Emmsjé Gauti, HAM og KK á Aldrei fór ég suður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2017 10:45 Aldrei fór ég suður fer fram sem aldrei fyrr um páskana á Ísafirði en tónleikadagana, föstudags- og laugardagskvöld um páskahelgina, ber upp 14. og 15. apríl þetta árið. Annað árið í röð fer hátíðin fram í skemmu rækjuverksmiðjunnar Kampa við Ásgeirsgötu.Í spilaranum að ofan má sjá kynningarmyndband hátíðarinnar í ár. Óhætt er að segja að dagskráin sé glæsileg þetta árið en fram koma Emmsjé Gauti, HAM, KK band, Kött Grá Pje, Valdimar, Mugison, Lúðrasveit tónlistarskóla Ísafjarðar, Soffía Björg, Rythmatik, Sigurvegarar Músiktilrauna, Hildur, Vök, Karó og Börn.Lagið Reykjavík með Emmsjé Gauta hefur notið mikilla vinsælda.Nokkrir listamenn endurnýja nú kynnin við rokkhátíðina en Emmsjé Gauti tryllti lýðinn á Ísafirði fyrir tveimur árum og HAM rokkaði árið 2007 og svo aftur 2012. Þá söng Valdimar Guðmundsson íslensk dægurlög fyrir gesti fyrir tveimur árum en kemur nú fram með hljómsveit sinni. Mugison er svo fastagestur enda stofnandi hátíðarinnar ásamt föður sínum. Árlega ætlar húsið af ísfirskri skemmu þegar hann syngur um Gúanóstelpuna sína.Að neðan má sjá eitt fjölmargra myndbanda sem Fjölnir Baldursson hefur tekið á Aldrei fór ég suður undanfarin ár.Sem fyrr er ókeypis inn á hátíðina og lofar rokkstjórinn, Kristján Freyr Halldórsson frá Hnífsdal, mikilli stemningu. Hann tók við rokkstjórakeflinu af Birnu Jónasdóttur sem stýrði síðustu þremur hátíðum. Kristján hefur verið í innsta hring svo til frá fyrsta ári hátíðarinnar sem nú er haldin í fjórtánda skipti. Þá koma sigurvegarar í Músíktilraunum fram en árlega er þeim boðið vestur að spila fyrir framan mannfjöldann sem er mikil lífsreynsla. Músíktilraunir fara fram síðustu vikuna í mars. Kynnir á hátíðinni er Pétur Magnússon, betur þekktur sem Fallegi smiðurinn. Sem fyrr er ókeypis inn á hátíðina og þá má nefna að Skíðavikan fer fram á Ísafirði sömu helgi. Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Bíó og sjónvarp Lét papparassa heyra það Lífið Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Sjá meira
Aldrei fór ég suður fer fram sem aldrei fyrr um páskana á Ísafirði en tónleikadagana, föstudags- og laugardagskvöld um páskahelgina, ber upp 14. og 15. apríl þetta árið. Annað árið í röð fer hátíðin fram í skemmu rækjuverksmiðjunnar Kampa við Ásgeirsgötu.Í spilaranum að ofan má sjá kynningarmyndband hátíðarinnar í ár. Óhætt er að segja að dagskráin sé glæsileg þetta árið en fram koma Emmsjé Gauti, HAM, KK band, Kött Grá Pje, Valdimar, Mugison, Lúðrasveit tónlistarskóla Ísafjarðar, Soffía Björg, Rythmatik, Sigurvegarar Músiktilrauna, Hildur, Vök, Karó og Börn.Lagið Reykjavík með Emmsjé Gauta hefur notið mikilla vinsælda.Nokkrir listamenn endurnýja nú kynnin við rokkhátíðina en Emmsjé Gauti tryllti lýðinn á Ísafirði fyrir tveimur árum og HAM rokkaði árið 2007 og svo aftur 2012. Þá söng Valdimar Guðmundsson íslensk dægurlög fyrir gesti fyrir tveimur árum en kemur nú fram með hljómsveit sinni. Mugison er svo fastagestur enda stofnandi hátíðarinnar ásamt föður sínum. Árlega ætlar húsið af ísfirskri skemmu þegar hann syngur um Gúanóstelpuna sína.Að neðan má sjá eitt fjölmargra myndbanda sem Fjölnir Baldursson hefur tekið á Aldrei fór ég suður undanfarin ár.Sem fyrr er ókeypis inn á hátíðina og lofar rokkstjórinn, Kristján Freyr Halldórsson frá Hnífsdal, mikilli stemningu. Hann tók við rokkstjórakeflinu af Birnu Jónasdóttur sem stýrði síðustu þremur hátíðum. Kristján hefur verið í innsta hring svo til frá fyrsta ári hátíðarinnar sem nú er haldin í fjórtánda skipti. Þá koma sigurvegarar í Músíktilraunum fram en árlega er þeim boðið vestur að spila fyrir framan mannfjöldann sem er mikil lífsreynsla. Músíktilraunir fara fram síðustu vikuna í mars. Kynnir á hátíðinni er Pétur Magnússon, betur þekktur sem Fallegi smiðurinn. Sem fyrr er ókeypis inn á hátíðina og þá má nefna að Skíðavikan fer fram á Ísafirði sömu helgi.
Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Bíó og sjónvarp Lét papparassa heyra það Lífið Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Sjá meira