Útkall í þágu vísinda Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 00:00 Bank, bank. „Góðan daginn, við erum hér á vegum Kára Stefánssonar til að safna lífsýnum fyrir ameríska lyfjarisann Amgen.“ „Já, frábært en er ekki alveg öruggt að þetta sé ópersónugreinanlegt?“ „Jújújú, ekki séns að finna út úr þessu, allt dulkóðað í bak og fyrir.“ „Já, einmitt, en hérna var ekki Kári Stefánsson að segja að hann ætlaði að finna alla glæpamenn með þessum grunni?“ „Jú!“ „Bíddu, en er þetta þá persónugreinanlegt?“ „Sko, þetta eru ópersónugreinanleg persónugreinanleg gögn.“ „Ha???“ „Ja, sko, þetta er mjög flókið. En Kári er mjög klár í þessu, hann skilur þetta og það er nóg.“ (Smá pirrings farið að gæta hjá safnaranum). „Getið þið þá greint gögnin um mig?“ „Ekki nema þú sért glæpamaður eða ætlir að fremja glæp, þá getum við greint þau.“ „Einmitt það, já, veistu, ég held ég sleppi þessu bara, ég vil ekki að eitthvert amerískt fyrirtæki geti skoðað genin mín, þetta er nú ekki svo glæsilegt hjá mér hvort sem er, ég meina genin.“ „Ég myndi nú skoða þetta aðeins betur ef ég væri þú.“ „Nú, af hverju?“ „Það eru bara þeir sem eru glæpamenn eða ætla að fremja glæp sem ekki vilja vera með í þessu.“ „Kommon, þú ert að grínast.“ „Nei, og þú ferð þá á lista yfir væntanlega glæpamenn, eðlilega, þú vilt ekki vera með og það getur bara verið ein ástæða fyrir því. Annaðhvort ætlar þú að fremja glæp eða ert búin að fremja glæp.“ „Þetta eru tvær ástæður.“ „Ha?“ Hér lauk samtalinu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Bank, bank. „Góðan daginn, við erum hér á vegum Kára Stefánssonar til að safna lífsýnum fyrir ameríska lyfjarisann Amgen.“ „Já, frábært en er ekki alveg öruggt að þetta sé ópersónugreinanlegt?“ „Jújújú, ekki séns að finna út úr þessu, allt dulkóðað í bak og fyrir.“ „Já, einmitt, en hérna var ekki Kári Stefánsson að segja að hann ætlaði að finna alla glæpamenn með þessum grunni?“ „Jú!“ „Bíddu, en er þetta þá persónugreinanlegt?“ „Sko, þetta eru ópersónugreinanleg persónugreinanleg gögn.“ „Ha???“ „Ja, sko, þetta er mjög flókið. En Kári er mjög klár í þessu, hann skilur þetta og það er nóg.“ (Smá pirrings farið að gæta hjá safnaranum). „Getið þið þá greint gögnin um mig?“ „Ekki nema þú sért glæpamaður eða ætlir að fremja glæp, þá getum við greint þau.“ „Einmitt það, já, veistu, ég held ég sleppi þessu bara, ég vil ekki að eitthvert amerískt fyrirtæki geti skoðað genin mín, þetta er nú ekki svo glæsilegt hjá mér hvort sem er, ég meina genin.“ „Ég myndi nú skoða þetta aðeins betur ef ég væri þú.“ „Nú, af hverju?“ „Það eru bara þeir sem eru glæpamenn eða ætla að fremja glæp sem ekki vilja vera með í þessu.“ „Kommon, þú ert að grínast.“ „Nei, og þú ferð þá á lista yfir væntanlega glæpamenn, eðlilega, þú vilt ekki vera með og það getur bara verið ein ástæða fyrir því. Annaðhvort ætlar þú að fremja glæp eða ert búin að fremja glæp.“ „Þetta eru tvær ástæður.“ „Ha?“ Hér lauk samtalinu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun