Elsa Guðrún Jónsdóttir fer frábærlega af stað á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem hófst í Lahti í Finnlandi í dag.
Elsa Guðrún gerði sér lítið fyrir og vann undankeppnina í 5 km skíðagöngu kvenna en hún gekk á 15:23,9 mínútum. Hún var rúmlega 20 sekúndum á undan næsta keppanda.
„Ég var alls ekki viðbúin þessu,“ sagði hún í samtali við Vísi í dag. „Aðalmarkmiðið var að vera á meðal tíu efstu til að komast inn í aðalkeppnina. Þetta er hrikalega skemmtileg upplifun,“ sagði hún og viðurkenndi fúslega að þetta hafi verið hennar stærsta afrek á ferlinum.
„Ég hef farið á HM unglinga en þetta er mitt fyrsta stórmót í fullorðinsflokki. Ég fékk líka 126 punkta fyrir árangurinn í dag sem er besti árangur minn á ferlinum. Ég er svakalega ánægð.“
Af þeim keppendum sem tóku þátt var Elsa Guðrún með áttundu bestu punktastöðuna fyrir keppnina í dag.
„Ég bjóst ekki við neinu áður en ég kom hingað út. Ég hafði ekki náð að æfa mikið vegna snjóleysis heima. Ég keppti svo í Svíþjóð um síðustu helgi þar sem mér leið ekki nógu vel þó svo að árangurinn hafi verið góður.“
„Ég hef náð að hvíla vel síðustu daga og var mun léttari í dag. Enda gefur manni það aukakraft þegar maður fær að heyra að maður er fyrstur,“ segir Elsa Guðrún sem er nú komin með þátttökurétt í öllum göngum í lrngri vegalengdum á HM í Lahti.
Hún ætlar fyrst og fremst að njóta þess að vera komin áfram. „Ég ætla svo bara að gera mitt besta. Ég er að fara að keppa við bestu konur í heimi og ég ætla að njóta þess.“
Elsa Guðrún vann gull í undankeppninni: Stærsta afrekið á ferlinum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti



Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn