á Facebook án þess að hafa samband við þá beint,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Það er sjónarmið að mati prófessorsins. „En hins vegar hef ég ekki sérstaka samúð með þeim eftir að hafa eytt tíma í að fara yfir efnið og senda þeim fjölda leiðréttinga, sem síðan skila sér ekki nema að nokkru leyti þegar þeir setja efnið inn aftur.“Villurnar af ýmsu tagiVísir bað Eirík um að nefna tvö dæmi um villur á vefnum og ekki stóð á svörum hjá prófessornum. Til dæmis hér í upphafi setningafræðikaflans: „Í slíkri umræðu er mikilvægt að hafa gömu góðu orðflokkana á valdi sínu en jafnframt að átta sig sem best á sambandi milli orða í setningu.“ Hér stendur sem sagt enn „gömu“ í stað „gömlu“. Og í fornafnakaflanum, 3.5.: „Ef eignarfall orðsins í eintölu endar á sérhljóða hefur það veika beygingu, en ef það það endar á samhljóða hefur það sterka beygingu.“ Eiríkur bendir á að „það“ sé tvítekið. Og í 4.1: „Þá þurfum við að muna að eignarfall persónufornafna er gjarnan í hlutverk eignarfornafns" „hlutverk“ > „hlutverki“. - Í töflum í 5.4 stendur á tveimur stöðum „hvorugkyn“ þar sem á að vera „eignarfall“ – segir Eiríkur og er af nógu að taka.Hálfgerður dónaskapur af hálfu prófessorsinsIngólfur B. Kristjánsson er í forsvari fyrir framhaldsskoli.is og hann segir vefinn ekki á vegum hins opinbera heldur sé um einkafyrirtæki að ræða. Hann segir rétt að þau á vefnum hafi ekki verið ánægð með það að Eiríkur væri að reka í hann hornin. „Nei. Eða, við vorum ánægðir með athugasemdirnar að fá þessar stafsetningarvillur sem voru þarna, málfræðina, og ég sendi honum aðgang og ekkert vandamál með það. En, það er leiðinlegt að prófessor við Háskóla Íslands skuli ekki sjá sóma sinn í að hafa samband við okkur beint,“ segir Ingólfur. Hann segir að þeir hafi frétt af gagnrýni Eiríks og bent á Facebook-síðu hans í því sambandi.Ingólfur er í forsvari fyrir vefinn og hann segir menn fljóta af stað þegar eitthvað er að en honum hefur hins vegar ekki tekist vel að vekja athygli á því góða starfi sem þar er unnið.„Allt í lagi að benda viðkomandi á þetta beint en þetta var hálfgerður dónaskapur. Við erum búnir að leiðrétta megnið af þessu. Þetta er náttúrlega bara brot af vefnum. Menn setja efni inná hann, við fáum efni sent og það er með ýmsu móti. Þarna er þjálfunarefni fyrir nemendur og þeir hafa verið gríðarlega þakklátir. Við erum ekki ríkisstyrktir á neinn hátt, erum að gera þetta að bestu getu. Vill enginn vera með svona villur. Höfum auðvitað engan áhuga á því og töku fagnandi því ef einhver leiðréttir okkur,“ segir Ingólfur.Auðvitað neyðarlegt og óþægilegtIngólfur segist ekkert endilega sammála því að þetta sé sérlega vandræðalegt fyrir sig og sitt fólk þó vefurinn höfði beint til framhaldsskólanema og fjalli um nám. Þá í ljósi gagnseminnar að öðru leyti. Hann segir trúnaðarmál hversu margir eru skráðir á vefinn, þeir séu þó nokkrir en enginn gríðarlegur fjöldi. „Menn verða að meta þetta. En við höfum hjálpað mönnum í gegnum próf og svona. Rekum annan vef sem er gríðarlega vinsæll, hlusta.is,“ segir Ingólfur og bendir á að flestir hafi litið svo á að þetta sé gott framtak og jákvætt. „Jú, auðvitað er þetta neyðarlegt og óskemmtilegt fyrir okkur að fá þetta í andlitið en við látum þetta ekkert stoppa okkur. En málfræðin stendur ágætlega fyrir sínu.“Menn fljótir af stað þegar eitthvað er aðIngólfur segir obbann af villunum vera smávægilegar, innsláttarvillur. En það var Sigurður Konráðsson á menntavísindasviði sem skrifaði textann sem Eiríkur hefur fett fingur út í. „Við rekum líka skolavefurinn.is sem er orðinn 17 ára. Við fengum ýmislegt yfir okkur þá í byrjun. Ein ljóðalína Jónasar Hallgrímssonar brotnaði til dæmis í tvennt og við fengum yfir okkur haturspósta þá. Menn eru fljótir, eins og fjölmiðlarnir, að fara af stað þegar eitthvað er að. En, þetta er gott framtak og ég kann Eiríki þakkir fyrir hans framlag en hefði gjarnan viljað að hann hefði haft samband við okkur beint.“ Íslenska á tækniöld Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands sendi forráðamönnum vefsins framhaldsskoli.is lista yfir 70 til 80 stafavillur, málvillur og önnur málfræðileg atriði sem voru röng á opnum hluta vefsins.Enn að minnsta kosti 30 villur á vefnumEiríkur segir menn þar á bæ hafa brugðist fremur illa við, þeir hafi í fyrstu einfaldlega fjarlægt umræddan texta. Hann hafi svo verið settur inn aftur, einhverjar villur var búið að laga. „... en þó standa eftir a.m.k. 30 villur sem ég benti á - og engin þeirra málfræðiatriða sem ég tel röng hafa verið leiðrétt. Ég get ekki annað en haldið áfram að undrast þessi vinnubrögð,“ segir Eiríkur sem heldur lesendum sínum á Facebook upplýstum um gang mála.Kunna Eiríki litlar þakkir fyrir ábendingarnarEiríkur hefur verið ódeigur talsmaður þess að menn umgangist íslenskuna af sæmilegu viti og honum sýnist víða pottur brotinn og heldur snautlegt að finna megi ambögur á vef sem gerir sérstaklega út á framhaldsskólanema; að vera þeim stoð og stytta í náminu. Eiríkur greinir frá því á Facebook-síðu sinni að forráðamenn vefsins hafi haft samband við sig eftir að hann setti fram athugasemdir sínar og voru þeir ósáttir við ýmislegt þar. Þó sé sagt á vefnum að allar ábendingar séu vel þegnar. „Ja, þeir voru ósáttir við hversu harkaleg gagnrýnin var, og að ég sagði: „Hvers vegna er verið að bjóða börnunum upp á þetta? Hvers vegna látum við bjóða börnunum þetta?“ Þeir voru líka ósáttir við að ég skyldi gagnrýna vefinn á Facebook án þess að hafa samband við þá beint,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Það er sjónarmið að mati prófessorsins. „En hins vegar hef ég ekki sérstaka samúð með þeim eftir að hafa eytt tíma í að fara yfir efnið og senda þeim fjölda leiðréttinga, sem síðan skila sér ekki nema að nokkru leyti þegar þeir setja efnið inn aftur.“Villurnar af ýmsu tagiVísir bað Eirík um að nefna tvö dæmi um villur á vefnum og ekki stóð á svörum hjá prófessornum. Til dæmis hér í upphafi setningafræðikaflans: „Í slíkri umræðu er mikilvægt að hafa gömu góðu orðflokkana á valdi sínu en jafnframt að átta sig sem best á sambandi milli orða í setningu.“ Hér stendur sem sagt enn „gömu“ í stað „gömlu“. Og í fornafnakaflanum, 3.5.: „Ef eignarfall orðsins í eintölu endar á sérhljóða hefur það veika beygingu, en ef það það endar á samhljóða hefur það sterka beygingu.“ Eiríkur bendir á að „það“ sé tvítekið. Og í 4.1: „Þá þurfum við að muna að eignarfall persónufornafna er gjarnan í hlutverk eignarfornafns" „hlutverk“ > „hlutverki“. - Í töflum í 5.4 stendur á tveimur stöðum „hvorugkyn“ þar sem á að vera „eignarfall“ – segir Eiríkur og er af nógu að taka.Hálfgerður dónaskapur af hálfu prófessorsinsIngólfur B. Kristjánsson er í forsvari fyrir framhaldsskoli.is og hann segir vefinn ekki á vegum hins opinbera heldur sé um einkafyrirtæki að ræða. Hann segir rétt að þau á vefnum hafi ekki verið ánægð með það að Eiríkur væri að reka í hann hornin. „Nei. Eða, við vorum ánægðir með athugasemdirnar að fá þessar stafsetningarvillur sem voru þarna, málfræðina, og ég sendi honum aðgang og ekkert vandamál með það. En, það er leiðinlegt að prófessor við Háskóla Íslands skuli ekki sjá sóma sinn í að hafa samband við okkur beint,“ segir Ingólfur. Hann segir að þeir hafi frétt af gagnrýni Eiríks og bent á Facebook-síðu hans í því sambandi.Ingólfur er í forsvari fyrir vefinn og hann segir menn fljóta af stað þegar eitthvað er að en honum hefur hins vegar ekki tekist vel að vekja athygli á því góða starfi sem þar er unnið.„Allt í lagi að benda viðkomandi á þetta beint en þetta var hálfgerður dónaskapur. Við erum búnir að leiðrétta megnið af þessu. Þetta er náttúrlega bara brot af vefnum. Menn setja efni inná hann, við fáum efni sent og það er með ýmsu móti. Þarna er þjálfunarefni fyrir nemendur og þeir hafa verið gríðarlega þakklátir. Við erum ekki ríkisstyrktir á neinn hátt, erum að gera þetta að bestu getu. Vill enginn vera með svona villur. Höfum auðvitað engan áhuga á því og töku fagnandi því ef einhver leiðréttir okkur,“ segir Ingólfur.Auðvitað neyðarlegt og óþægilegtIngólfur segist ekkert endilega sammála því að þetta sé sérlega vandræðalegt fyrir sig og sitt fólk þó vefurinn höfði beint til framhaldsskólanema og fjalli um nám. Þá í ljósi gagnseminnar að öðru leyti. Hann segir trúnaðarmál hversu margir eru skráðir á vefinn, þeir séu þó nokkrir en enginn gríðarlegur fjöldi. „Menn verða að meta þetta. En við höfum hjálpað mönnum í gegnum próf og svona. Rekum annan vef sem er gríðarlega vinsæll, hlusta.is,“ segir Ingólfur og bendir á að flestir hafi litið svo á að þetta sé gott framtak og jákvætt. „Jú, auðvitað er þetta neyðarlegt og óskemmtilegt fyrir okkur að fá þetta í andlitið en við látum þetta ekkert stoppa okkur. En málfræðin stendur ágætlega fyrir sínu.“Menn fljótir af stað þegar eitthvað er aðIngólfur segir obbann af villunum vera smávægilegar, innsláttarvillur. En það var Sigurður Konráðsson á menntavísindasviði sem skrifaði textann sem Eiríkur hefur fett fingur út í. „Við rekum líka skolavefurinn.is sem er orðinn 17 ára. Við fengum ýmislegt yfir okkur þá í byrjun. Ein ljóðalína Jónasar Hallgrímssonar brotnaði til dæmis í tvennt og við fengum yfir okkur haturspósta þá. Menn eru fljótir, eins og fjölmiðlarnir, að fara af stað þegar eitthvað er að. En, þetta er gott framtak og ég kann Eiríki þakkir fyrir hans framlag en hefði gjarnan viljað að hann hefði haft samband við okkur beint.“
Íslenska á tækniöld Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira