Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 0-1 útisigur á Saint-Etienne í dag.
United vann fyrri leikinn á Old Trafford 3-0 og var því í afar góðri stöðu fyrir leikinn í dag. Og góð staða varð enn betri þegar Henrikh Mkhitaryan skoraði á 16. mínútu eftir sendingu Juans Mata. Skömmu síðar fór Armeninn meiddur af velli.
Eftir mark Mkhitaryans þurfti Saint-Etienne að skora fimm mörk til að komast áfram en það var aldrei að fara að gerast.
Eric Bailly, varnarmaður United, fékk að líta rauða spjaldið á 63. mínútu eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með 185 sekúndna millibili.
Rauða spjaldið breytti þó engu um úrslit leiksins sem endaði með 0-1 sigri United, sem fór áfram, 4-0 samanlagt.
Man Utd fór örugglega áfram | Sjáðu markið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn


Steinunn hætt í landsliðinu
Handbolti

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn
