Erlent vinnuafl býr á dvalarheimili aldraðra Svavar Hávarðsson skrifar 21. febrúar 2017 06:00 Markmiðið er að allt að áttatíu manns geti leigt í húsnæðinu. vísir/vilhelm Flugþjónustufyrirtækið Icelandair Ground Services (IGS), systurfyrirtæki Icelandair, vinnur þessa dagana að endurbótum á gömlu dvalarheimili aldraðra í Garði. Þar munu allt að 80 erlendir starfsmenn fyrirtækisins búa síðar á þessu ári en húsnæðismál erlends vinnuafls á Suðurnesjum er stöðugt úrlausnarefni fyrirtækja þessi misserin vegna fjölgunar starfa á Keflavíkurflugvelli.Gunnar S. OlsenGunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS, staðfestir að unnið sé hörðum höndum við að gera húsnæðið tilbúið í tíma. „Þarna eru töluvert af herbergjum sem verið er að laga fyrir okkur. Snyrta til, mála og gera vistlegt. Svo leigjum við þetta til okkar fólks sem kemur í vor,“ segir Gunnar og bætir við að mögulegt verði að leigja allt að 80 starfsmönnum, bæði sem einstaklingsherbergi og fyrir þá sem kjósa að deila herbergi. „Við erum að ráða erlenda starfsmenn í nánast hverja einustu deild hjá okkur; hlaðmenn, í ræstingar, innritun, flugeldhúsi og lagerstarfsmenn,“ segir Gunnar og bætir við að ráðnir hafa verið 220 erlendir starfsmenn sem bætast í stóran hóp Íslendinga sem verða örugglega um 400 talsins sem koma til starfa á sama tíma. Spurður um frekari uppbyggingu líka þeirri sem nú stendur yfir í Garði svarar Gunnar: „Við keyptum þrjár blokkir uppi á Ásbrú nýlega. En það dugar bara ekki til. Við þurfum að finna aðstöðu langt umfram það.“ En eins og Fréttablaðið sagði frá á haustmánuðum hafa flugþjónustufyrirtækin Airport Associates og IGS keypt fimm fjölbýlishús á Ásbrú, fyrrum svæði bandaríska varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll, til að leysa húsnæðismál starfsfólks síns. Fjölgun starfsfólks hjá félögunum báðum á næstu árum verður leyst með því að fá starfskrafta að utan – sem er að sögn vandalaust. Að mæta húsnæðisþörf þeirra þúsunda starfsmanna sem hingað munu koma til að vinna á Keflavíkurflugvelli er hins vegar flóknara viðfangsefni. Jónína Magnúsdóttir, formaður bæjarráðs í Garði, segir að húsnæðið sem um ræðir hafi staðið autt um nokkurt skeið, en fyrir um tveimur árum var byggð í Reykjanesbæ ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða á Nesvöllum. Því var gamla dvalarheimilið selt; í það bárust nokkur tilboð en fyrirtækið Nesfiskur keypti og leigir nú áfram til IGS. Jónína segir það mjög jákvætt að húsnæðið hafi fengið nýtt hlutverk, og ekki síst að svo stór hópur bætist við sveitarfélag sem telur rúmlega fimmtán hundruð manns í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Flugþjónustufyrirtækið Icelandair Ground Services (IGS), systurfyrirtæki Icelandair, vinnur þessa dagana að endurbótum á gömlu dvalarheimili aldraðra í Garði. Þar munu allt að 80 erlendir starfsmenn fyrirtækisins búa síðar á þessu ári en húsnæðismál erlends vinnuafls á Suðurnesjum er stöðugt úrlausnarefni fyrirtækja þessi misserin vegna fjölgunar starfa á Keflavíkurflugvelli.Gunnar S. OlsenGunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS, staðfestir að unnið sé hörðum höndum við að gera húsnæðið tilbúið í tíma. „Þarna eru töluvert af herbergjum sem verið er að laga fyrir okkur. Snyrta til, mála og gera vistlegt. Svo leigjum við þetta til okkar fólks sem kemur í vor,“ segir Gunnar og bætir við að mögulegt verði að leigja allt að 80 starfsmönnum, bæði sem einstaklingsherbergi og fyrir þá sem kjósa að deila herbergi. „Við erum að ráða erlenda starfsmenn í nánast hverja einustu deild hjá okkur; hlaðmenn, í ræstingar, innritun, flugeldhúsi og lagerstarfsmenn,“ segir Gunnar og bætir við að ráðnir hafa verið 220 erlendir starfsmenn sem bætast í stóran hóp Íslendinga sem verða örugglega um 400 talsins sem koma til starfa á sama tíma. Spurður um frekari uppbyggingu líka þeirri sem nú stendur yfir í Garði svarar Gunnar: „Við keyptum þrjár blokkir uppi á Ásbrú nýlega. En það dugar bara ekki til. Við þurfum að finna aðstöðu langt umfram það.“ En eins og Fréttablaðið sagði frá á haustmánuðum hafa flugþjónustufyrirtækin Airport Associates og IGS keypt fimm fjölbýlishús á Ásbrú, fyrrum svæði bandaríska varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll, til að leysa húsnæðismál starfsfólks síns. Fjölgun starfsfólks hjá félögunum báðum á næstu árum verður leyst með því að fá starfskrafta að utan – sem er að sögn vandalaust. Að mæta húsnæðisþörf þeirra þúsunda starfsmanna sem hingað munu koma til að vinna á Keflavíkurflugvelli er hins vegar flóknara viðfangsefni. Jónína Magnúsdóttir, formaður bæjarráðs í Garði, segir að húsnæðið sem um ræðir hafi staðið autt um nokkurt skeið, en fyrir um tveimur árum var byggð í Reykjanesbæ ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða á Nesvöllum. Því var gamla dvalarheimilið selt; í það bárust nokkur tilboð en fyrirtækið Nesfiskur keypti og leigir nú áfram til IGS. Jónína segir það mjög jákvætt að húsnæðið hafi fengið nýtt hlutverk, og ekki síst að svo stór hópur bætist við sveitarfélag sem telur rúmlega fimmtán hundruð manns í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira